Sumarbústaðir

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Sumarbústaðir

Póstur af netkaffi »

Hafa menn einhverjar ráðleggingar við að kaupa súmarbústaði?

Langar í stærri en pínulítinn, og ekki hráann. S.s. innréttaðann, eða fá smið til að innrétta einn

Vil nokkuð flottann ekkert eitthvað rich people lúxus for now

njordur
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 09. Feb 2009 14:05
Staða: Ótengdur

Re: Sumarbústaðir

Póstur af njordur »

Ég er sjálfur búinn að vera skoða þennan pakka síðan í fyrra, endaði á því að ég fékk mér lóð og ætla bara að dunda mér við að byggja upp sjálfur.

Tvennt sem ég varð var við í mínum skoðunum, mjög margir bústaðir eru í raun á allt of háu verði og sumir ekkert í of góðu ástandi.

Byrjaðu á því að átta þig á því hvar á landi þú vilt vera.

Ef þú ætlar að byggja kannaðu fyrst hvort einhver félaga samtök séu að bjóða uppá lóðir, því fylgir yfirleitt meiri þjónusta miðað við verð.
Dæmi um félagasamtök sem hægt er að fá lóðir hjá er Sjómannadagsráð.
Tekur nátturulega lengri tíma að byggja enn það er hægt að koma sér upp nokkuð fljótlega ef viljinn er fyrir hendi.
Nokkur fyrirtæki eru að byggja bústaði eftir pöntunum og hægt er að fá þá fokhelda eða full búna.

Ef þú ætlar að kaupa talaðu við fasteigna sölur, bæði hérna í bænum og í nágrenni við þar sem þú vilt vera, þeir eiga að geta hjálpað þér að finna eitthvað sem passar við þínar óskir. Svo er nátturulega Fasteigna vefur mbl.is ágætis staður til að flétta í gegnum.

Hvor leiðina sem þú velur, ef þú finnur eitthvað sem þér líst vel á farðu þá á svæðið og skoðaðu þig um, ef það er svæðis haldari talaðu við hann, hann getur yfirleitt sagt þér ýmislegt um svæðið, veður skilyrði, og færð ef þú vilt nota yfir vetrar tímann og margt fleirra.
Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sumarbústaðir

Póstur af jonsig »

Ég held að þetta sé dálítið þannig að ef maður erfir hann ekki þá þarf maður bara að veðja á eitthvað svæði og byrja rækta plöntur og gras, og vona að þetta verði orðið flott fyrir barnabörnin. Sumir lenda svo hrillilega í því að sumarbústaðasvæðið þeirra breytist í eitthvað mini-town alltí einu, eða þungfarinn akstursveg sem mér finnst persónulega versta útkoman.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Staða: Ótengdur

Re: Sumarbústaðir

Póstur af isr »

Ég byggði mér bústað fyrir 5 árum síða 50m2 með svefnlofti,efniskostnaðurinn var um milli 6 og 7 mill. Ég gerði allt sjálfur með smá aðstoð tengdapabba. Eini iðnaðarmaðurinn sem ég keypti var pípari í tvo daga,kunningi minn sem er smiður var skrifaður fyrir smíðinni,svili minn bar ábyrgð á rafmagni sem ég lagði og tengdi ásamt vélstjóranum á bátnum sem ég var á. Þetta hefði verið dæmi uppá 12-13 mill ef öll vinna hefði verið keypt.
Svo er þetta alltaf spurning hvort menn hafi tíma sjálfir og hvort menn séu með meiri laun en keyptur smiður,í mínu tilfelli hafði ég nógan tíma þar sem ég er sjómaður,tók mér reyndar um 2 ár að fullklára húsið.

Höfundur
netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Sumarbústaðir

Póstur af netkaffi »

ég hefði átt að taka fram að ég er nú þegar með lóð. var kannsi að spá í að kaupa einn notaðan og flytja hann.

en þessi svör eru hjálpleg samt mjög! og eflaust fyrir fleiri en mig.

mig vantar s.s. í rauninni tilbúinn bústað, en leitt að heyra að margir séu á of háu verði. kannski maður ætti að prófa bjóða lægra?
Svara