Klemmi skrifaði:Sammála því að framfærslan sé of lág.
Hins vegar stuðar þetta mig svakalega:
andri_ss skrifaði:Vil meina að þetta þurfi og eigi ekki að vera svona tæpt, að námsmaður eigi frekar að njóta vafans en að þurfa lifa mjög "frugal" og vera stöðugt að hafa áhyggjur tekjum sumarsins. Eða neyðast til þess að vinna yfir sumarið til þess að geta lifað á láninu yfir skóla árið.
Neyðast til að vinna yfir sumarið?
Auðvitað áttu að vinna yfir sumarið! Annað er fáránleg tilætlunarsemi.
Var ekki nógu skýr.
Það sem ég meina er að mér þætti það sérstakt að neyðast til þess að vinna á sumrin til að eiga nóg fyrir uppihaldinu á meðan ég er í skóla burtséð frá lín láninu.
Kanski betra að orða það á eftirfarandi hátt,
Að neyðast til þess að ganga á sparnaðinn þrátt fyrir að hafa ekki notað neitt af lín peningunum yfir sumar og jóla fríið.
machinefart skrifaði:andri_ss skrifaði:
Svo er gert ráð fyrir 35.þkr á mánuði í mat sem er nokkuð vel sloppið.´Er sjálfur í kringum 50 þúsund krónur á mánuði og þá er ég að elda mat og frysta fyrir skólann ásamt öllum trikkum sem ég kann í bókinni.
Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
Svona grínlaust, sendu mér pm með því sem þið eruð að borða, ef þetta er rétt þá er ég að gera eitthvað vitlaust.
Ég borða ekkert nema pasta, hrísgrjón, hrossavöðva þegar það er selt í krónunni(um 600kr / kg) sem ég drýgi svo út ásamt minkum matarsóun hakkinu sem þeir hafa verið með öðru hverju.(300 kr /pk í frosti, rúmlega 600gr í pakka) En drýgi það þá út líka.
Er þá að drýga út með gulum baunum, hrísgrjónum pasta og stundum nýrnabaunum. (allt 99kr/dósin)
Ég hinsvegar hreyfi mig mjög mikið, fer í háskólaræktina yfirleitt 4x á viku eða skokka sem vafalaust lætur mig brenna meira en ella.
Sýð svo ódýrustu eggin og fæ mér skyr eða kotasælu í bland eftir því sem hægt er. Borða svo alltaf hafra í mjólk í morgunmat og millimál af og til.
Taka það fram að ég fer aldrei út að borða né í bíó nema mér sé boðið eða ég álpast á frí miða á einhvern hátt, nema þá einstaka sinnum við sérstök tilefni, afmælið mitt sem dæmi en yfirleitt er mér þá boðið.
Morgunmatur: Hafrar í mjólk
klukkan 10 matur: skyr og einhverskonar kolvetni,
(meiri hafrar í vatn eða lítill skamtur af pasta með túnfisk og gulum baunum sem ég hef fryst í bulk og afþýtt yfir nóttina)
klukkan 12 matur: 1:2 ca, kjúklingur/hrossakjöt/kotasæla/egg á móti hrísgrjónunum/pasta. kjötið er bara ef ég hef fengið það á ofangreindu verði.
klukkan 15/16 matur: kanski 2 egg eða eitthvað álíka millimál
Klukkan 19/20 matur: sama og í hadegismat(borða samt sára sjaldan kjötið, er nánast aldrei í boði í krónunni enda um útrunna vöru að ræða.)
fyrir svefn: stundum hafrar en yfirleitt ekkert.
Svo ætla ég að taka það fram að mjög oft missi ég út máltíðir vegna anna, sem bitnar þá yfirleitt annaðhvort á svefni óbeint vegna lélegra afkasta osfrv. Maturinn skemmist þó aldrei hjá mér, enda allt fryst eða neitt daginn eftir.
Svo fæ ég mér stundum chia fræ útá hafrana á morgnana, þau kosta 399 kr fyrir poka sem dugir í mánuð eða meira m.v magnið sem ég nota. Hjálpar mér að koma í veg fyrir harðlífi þar sem ég borða svo einhæft ásamt því að koma í veg fyrir bakflæði, vinnur vel á móti höfrunum.
(hafrarnir óeldaðir eiga það til að valda mér bakflæði án chia fræa.)
Nariur skrifaði:andri_ss skrifaði:
...
machinefart skrifaði:andri_ss skrifaði:
...
Ertu að eyða 50 þúsund krónum í mat á mánuði úr matvörubúð ofan í einn einstakling með því að "beita öllum trikkunum"? Hvað borðaðu eiginlega? Naut og lamb í öll mál? Við förum sjaldan yfir 60 þúsund krónur 2 plús barn og við pælum mjög lítið í því hvað fer ofan í körfuna okkar, og hendum oft mat því miður (hefur lagast og mun lagast enn frekar)...
This^. Ég er sjálfur í um 30.000,- og pæli EKKERT í því hvað ég kaupi kostar og nota engin trikk úr neinni bók.
mind skrifaði:andri_ss skrifaði:
...
Þekki ekki staka manneskju sem getur lifað á 200þús á mánuði þegar þarf að greiða af húsnæði. Í mínum huga er það vonlaust.
Ég lifi á mun lægri upphæð. Ég leigi í vesturbænum og rek(á skuldlaust) bíl.
Þú mátt líka endilega senda mér pm með matarvenjum, hvað þú ert að kaupa osfrv, er alltaf til í að bæta mig í þeim málum.
Svo var ég ekki nógu skýr með það að vinna á sumrin, sjá svar við seinasta quote-i.