ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Til sölu Powercolor R9 290 PCS+ keypt í Kísildal byrjun árs 2015.
Gríðarlega flott kæling á þessu korti og keyrir það þokkalega kalt miðað við hrausta yfirklukkun frá verksmiðju (1040MHz).
Heyrist stundum örlítið í miðju viftunni þegar kortið er ekki í fullri notkun. Var nóg að auka lágmarks snúningshraða viftanna í 30-35%. Kortið er gott sem hljóðlaust við þann hraða.
Kortið selst rykhreinsað og í upprunalegum umbúðum.