Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Svara
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af HalistaX »

Sælir vinir,

Langaði bara svona að tékka hvort menn væru eitthvað að spila Killing Floor 2 þessa dagana?

Eða Er PlayerUnknown's BattleGrounds það eina sem kemst að í leikjaheiminum í dag?

Ef þið eigið þennann leik í Steam Library'inu, endilega sækið hann og kíkið í hann svona eina kvöld stund. Mæli eindregið með honum.

Hann kemur mjög á óvart og er líklega minn uppáhalds Online leikur þessa dagana(Og síðustu 400+ dagana),

Það koma reglulega uppfærslur með nýjum byssum, nýjum möppum, double XP weekends og einstaka sinnum koma nýjir óvinir.

Það kom meira að segja uppfærsla í þessari eða síðustu viku. Þetta er svona þema uppfærsla þar sem allir vondukallarnir fá smá sér lúkk í ákveðinn tíma.

Held að uppfærslan eigi að endast í einhvern mánuð í viðbót.

Fyrir þá sem ekki vita þá snýst þessi leikur um grúbbu af amk 6 spilurum sem eiga að verjast öldum af þessum "Zeds" óvinum. Zedarnir, eins og alltaf í öllum svona leikjum, voru menn sem voru erfðabreyttir í hernaðartilgangi. Zed'arnir aukast með hverju holli, eftir nokkrar öldur koma svo svona mini-boss'ar og með hverri ölduni verður leikurinn alltaf erfiðari og erfiðari. Og endar allt saman á endakalli.

Þú ert s.s. alltaf að spila á móti AI en ekki öðrum spilurum, nema í Versus Mode sem er satt best að segja ekkert spes nema maður kynni sér það fyrst.

Það magnaða og töffaða við þennann leik er að eftir því sem þú progress'ar þig í honum og færir þig í hærra difficulty, þá byrja Zed'arnir að haga sér öðruvísi, fá sérstök auka move, reyna að færa sig frá því sem þú miðar á og byrja að hreyfa sig öðruvísi. Það getur verið allt frá því að labba létt, skokka og hlaupa. Svo meiða þeir þið enn meir þegar þeir ná snertingu.

Þú getur spilað 4/4, 7/7, 10/10 lotur og eftir 10/10(síðustu) lotuna, þá kemur endakall. Í eins og er eru aðeins tveir endakallar The Patriarch(Patty the Fatty) og Hans Volter(My main man Hansy boi).

Þú getur farið inná Custom servera sem bjóða uppá önnur möpp og fleiri meðspilara, t.d. 10, 16 eða jafnvel 64. Og sumir þeir serverar eru Ranked þrátt fyrir að vera Custom. Sem þýðir að XP'ið sem þú færð í þeim telst enþá fyrir karakterinn þinn.

Level'up systemið er helvíti neat-o. Leikurinn býður uppá 10 class'a eða spilunar máta sem hver hefur sínar góðu og slæmu hliðar sem straujast svo út svo enginn sé of góður/Overpowered. Minn uppáhalds er t.d. Field Medic. Hann hleypur hratt og ég alveg hreint elska assault riffilinn hans, sama hversu fokkings óhittinn hann er. Með Field Medic er first priority að heal aðra leikmenn(duh) en ef þú ert handlanginn og lúmskur geturu deal'að smá damage í leiðini.

Commando er class'inn sem á að sérhæfa sig í litlu óvinunum s.s. allt frá Clots og Crawlers að Bloaters. Hann mun vera vopnaður assault rifles.

Svo er sniper class og skammbyssu class og jú t.d. Demolition, hann er vopnaður M79 China Lake grenade launcher og RPG. Hann er góður til þess að taka niður grúbbur af óvinum og Fleshpounds.

Mini-bossarnir eru Fleshpound, sem vopnaðir eru tvem Big Daddy úr Bioshock esque borum á hvorri hendi. Hann er alveg stórhættulegur, sérstaklega í "Hell on Earth" difficulty'inu sem er það erfiðasta, nota bene.

Og svo er Scrake sem er stór kall með keðjusög á annarri hendini.

Best er að nota Demolitionist í að ná niður Fleshpound því hann er veikur fyrir sprengingnum rétt eins og ég er veikur fyrir öllum dömum sem eru með dekkri húðlit en ég. Á meðan Microwave byssan hjá Firebug(einn class'inn) eða jafnvel Rail Gun hjá Sharpshooter(sniper class'inn) er æði til þess að one or two shot'a Scrake þar sem Scrake er með sprenginga þol.

Leikurinn spilast þannig svoldið eins og Counter Strike. Þú byrjar með $0 og verður að vinna þig upp með því að halda þér á lífi og drepa Zeds. Kaupir svo bara alltaf betri byssu, uppfærir þig og uppfærir þangað til þú ert kominn með einhverja geislabyssu eða eitthvað þannig.

Það verður að segjast að það er engin gomma af byssum í leiknum. Þannig að þú getur voðalega lítið valið ákveðið playstyle fyrir hvert round. En mér skilst og sé ég það á uppfærslum að þeir eru að reyna að bæta úr því þarna hjá Tripwire.

Tripwire er einnig Indie studio, eru að framleiða leik núna sem heitir Rising Storm 2 og á að gerast í Vietnam, þannig að ef menn eiga ekki leikinn en langar að leggja góðu Indie fyrirtæki lið, þá er um að gera að negla á Killing Floor 2!

Leikurinn er alveg frír eftir fyrstu kaup, þar að segja eru ekki paid-DLC'ar heldur uppfærir hann sig bara þegar ný uppfærsla dettur í hús hja Tripwire.

Endilega kíkið á hann og ef ykkur vantar einhvern til þess að spila með, addið mér þá á Steam. http://steamcommunity.com/id/gudni874/

Er ekki búinn að vera mjög active uppá síðkastið en ég er að pæla í að taka þátt í þessu Event'i sem er í gangi seinna í kvöld og byrja að spila hann aftur fyrir einhverja alvöru núna bara.

Endilega kíkið á mig og Killing Floor 2 ef þið hafið hann ekki. Snilldar leikur og tel ég að aðeins eðalmenni spili hann! Þannig að ef þú vilt vera eðalmenni, rífðu þig þá frá krökkunum og konuni og drullastu í tölvuna!

Takk fyrir mig og eigið nú góða helgi! :megasmile
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af HalistaX »

Það sem ég kallaði Class'a í upphafs innleggi heita víst Perks. Var að muna það. En same shit.

Það skemmtilega við Perk'ana er að byssurnar þeirra eru ekki bundnar þeim, s.s. getur Field Medic vel verið með RPG og Demolitionist verið með Chriss Vector frá SWAT Perkinum. Og það sem er en skemmtilegra við þetta allt saman er að með því að krossa byssurnar svona þá færðu samt XP fyrir þann Perk sem byssan tilheyrir. Þar að segja ef þú ert Field Medic með RPG, þá fær Demolitionist allt XP'ið fyrir þá Zed'a sem þú drepur með RPG'ini.

Full rundown á Perk'ana:

Berserker; tank týpa. Getur samt gert alveg klikkað damage en þú vilt samt sem áður alltaf hafa hann og hans ruglaða health regen á stóru köllunum eins og Fleshpound og Scrake. Notast við melee vopn s.s. skóflu(Crowel(Combat Shovel)), sleggju sem skýtur haglabyssu skotum þegar hann lemur og Keðjusög og er líklega einn svalasti og mest creative class sem ég hef séð í class based leikjum. Berserker er með EMP grenade.

Commando; hans first priority er að ná sem flestum head shot'um á minni óvinina, díla við trash. Hann notast við hríðskotarifla. Flest vopnin hans hafa secondary fire mode. Er ég mjög skotinn í Incendiary fire mode'inu á Tier 3 byssuni hans(Scar). Annars getur hann verið með Bulpup riffil(Þar sem magasínið er á bakvið firing mechanism'ið), AK47 og Stoner LMG. Commando er með High Exlposive grenade.

Support; hann notast við haglabyssur, er svoldið þungur og klunnalegur, eða það finnst mér. Hann gefur uppá þann möguleika, eins og var í Battlefied Hardline, að ef maður nálgast hann þá getur maður ýtt á 'E' og fengið eitt magasín eða tvö í allar byssurnar þínar. Man ekki hvort það sé eitt eða tvö. Support getur notast við afsagaða tvískota haglabyssu, pumpu, hálf-sjálfvirka og jú auðvitað, last but not least, the beast, AA12. Sem er eitt af bestu vopnunum í leiknum enda er hún algjörlega sjálfvirk. Maður er enga stund að tæma þau 20 skot í andlitið á Scrake ef þess þarf. Support er með Fragmentation Grenade.

Field Medic; Field Medic sér um að heal'a gengið. Hann hefur sína trademarked healing pistol, healing SMG, healing haglabyssu og healing hríðskotariffil að velja um. Byrjar samt alltaf með healing skammbyssu. Eftir því sem þú levelar hann þá er hann sneggri að hlaða healing pílurnar sínar og medic grænuna sem allir Perk'anrin heal'a sig með þegar ýtt er á 'Q'. Field Medic er með super fancy healing grenade sem heal'ar friendlies og skaðar óvini sem grenade.

Demolitionist; Þennann gaur er ég að level'a eins og er. Það er frekar auðvelt og er hann svoldið Overpowered miðað við hina klassana en eins og með Support'inn, þá er hann svoldið hægur og klunnalegur þannig að hann er ekki svona run and gun Perk. Hann notast við t.d. M79 China Lake, M16 variant assault rifle með underbarrel grenade launcher. En hann byrjar samt með þessa vandræðalega lélegu hagla-sprengi-skammbyssu. Demo er með hálfa stöng af dínamíti sem handsprengju.

Firebug; Firebug er svona eldvörpu kallinn. Hann byrjar með "The Chulk and Bulk" sem er svo sem allt í lagi til þess að fá assists. Þetta er í rauninni bara assist class. Þar að segja þá máttu vera viðbúinn því að næla þér ekkert í svo mörg kills sem Firebug, frekar að þú fáir assists. Objective'ið hans er að minnka health'ið í hoard'inu áður en/þegar það kemur til grúbbunar. Firebug getur svo fengið betri eldvörpu heldur en Chulk and Bulk, solo or dual wield skammbyssur sem skjóta eld skotum og svo auðvitað The Microwave gun. Örbylgju byssan gerir extra damage á þá óvini sem eru með einhvern málm á sér s.s. Siren, Scrake og Fleshpound. Firebug er með Molotov Cocktail sem handsprengju.

Gunslinger: Gunslinger er eins og nafnið gefur til kynna, einhvers konar kúreka karakter, sem notast við skammbyssur. Hann byrjar með einhverja ómerkilega revolver'a með ágætis stopping power en getur uppfært uppí dual M1911 og dual Desert Eagle .50 cal. Gunslinger ætti helst að snúa sér að headshot'um, Með rétta gunslinger'inn ætti grúbban þín að geta tekið niður Scrake á fyrstu 5 sekúndunum eftir hann spawnar. Gunslinger er einn af Perk'unum sem ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekki spilað nógu mikið. Langar samt til þess að geta masterað mini-boss'ana með honum. Gunslinger notar Nailbomb grenades.

Sharpshooter: Sharpshooter er svakalegur. Hann á náttúrulega að nýta sér headshot'in, rétt eins og Gunslinger, nema bara frá lengri vegalengd. Hann á ekki að vera jafn up close and personal eins og Gunslinger'inn. Hann byrjar með Winchester 1894 en getur eignast lásaboga með endur notanlegum skotum, þar að segja geturu fundið örvarnar þínar og notað þær aftur, eins lengi og þú skítur þeim ekki out of bounds, M14 variant held ég, og svo auðvitað Railgun. Rétti Sharpshooter'inn með Railgun á að geta headshot'að og down'að Scrake og Fleshpound í einu skoti. Fer eftir difficulty auðvitað. Sharpshooter notast við Freeze grenades.

Survivalist; Þessi er tiltölulega nýr, hann kom út einhvern tímann snemma á árinu. Hann, sýnist mér, eiga að vera annað hvort full on DPS eða Healer/DPS hybrid. Þar að segja getur þú valið, þegar þú nærð ákveðnu level'i, hvort hann hafi Molotov Cocktail eða Healing grenade. Hann hefur því miður engin dedicated vopn og er bara svona all around class. Ef þú drepur einhvern sem hann með AK47, þá fær Survivalist Perk'inn þinn XP'ið, ekki Commando. Held hann sé eini Perk'inn sem er bundinn þessum reglum fyrst það eru engin vopn sérstaklega fyrir hann.

SWAT: SWAT er þessi klassíski high rate of fire Perk. Hann er ekki með neitt sérstakar byssur þannig, MP7, Chriss Vector og einhverjar fleiri SMGs en hann own'ar þegar kemur að fire rate. Þó byssurnar hans séu ekki með neitt geggjað damage, þá meika þær það upp með því að vera með geggjað fire rate. Góður SWAT spilari, í háu leveli og með T3 byssu, getur auðveldlega tekið Scrake niður á 10 sekúndum ef hann stun'ar hann líka. SWAT notast við Flash Bangs sem stun'a óvininn í smá stund.

Þetta var complete rundown af Perk'unum. Nefndi ekkert allar byssurnar, þið verðið bara að kíkja í leikinn og sjá hvað setur. Minni mitt er ekki óstöðvandi, því miður.

Á fimmta hverju leveli geturu svo valið þér "Perk" eins og í Fallout. Ef þú velur þér ekki Perk fyrir þann Perk sem þú varst að level'a uppí t.d. 5 eða 15, þá notast þú bara við sjálfgefinn Perk.

Mæli með því að leika sér aðeins með þetta Perk'a dót. En aðeins er hægt að velja um tvo Perk'a hver fimm level. Veist aldrei hvaða Perk á eftir að nýtast þér eða hvað á eftir að virka.

Svo, eftir því sem þú level'ar hvern Perk upp, þá færðu einnig ákveðna Passive abilities, s.s. fyrir Berserker +X% Health regen á sekúndu eða fyrir Field Medic, +X% Run Speed eða eitthvað þannig.

Er sjálfur kominn með Field Medic uppí max level, 25, en annars er ég með Demolitionist og Commando í kringum 20. Aðra Perk'a á ég eftir að leika mér aðeins með. Langar mikið að taka Survivalist næst. Bara því hann getur orðið Healer/DPS. Elska að vera Healer í tölvuleikjum. Í öllum MMORPG leikjum sem ég hef spilað hef ég verið Healer og staðið mig með príði. Það er samt alltaf auðveldast að vera bara DPS því ef eitthvað fail'ar, þá er annað hvort Tank eða Healer kennt um. ALLTAF!

Vona að þið njótið þessara upplýsinga og þær fái ykkur kannski, allavegana, til þess að skoða Killing Floor 2 :)
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af jonsig »

Var með einhverja 600klst spilun á killing floor 1. uþb 10x meira en á öllum öðrum leikjum. En ég byrjaði í killing floor 2 þegar hann var ný kominn út og hægt var að glicha upp level´in og maður eyðilagði charakterinn sinn, held ég hafi ekki náð 10klst spilun.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af HalistaX »

jonsig skrifaði:Var með einhverja 600klst spilun á killing floor 1. uþb 10x meira en á öllum öðrum leikjum. En ég byrjaði í killing floor 2 þegar hann var ný kominn út og hægt var að glicha upp level´in og maður eyðilagði charakterinn sinn, held ég hafi ekki náð 10klst spilun.
Pfft, ekki segja mér að þú hafir verið að glitch'a, Jónsi? Það eru bara nýgræðingar sem gera svoleiðis og ekkert fjör í því. Aðal fjörið er að næla sér í level 25 with hard work, pain and sweat. Það er svo gaman að progress'a í gegnum difficulty'in með því að first master'a Nomral í levelum 5-10, svo Hard 10-15, svo Suicidal í 15-20 og svo loksins aðal fjörið, Hell on Earth í 20-25.

Annars eru til, af einhverjum ástæðum, Ranked serverar með möppum á við SuperPerkTraining, sem eru basically bara svona svindl möpp þar sem allir óvinirnir spawn'ast á einum pínu litlum stað og þú getur valið þér hvaða Perk sem er í hvaða difficulty sem er og sagað þá niður.

Heyrði einhvern tímann, man ekki hvar, að Tripwire hafi einfaldlega sagt: "If they want to cheat, let them cheat!" afspurðir ástæðuni fyrir því að svona möpp fast á Ranked serverum.

En þetta heyrist mér vera right up your alley, Jónsi. Er ekki málið að kíkja í leikinn aftur og sjá til hvort þú standist freystinguna með það að svindla eða ekki?

Endilega gáðu í þennann leik aftur, þú átt líklega ekki eftir að sjá eftir því ef það er búið að patch'a þetta svindl þitt :D
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af Baldurmar »

Svona af því að það er verið að minnast á þennan leik, þá er Killing Floor 1 GEFINS á humble bundle í dag og á morgun.
Killing Floor 2 kostar síðan 5$ á sömu síður :)
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af Jón Ragnar »

Náði einmitt Killing Floor 1 í gær. Ætla að prófa hann :)

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af jonsig »

Jón Ragnar skrifaði:Náði einmitt Killing Floor 1 í gær. Ætla að prófa hann :)

Hann er legendry. Mátt búast við að eyða nokkrum dögum að levela bara eitt class í leiknum.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af psteinn »

Baldurmar skrifaði:Svona af því að það er verið að minnast á þennan leik, þá er Killing Floor 1 GEFINS á humble bundle í dag og á morgun.
Killing Floor 2 kostar síðan 5$ á sömu síður :)
Ég sé bara að hann sé á $15? https://www.humblebundle.com/store/kill ... search_bar :svekktur
Apple>Microsoft
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af Baldurmar »

psteinn skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Svona af því að það er verið að minnast á þennan leik, þá er Killing Floor 1 GEFINS á humble bundle í dag og á morgun.
Killing Floor 2 kostar síðan 5$ á sömu síður :)
Ég sé bara að hann sé á $15? https://www.humblebundle.com/store/kill ... search_bar :svekktur
Tilboðið var bara til 3 í dag eða eitthvað svoleiðis
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af HalistaX »



Fyrsta raunverulega ástæðan fyrir því að fjárfesta í VR.... Ætli þetta sé samt ekki eins og flestir hinir VR leikirnir. Tekur 3 tíma, og 3 tíma absolute max, að klára... Svo ég hefði eytt 100k+ í eitthvað gimmicky as fuck shit sem ég hefði svo bara notað í þrjá tíma... ....og þrjá tíma absolute max!

Væri samt töff að fá að prufa þetta VR dæmi... Ætli 1080 kortið mitt myndi ekki taka þetta VR dæmi í bakaríið. Er hægt að fá svona lánað einhvers staðar? Yfir helgi eða eitthvað þannig? Er eitthvað fyrirtæki sem býður upp á það?
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af kjartanbj »

Ég á Rift, en það er eignilega dealbreaker með þennan leik að maður geti ekki bara labbað um , heldur þarf að teleporta sig út um allt og eitthvað , skemmir að mér finnst fyrir
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af HalistaX »

kjartanbj skrifaði:Ég á Rift, en það er eignilega dealbreaker með þennan leik að maður geti ekki bara labbað um , heldur þarf að teleporta sig út um allt og eitthvað , skemmir að mér finnst fyrir
Ugh, svona eins og Minecraft(var allavegana einhvern tímann þegar ég sá vídjó úr honum í VR)?

Þá nenni ég því ekki. Finnst svo asnalegt að með allri þessari tækni sem þetta VR dæmi er, þetta breakthrough í gimmicky tölvuleikja shit geiranum ásamt Nintendo Wii/Kinnect/PSMove og Logitech ökutækja stýrum, að að se ekki hægt að hanna þessa leiki alla með það í huga að labba. Ég meina, er ekki alveg hægt/er ekki alveg joystick á Rift/Vive stýripinnunum? Ef ekki, getur þá ekki eitthvað 3rd party fyrirtæki hannað það til?

Þetta þarf ekki að vera svona mikið mál, krakkar. Negla í fleiri leiki þar sem maður getur actually hreyft sig!

Það er vonandi að það komi á komandi árum fleiri leikir þar sem hægt verði að hreyfa sig og þessi patch'aður til til þess að gera ráð fyrir því!

Færðu samt ekkert hausverk/verður ringlaður eftir smá stund í þessu eða? Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé mjög cosy til langtíma....
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af kjartanbj »

Vandamálið með þetta labb dæmi er að margir eru viðkvæmir fyrir hreyfingu þegar innra eyrað nemur ekki hreyfingu, sama og þegar sumir verða bílveikri eða sjóveikir, ég sjálfur finn ekki fyrir þessu, svo væri alveg hægt að hafa bara báða möguleika, þeir sem finna ekki fyrir svona áhrifum gætu bara labbað um með stick á öðrum controllernum, hinir gætu teleportað sig

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af kjartanbj »

Var reyndar að lesa að það er eitthvað experimental smooth movement fyrir þá sem fá ekki motion sickness, fylgist með amsk

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af kjartanbj »

Keypti leikinn, þetta er frekar Scary , maður lifir sig einum of inn í hann , Zeds komandi hlaupandi að manni og eitthvað, ég virkjaði experimental movement þannig ég geng um með thumbstick á touch gaurnum, maður þarf alveg að hafa sig allan við að skjóta Zeds sem birtast allt í kringum mann , maður lifir sig svo mikið inn í hann miðað við að spila killing floor 2 venjulega

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Eru menn eitthvað að spila Killing Floor 2?

Póstur af kjartanbj »

Spurning bara hvort fleiri hér séu búnir að fá sér Rift með Touch controllerum og vilji spila Co-op við tækifæri
Svara