ADSL stöðugra en ljósnet?

Svara

Höfundur
brynjar132
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 06. Júl 2015 22:41
Staða: Ótengdur

ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af brynjar132 »

Hallo ég var að velta fyrir það eru sirka 3 ár síðan ég fékk ljósnet og ég er búinn að vera hringja stöðugt og hvarta því það er virkilega óstöðugt og leiðinlegt. bara við það að kveikja á utorrent það lætur netið krassa hjá mér og svo er það virkilega hægt svona yfirleitt og wifi sjaldan sem aldrei inni og þegar það er inni er það 10 sinnum hægara en 3g og dettur það oft út að síminn hjá manni er alltaf á 3g. eru þið snillingarnir með einhverja hugmyndir
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af Moldvarpan »

Ljósnet er alls ekki óstöðugt hjá mér, þvert á móti.

Spurning með línurnar hjá þér, býrðu í gömlu húsi?
Þjónustuaðilinn þinn er hver?

ojs
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 11. Mar 2017 21:49
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af ojs »

Það að wifi sé hægt þarf ekki að vera ljósnetinu að kenna, það getur verið routernum að kenna.

En svona almennt þá eru hæg ljósnet yfirleitt lélegri símasnúru að kenna, hvort sem það er innanhúss eða í koparkaplinum sem liggur inn í húsið þitt og er í eigu Mílu væntanlega. Þú tilkynnir þetta til símafélagsins, þeir skoða málið, geta t.d. sett tenginguna þína í mælingu og séð hvort að línan inn til þín sé í góðu lagi eða ekki (þ.e. hvort CRC eða HEC villur séu stöðugt að myndast, get því miður ekki útskýrt almennilega hvað þetta tvennt er, veit bara að þetta er slæmt fyrir ljósnetið). Þú getur fengið símvirkja til að koma heim til þín og tengja router við símainntakið í húsið og sjá hvort það breyti einhverju. Ef staðan er sú sama í símainntakinu þá er bilunin fyrir utan hús og það er vandamál þess sem veitir DSL merkið inn í húsið. Ef ástand tengingarinnar er í góðu lagi í inntakinu en ekki í símaklónni þar sem routerinn er þá er lögnin innanhúss orðin léleg og þarf að laga hana, það er kosnaður fyrir þig.

afrika
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Fim 09. Jan 2014 20:08
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af afrika »

Vona að þú sért ekki með gamla routerinn frá vodafone...
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af Sallarólegur »

Vodafone voru með ónýta routera í nokkur ár - fjórar gerðir af ónýtum routerum, svo passaðu að vera ekki hjá þeim.

Það þarf svo að passa að leggja nýja símalögn fyrir ljósnet - alla leið úr símainntakinu í húsinu og í router, annars verður ljósnetið hundleiðinlegt með gömlum lögnum.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
brynjar132
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 06. Júl 2015 22:41
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af brynjar132 »

ég er í gömlu húsi en það er búið að skitpa um allar snúrur í húsinum það er koparvír frá götu og inn í hús er það þá bara það sem er að skemma eða ? ég er hjá 365 og ég fékk gamlan technicolor routher frá þeim því að wifi var betra þar en a þessum nýrri routherum.

ojs
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Lau 11. Mar 2017 21:49
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af ojs »

Það er svo margt sem getur verið að. Er tölva sem er snúrutengd við router líka að lenda í hægu net? Ef ekki þá er þetta wifi vandamál og hefur ekkert með neinar snúrur að gera. Ef hinsvegar snúrutengd tölva er að lenda í vandræðum getur ýmislegt verið að og of langt mál að fara í það hérna, tilkynntu þetta til 365 og biddu þá um að láta kíkja á málið (held þeir sendi þetta til verktaka, Mílu).

Höfundur
brynjar132
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 06. Júl 2015 22:41
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af brynjar132 »

ojs skrifaði:Það er svo margt sem getur verið að. Er tölva sem er snúrutengd við router líka að lenda í hægu net? Ef ekki þá er þetta wifi vandamál og hefur ekkert með neinar snúrur að gera. Ef hinsvegar snúrutengd tölva er að lenda í vandræðum getur ýmislegt verið að og of langt mál að fara í það hérna, tilkynntu þetta til 365 og biddu þá um að láta kíkja á málið (held þeir sendi þetta til verktaka, Mílu).
já tölvann er snúru tengd og er búinn að hringja i 365 og það gerist ekkert alltaf sagt restarta routher eða hreinsa línuna og svo segja þeir við sendum þetta áfram og látum vakta línuna en ég frétti síðan ekkert meira og það breytist ekkert :/
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af Moldvarpan »

Myndi byrja á því að hætta hjá 365 og fara til Hringdu eða símans.

Skipta út þessum router fyrir nýjan.

Ef vandamálið er ennþá, þá færðu góða tækniaðstoð hjá þessum þjónustuaðilum.
Þeir geta mælt línurnar hjá þér og skoðað þetta vel. Ef vandamálið hættir ekki enn, að fá þá mann á staðinn til að mæla línurnar innanhúss hjá þér.

Höfundur
brynjar132
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 06. Júl 2015 22:41
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af brynjar132 »

okai takk fyrir :)
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af kizi86 »

Svo þetta með utorrent að drepa router, þarft að stilla forritið, hvaða útgáfu af utorrent ertu með? Þarf að stilla forritið með hversu margar tengingar forritið má gera, hversu mörgum það má tengjast í einu, hversu mörg upload slots, og lika hraðann, stilla hann á ca 80% af max hraða á tengingunni. Náttúrulega ef torrentið er að taka max hraða, þá er ekkert eftir fyrir annað
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: ADSL stöðugra en ljósnet?

Póstur af Moldvarpan »

Samt ekki.

Hef verið með nokkra misgóða routera í gegnum tíðina.

Er að nota núna einn frá símanum, ég þarf ekkert að stilla utorrent svo það overloadi ekki routerinn. Hann höndlar þetta alveg.
Með yfir 250 torrent í deilingu atm.
Svara