Vildi forvitnast hvort vaktarar hafi kynnt sér nýja persónuverndarlögjöfina sem kemur til framkvæmda hér á landi næsta vor ?
Vildi einnig forvitnast hvort mikil umræða hefur verið um þessa nýju löggjöf á ykkar vinnustað eða hvort þið hafið kynnt ykkur nýju löggjöfina og hvaða skoðun þið hafið á henni ?
Hérna er ágætis grein á Mbl sem fjallar um nýju persónuverndarlöggjöfina
Hérna fyrir neðan eru einnig linkar í kynningarefni persónuverndar um nýju löggjöfina.
Fyrirtæki
Einstaklingar
Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - efni á Personuvernd.is
Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Last edited by Hjaltiatla on Lau 09. Sep 2017 16:11, edited 3 times in total.
Just do IT
√
√
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Það er nú lítið sem ekkert fjallað um hverjar þessar breytingar eru.
Bara röflað í hringi um ekkert.
Get ekki myndað skoðun útfrá þessu mbl shitti.
Bara röflað í hringi um ekkert.
Get ekki myndað skoðun útfrá þessu mbl shitti.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Ok, var að bæta við linkum í kynningarbæklinga frá Persónuvernd í upphaflega póstinn minn.Moldvarpan skrifaði:Það er nú lítið sem ekkert fjallað um hverjar þessar breytingar eru.
Bara röflað í hringi um ekkert.
Get ekki myndað skoðun útfrá þessu mbl shitti.
Það eru meira að segja myndir og alls konar í bæklingnum

Just do IT
√
√
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Persónulega finnst mér þessi viðauki mjög flottur
"Rétturinn til að gleymast
Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns."
Þetta er í boði fyrir fólk í ESB í dag
https://forget.me/faq
"Rétturinn til að gleymast
Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns."
Þetta er í boði fyrir fólk í ESB í dag
https://forget.me/faq
Just do IT
√
√
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Það er ekki búið að innleiða þessa ESB lögjöf inn í íslenskt lagaumhverfi og heldur ekki segja reglugerð.
Hvað sem persónuvernd segir þá gilda enn lög nr. 77/2000 þangað til að ný löggjöf verður sett (með tilheyrandi reglugerð ef með þarf).
Þá má ekki gleyma að það þarf síðan aðlögunartíma/innleiðingartíma þannig þessi lög munu eflaust koma til framkvæmda 2019 eða 2020 á Íslandi.
Hvað sem persónuvernd segir þá gilda enn lög nr. 77/2000 þangað til að ný löggjöf verður sett (með tilheyrandi reglugerð ef með þarf).
Þá má ekki gleyma að það þarf síðan aðlögunartíma/innleiðingartíma þannig þessi lög munu eflaust koma til framkvæmda 2019 eða 2020 á Íslandi.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Jebb , það er ekki búið að innleiða þessa lögjöf.Revenant skrifaði:Það er ekki búið að innleiða þessa ESB lögjöf inn í íslenskt lagaumhverfi og heldur ekki segja reglugerð.
Hvað sem persónuvernd segir þá gilda enn lög nr. 77/2000 þangað til að ný löggjöf verður sett (með tilheyrandi reglugerð ef með þarf).
Þá má ekki gleyma að það þarf síðan aðlögunartíma/innleiðingartíma þannig þessi lög munu eflaust koma til framkvæmda 2019 eða 2020 á Íslandi.
Hins vegar eru einhver fyrirtæki byrjuð að innleiða þessa lögjöf t.d Landsbankinn. Hérna er t.d yfirskriftin af fyrirlestri sem Alma Tryggvadóttir
hjá Landsbankanum hélt í gær á Haustráðstefnu Advania.
Sýnist á öllu að aðlögunartíminn sé hafinn á þessari nýju reglugerð."Ný persónuverndarlöggjöf: 259 dagar til stefnu!
Fyrirtæki og stofnanir eru í óða önn að undirbúa sig fyrir nýja persónuverndarlöggjöf sem kemur til framkvæmda um mitt ár 2018. Nýjar skyldur fyrirtækja og aukin réttindi einstaklinga liggja ljós fyrir og framundan er aðlögunarferli sem ljúka þarf á 259 dögum. Hvernig er persónuvernd og friðhelgi einkalífs smíðuð inn í menningu, verkferla og rekstur fyrirtækja? Hvernig er unnt að tryggja einstaklingum persónuvernd en jafnframt tryggja hagræði í rekstri og arðsemi? Greint verður frá því hvernig Landsbankinn er að undirbúa og aðlaga starfsemi sína að hinu breytta landslagi í persónuverndarmálum."
Just do IT
√
√
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
"Rétturinn til að gleymast"
ég er rétt að vona að fólk sé að grínast ?
það er auðveldara að fara á árabát yfir kyrrahafið ?
en að láta eyða kennitölunni þinni og nafni úr öllum gagnagrunnum sem þú ert í ?
ég ætla ekki einu sinni að reyna giska hvað kennitalan mín og nafnið mitt er í mörgum gagnagrunnum ?
hvað vitum við um fólk "common people" sem var til fyrir 500-1000 árum ?
væri forvitinlegt að fá gagnasúpuna um einn einstakling á einn stað í dag ?
voðalega lítið við þessu að gera ? svipað og að stoppa sjáfarföllin með fötu. heimurinn breytist dag frá degi.
ég er rétt að vona að fólk sé að grínast ?
það er auðveldara að fara á árabát yfir kyrrahafið ?
en að láta eyða kennitölunni þinni og nafni úr öllum gagnagrunnum sem þú ert í ?
ég ætla ekki einu sinni að reyna giska hvað kennitalan mín og nafnið mitt er í mörgum gagnagrunnum ?
hvað vitum við um fólk "common people" sem var til fyrir 500-1000 árum ?
væri forvitinlegt að fá gagnasúpuna um einn einstakling á einn stað í dag ?
voðalega lítið við þessu að gera ? svipað og að stoppa sjáfarföllin með fötu. heimurinn breytist dag frá degi.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
Bið þig um að halda þig við málefnið og ekki byrja að ræða um flóttamenn á þessum þræði.rbe skrifaði:"Rétturinn til að gleymast"
ég er rétt að vona að fólk sé að grínast ?
það er auðveldara að fara á árabát yfir kyrrahafið ?
en að láta eyða kennitölunni þinni og nafni úr öllum gagnagrunnum sem þú ert í ?
ég ætla ekki einu sinni að reyna giska hvað kennitalan mín og nafnið mitt er í mörgum gagnagrunnum ?
hvað vitum við um fólk "common people" sem var til fyrir 500-1000 árum ?
væri forvitinlegt að fá gagnasúpuna um einn einstakling á einn stað í dag ?
voðalega lítið við þessu að gera ? svipað og að stoppa sjáfarföllin með fötu. heimurinn breytist dag frá degi.
Er ekki viss hvernig þú last í lögjöfina "Rétturinn til að gleymast" eða hvort þú varst eingöngu að lesa þá línu.
Just do IT
√
√
Re: Ný persónuverndarlöggjöf næsta vor
"Rétturinn til að gleymast
Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns."
ég var nú bara að kommenta á þetta sem þú sagðir , þú varst væntanlega að tala um málefnið ?
það sem ég var aðallega að meina með fyrri pósti að þegar ég er dauður og grafinn? megnið af þessum upplýsingum er tilgangslaus þá ?
t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í.
Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. Einnig getur þú óskað eftir því að leitarvélar á Netinu afmái leitarniðurstöðu um þig, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, ef hún hefur neikvæð áhrif á friðhelgi einkalífs þíns."
ég var nú bara að kommenta á þetta sem þú sagðir , þú varst væntanlega að tala um málefnið ?
það sem ég var aðallega að meina með fyrri pósti að þegar ég er dauður og grafinn? megnið af þessum upplýsingum er tilgangslaus þá ?
t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í.