Revenant skrifaði:Að endurfjármagna kostar 55.000kr í dag (plúsmínus þúsarar). Ef ný lánakjör eru betri (þ.e. þú græðir meira en 55.000 yfir lánstímann m.t.t. uppgreiðslu ef við á) þá áttu að endurfjármagna.
Jafnvel þótt það séu óhagstæð uppgreiðsluákvæði þá getur það samt borgað sig ef vextirnir eru mun lægri á nýja láninu.
Ég er ekki að leitast eftir endurfjármögnun, heldur að greiða upp láninn eða annað lánið.
Til dæmis annað lánið er búið að lækka um 50.000 yfir seinustu tvö ár, Sem sagt óverðtryggða lán.
En aftur á móti verðtryggða lánið er búið að hækka um 115.000 yfir seinustu tvö árin.
En það sem ég er að velta fyrir mér, hagnaður á sparnaðar reikningnum mínum er hærri en hækkuninn á láninu.
Þannig að ég er að velta fyrir mér hvort maður ætti :
A : Halda áfram að spara í sparnaðar reikningnum.
B : Greiða Upp Verðtryggða húsnæðislánið.
C : Greiða Upp Óverðtryggða húsnæðislánið.
Og er aðalega að velta fyrir mér hvað gerist þegar allt fer til fjandans eina ferðina í í hagkerfinu okkar, hvort lán er þá "skárra" að vera með í kreppu.