Smá uppfærsla áður en hún bráðnar alveg?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Climbatiz
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Smá uppfærsla áður en hún bráðnar alveg?

Póstur af Climbatiz »

er lengi búinn að langa að uppfæra tölvuna aðeins, vantar svona nokkra hluti í hana til að gera hana aðeins betri (planið er að láta hana runna til 2020 þegar Windows 7 support á að enda og þá druslast yfir í hvaða OS er aðal málið þá (jah Win10 á að vera það síðasta))

tölvan er eiginlega búin að vera í gangi 24/7 (fyrir utan reboot) núna í 6 ár, hef einu sinni hreinsað dustið inní kassanum á þessum tíma, CPU-ið er örugglega að bráðna úr hita inní móðurborðið hehe, en hvað með það hehe

specs í vélinni minni einsog er: Mobo > Gigabyte GA-Z68XP-UD3 | CPU > Intel Core i5-2400 | RAM > eitthvað 2x4GB DDR3 | GFX > AMD Radeon HD 6700 | SSD > Mushkin Chronos 120GB | HDD > Seagate Barracuda Green 2TB | veit ekki hvaða aflgjafi...

pælingin er er að fá sér undir eða meðal gott skjákort, stærri SSD (allavega +250GB), meira RAM (minnstalagi 16GB) og svo bráðvantar mér nýjann HDD (svona 3-4TB væri gott) (sá gamli er orðinn mjög hægur og er örugglega bráðum bara að fara eyðileggjast), auka viftur ef hægt er væri flott (ég er ekki að reyna kveikja í vélinni, i'm just lazy hehe)

ég er bara svona smá að spila tölvuleiki (aðallega heavily modded (en ekki ENB) Skyrim, Radeon kortið er bara helvíti gott í þann leik miðað við hvað það er gamalt, en held það sé löngu kominn tími á að fara í eitthvað aðeins nýrra), svo er tölvan aðallega bara notuð sem sjónvarpið og það að seeda í torrents (Seagate HDDinn er orðinn svo hægur að þrátt fyrir að vera með 1gbit internet þá kafnar harði diskurinn á sér ef hraðinn fer yfir 1MB/s)

eina málið er bara er að ég er alveg dottinn útúr hardware grúskinu og vill frekar bara borga einhverjum öðrum til að setja það sem mér vantar inní tölvuna fyrir auka pening heldur en að reyna átta mig á þessu sjálfur, ég býst við því að ef ég kaupi alla íhlutina í sömu verslun (eða nánast það) þá hljóta þeir að geta sett þetta inní fyrir mig right? ;)

anyways, langaði bara að athuga hérna hvort einhver væri með einhverjar hugmyndir (eða kannski notaða parta) um hvað væri (næstum því) best að fá, er varla ríkur þannig að ég býst við að ég muni eyða um 100þús í þessa uppfærslu
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Smá uppfærsla áður en hún bráðnar alveg?

Póstur af ColdIce »

Ef þú ert til í 100k, er þá ekki málið að óska eftir tilboði í einhvern turn hjá helstu tölvuverslunum bara?

Spyr bara eins og leikmaður :)
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

Höfundur
Climbatiz
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá uppfærsla áður en hún bráðnar alveg?

Póstur af Climbatiz »

gæti ég samt ekki fengið betra úr því að kaupa 3-4 ágæta íhluti í staðinn fyrir eitthvað uppfærslutilboð, CPU'inn (þrátt fyrir allt) er alveg í fínu róli og MOBO líka, annars jú, you have a point, meina veit ekki hvenar tölvan endar á því að bara koksa og þá væri ekki þess virði að vera með nokkra góða íhluti en ónýtt CPU og kannski Mobo, jah, ég sé til, like i said langaði bara að chekka hérna aðeins
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Smá uppfærsla áður en hún bráðnar alveg?

Póstur af Baldurmar »

Ég myndi frekar setja 100þús í nýja tölvu heldur en að reyna að lífga upp á þessa.
Eiginlega það eina sem að þú getur "uppfært" í þessari er að reyna að kaupa gamlann örgjörva t.d i5-2600K og overclocka.
Auka vinnsluminni gæti verið gott líka.

En þá situr þú samt sem áður uppi með úrelt og óuppfæranlegt platform

Hérna t.d ertu með 120k tölvu sem höndlar allt, hægt að fara í ódýrara skjákort til að lækka verðið (verð mv. kísildal):
  • Ryzen5 1400 AM4 fjórkjarna örgjörvi með SMT 23500
    ASRock A320M Pro4 µATX AM4 móðurborð 11500
    G.Skill 8GB (2x4GB) Ripjaws 4 3200MHz DDR4 12500
    2TB Toshiba DT01ACA200 SATA3 10500
    Raidmax RX-500XT 500W 6500
    275GB Crucial MX300 SATA3 SSD 15500
    Nvidia GTX1060 TwinX2 6GB frá Inno3D 39500
Það eru síðan til mun öflugri örgjörvar í AM4 platformið en það er glæ-nýtt og fleiri örgjörvar á leiðinni.
Pláss fyrir meira minni og þetta er mjög hratt DDR4 minni sem að ætti að plumma sig vel næstu árin.
Nýr aflgjafi (svona af því að þú varst ekki viss hvernig hinn var) Kanski er samt gamli bara fínn.
Mjög gott skjákort, þar er líklega best fyrir þig að spara pening ef að þú vilt lækka verðið.
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Svara