Ég er semsagt að fá mér nýjan router við ljósleiðara tengingu.
er að sækjast eftir sem stöðugustu interneti og besta hraðann upp og niður.
líst mjög vel á þessa edgeroutera en er ekki alveg að fatta hver er munurinn á þessum tvem
Ég hef verið að nota EdgeRouter X síðustu 5 mánuði og með hardware offload á tekur hann 1Gb auðveldlega. Lite á samt að höndla meiri hraða. Þetta er gull af router, þó það geti verið vesen að config-a hann ef maður veit ekki hvað maður er að gera.
Ég get ekki notað minn ER-X lengur (ég vildi að ég gæti það). Ef þú vilt hann á góðu verði, sendu mér PM.
Er líka með ER-X, 1Gb ljós og það hefur verið æði frá fyrsta degi. Þú ert auðvita að skoða hálfgerða fyrirtækjalausnir, ER-X er miklu meira en nóg fyrir stórt (risa stórt) heimili.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Þannig að ER-X er alveg nóg fyrir ljósleiðaratengingu og 5 tölvur.
Sá samt að með ER-L er í boði að vera með tvær Wan tengingar ef Aðal-tenginginn dettur út, get ég verið með aðra til vara. 2x Wan.
önnur ástæða fyrir því að mig langar að fara í Edgerouter þó han sé kanski hálfgerð fyrirtækjalausn er að ég er mjög hrifinn af unifi wifi diskunum og langar að læra aðeins inn á edgeinn
Er líka með Edgerouter X og hann hefur ekki slegið feilpúst. Höndlar 1Gbps þegar búið er að virkja hardware offloading á NAT. Það er mjög auðvelt að configura hann fyrir ljósið hjá GR, bara next, next, finish. En til að eiga við advanced stuff eins og að virkja hardware offloading á NAT o.þ.h þarf að keyra skipanir í gegnum SSH, a.m.k síðast þegar ég gerði þetta. Það eru þó alltaf að bætast við fídusar í grafíska GUI-ið, kannski er hægt að gera þetta allt þar núna.
Svo setti ég upp IPSec VPN server í routernum líka, sem er snilld. Það er ótrúlegt hvað þetta litla box getur gert.
Sama saga hér .. EdgeRouter X á 1Gbps ljósi GR, virkar líka fínt hjá Mílu þegar ég prófaði að færa mig tímabundið til þeirra.
Topphraði, þessi router er snilld.
þið sem hafið sett upp Edgerouter á Ljósleiðara, lentuð þið í einhverjum vandræðum með að fá þá til þess að virka ?
eftir að ég er búin að fara í gegnum wizzardinn ætti þá að vera eithvað meira sem ég þarf að gera svo hann virki ?
andribolla skrifaði:þið sem hafið sett upp Edgerouter á Ljósleiðara, lentuð þið í einhverjum vandræðum með að fá þá til þess að virka ?
eftir að ég er búin að fara í gegnum wizzardinn ætti þá að vera eithvað meira sem ég þarf að gera svo hann virki ?
kv. andri
Ef þú ert á GR ljósi þá ætti wizardinn að vera nóg, þ.e WAN+2LAN/WAN+2LAN2. Svo auðvitað að skrá MAC addressuna á honum hjá GR (eða spoofa yfir í þá sem gamli routerinn þinn var með, til að halda sömu IP tölu og losna við að skrá nýja MAC addressu).