Logitech Z-680 og SoundBlaster Audigy 2 ZS

Svara
Skjámynd

Höfundur
SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Logitech Z-680 og SoundBlaster Audigy 2 ZS

Póstur af SolidFeather »

Eftir nokkra umhugsun þá hef ég ákveðið að panta Logitech Z-680 og SoundBlaster
Audigy 2 ZS
af NewEgg.com og flytja þá inn í gegnum ShopUSA.is. Aðalega vegna þess að ég hef hvergi fundið Z-680 hér á landi.
Ætti að vera komið hingað á um 35-40.000 (Ef að einhver veit um þá hér á landi endilaga láta mig vita)


Yay or nay?
Last edited by SolidFeather on Sun 07. Nóv 2004 22:21, edited 2 times in total.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

þú veist að hátalarakerfi flokkast ekki sem tölvuhlutir varðandi tolal og vask.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Póstur af SolidFeather »

Var einmitt að spá í því, er það raftæki eða?
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég er ekki alveg viss. hringdu bar aí þó í shopusa á morgun og spurðu.
"Give what you can, take what you need."

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

ég myndi bara skrá þetta sem Tölvudót.
þeir opna alla pakka og skoða og ef þeim finnst þetta ekki vera tölvudót þá breyta þeir því og rukka þig meira.

þá segir þú "ó ég held þetta væri hinsegin"

en ef þeir nenna ekki að standa í því þá færðu þetta á tölvudótsverði.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Ég spurði tollinn einhvern tímann að þessu og þeir sögðu þetta flokkast undir hljómtæki. Semsagt, tollur og vsk, man ekki prósentuna en þú getur talað við tollinn og spurt hann að þessu. :)
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Póstur af kemiztry »

35% tollur af hátölurum
kemiztry
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

vá!
"Give what you can, take what you need."

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Það er mikið 35% en nálta með vsk.

Það er sammt fyndið hve mikið maður þarf að borga við að koma bíl inní landið.

Pabbi var að kaupa nýjan bíl

Hann og aðrir bílar sem fólk keypti sem við þekjum fá 2 földun á verðinu plús 100.000 kr sammt er bíllinn ódýrari en hér. :)
Last edited by hahallur on Þri 09. Nóv 2004 13:56, edited 1 time in total.
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

kemiztry skrifaði:35% tollur af hátölurum
Það er alls ekki rétt. Þetta er það sem þeir segja í hljómtækjabúðunum en maður á aldrei að treysta sölumönnum sem eru að reyna að réttlæta há verð.

Hið rétta er að tollur á hljómflutningstækjum er 7,5% eins og sjá má í tollaskrá á http://www.tollur.is/upload/files/85_kafli%282%29.pdf

Síðan kemur auðvitað virðisaukaskatturinn þar ofan á, þannig að samtals hækkar verðið um 33,8375%

Já, og tollurinn er aðeins á vörum sem eru upprunnar utan EES. Þannig að Dynaudio hátalarar sem eru framleiddir í .dk, svo dæmi sé tekið, eru ekki tollskyldir.
Skjámynd

Höfundur
SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Póstur af SolidFeather »

Úff, tékkaði á Z-680 í BT og þeir kosta 69.000 :knockedout

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Jafn mikið og Gigaworks.

En annars er ég svo heppinn í mínu braski að afi minn er gamall tollari og reddar öllu og þekkir alla. :twisted:

Skiti
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 09:49
Staða: Ótengdur

Re: Logitech Z-680 og SoundBlaster Audigy 2 ZS

Póstur af Skiti »

SolidFeather skrifaði:Eftir nokkra umhugsun þá hef ég ákveðið að panta Logitech Z-680 og SoundBlaster
Audigy 2 ZS
af NewEgg.com og flytja þá inn í gegnum ShopUSA.is. Aðalega vegna þess að ég hef hvergi fundið Z-680 hér á landi.
Ætti að vera komið hingað á um 35-40.000 (Ef að einhver veit um þá hér á landi endilaga láta mig vita)


Yay or nay?
Ég keypti mér Z-680 fyrir tæpu ári í gegnum Shop-USA, það var þá ódýrast hjá DELL.com. Athugaðu að þú verður að kaupa straumbreyti því fyrir USA markað er þetta bara 110 volt.

Þetta var selt á sama tíma í BT á 59.900 ef ég man rétt. Hingað komið kostaði það tæp 40 þús. + straumbreytir sem ég fékk í Radíóbæ á 3-5 þúsund svo ég sparaði slatta á þessu.

Þetta er magnað kerfi, ég er með DVD spilarann og tölvuna í þeim. Það er eitt DIRECT input (tölvan) og tvö digital (DVD + eitt laust), með DTS kóðun sem er frábært þegar þaður er að glápa á DVD.

Ég er reyndar bara með innbyggt hljóðkort í tölvunni en með því að skrúfa bassann svolítið upp í Z-680 er ég kominn með bestu hljómtæki sem ég hef átt. Langar virkilega til að fá mér alvöru hljóðkort...

Keyptu þetta dót því þú verður EKKI svikinn af soundinu!
Skjámynd

Höfundur
SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Póstur af SolidFeather »

Keypti SouldBlaster-inn í Tölvuvirkni og Hátalararnir eru á leiðinni. :8)

Skiti
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 21. Ágú 2003 09:49
Staða: Ótengdur

Póstur af Skiti »

SolidFeather skrifaði:Keypti SouldBlaster-inn í Tölvuvirkni og Hátalararnir eru á leiðinni. :8)
Döööö... Láttu vita hérna á spjallinu hvernig þetta hljóðkort virkar með Z-680.

Ég GET ekki verið minni maður en þú (ég er sko 192 cm.)
Svara