Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Allar tengt bílum og hjólum
Svara
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af HalistaX »

Sælir,

Er búinn að vera að basla með bílinn minn.

Það sem gerist er að hann tæmir vatnið af forðabúrinu í gegnum miðstöðina hjá mér í formi heitrar gufu, sem veldur því að ekkert vatn er eftir í búrinu og hann ofhitnar. Svo þegar ég ætla að fylla tankinn uppá nýtt, lekur vatnið BEINT í gegn þangað til hann er orðinn alveg kaldur.

Á öðru spjalli datt mönnum helst í hug að þetta væri ónýtt hedd, en eftir að hafa hringt í Bílson í dag þá sagði maðurinn mér að það væri möguleiki einnig að AC elementið/þessi "Heater Core" væri einfaldlega ónýtur og læki kælivökva. Eftir töluverðar google leitir er ég svo gott sem búinn að negla þetta niður sem ónýtann Heater Core og er nú að spá og spögilera..

Hefur einhver reynslu af svonalöguðu? Er ekki, vægast sagt, stór mál að skipta um þetta þar sem þessi kubbur leynist bakvið mælaborðið frekar en í vélar rúmi?

Get ég einhvern veginn komið í veg fyrir að þetta gerist þangað til ég fæ hann inná gólf hjá bifvélavirkja? Er nóg að hafa bara slökkt á AC'inu eða?

Getiði bennt mér á einhver hagstæð og góð verkstæði sem gætu gert þetta fljótt og örugglega, á ekkert svo mikið af pening?

Samkvæmt internetinu er þetta alveg ágætlega algengt og treysti ég því að einhver ykkar hafi lent í þessu, ef svo þá hafiði samúðarkveðjur mínar því þetta er algjört helvíti!

Öll svör eru hjálpleg og veit líklega enginn hérna minna um þetta en ég.

Takk fyrir :)
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af Moldvarpan »

Það er væntanlega ekki vatn í vatnskassanum, heldur frostlögur.

Gufa í gegnum miðstöðina, beint í andlitið á þér? Aldrei, aldrei, aldrei, heyrt annað eins.

Það hlýtur að leka hjá þér kælikerfið, og það þarf að finna út hvar það lekur.

Svo er líka grundvallaratriði að hafa upplýsingar með, tegund bíls t.d.? Dísel bensín? Gamall nýr? Hvernig hefur viðhaldið verið?

En gangi þér vel með þetta vandamál.
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af HalistaX »

Moldvarpan skrifaði:Það er væntanlega ekki vatn í vatnskassanum, heldur frostlögur.

Gufa í gegnum miðstöðina, beint í andlitið á þér? Aldrei, aldrei, aldrei, heyrt annað eins.

Það hlýtur að leka hjá þér kælikerfið, og það þarf að finna út hvar það lekur.

Svo er líka grundvallaratriði að hafa upplýsingar með, tegund bíls t.d.? Dísel bensín? Gamall nýr? Hvernig hefur viðhaldið verið?

En gangi þér vel með þetta vandamál.
Já shit, gleymdi því öllu.

Þetta er Skoda Superb Elegance 2.8L V6 2004 módel. Bensín og viðhald hefur verið top notch!

En já, það kemur svona 40-50°c heit gufa úr miðstöðinni, beint í smettið á mér og verða allir gluggar móðir um leið. Vandræðalegt þegar þetta gerist á ljósum, skal ég segja þér...

Las smá um þennann Heater Core, hann á að geta gert þetta, en ég er ekki alveg 100% á því að þetta sé hann samt og er því að leita að einhverjum sem hefur lent í öðru eins.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af Kristján Gerhard »

Moldvarpan skrifaði:Það er væntanlega ekki vatn í vatnskassanum, heldur frostlögur.

Gufa í gegnum miðstöðina, beint í andlitið á þér? Aldrei, aldrei, aldrei, heyrt annað eins.

Það hlýtur að leka hjá þér kælikerfið, og það þarf að finna út hvar það lekur.

Svo er líka grundvallaratriði að hafa upplýsingar með, tegund bíls t.d.? Dísel bensín? Gamall nýr? Hvernig hefur viðhaldið verið?

En gangi þér vel með þetta vandamál.
Hjálplegt... ](*,)

Varmaskiptirinn fyrir miðstöðina getur farið að leka. Yfirleitt veldur það pollum við fæturna öðru hvoru megin ( fer eftir staðsetningu varmaskiptis). Ég ímynda mér hinsvegar að lítið gat gæti gert þetta að verkum. Þetta ætti að vera einfalt að staðfesta þar sem að lykt af kælivatninu er frekar sérstök. Einnig kæmi það mér á óvart ef einhver hér hefur lent í svipuðu, aðalega vegna þess að Superb'inn er ekki mjög algengur bíll.

Það er voðalega mismunandi hversu mikið verk er að komast að varmaskiptinum en í flestum tilfellum þarf að rífa innréttinguna a.m.k. að hluta. Það ættu að finnast einhverjir guides um hvernig þetta er gert á einhverju spjallborðinu. Ef þú ert sæmilega handlaginn ættirðu vel að geta gert þetta sjálfur. Gæti líka prófað að heyra í varahlutaþjónustunni hjá Heklu og biðja þá um að senda þér myndir af mælaborðinu, eru yfirleitt frekar liðlegir með það.

Edit: Til að koma í veg fyrir þetta (tímabundið) skaltu prófa að stilla miðstöðin á kalt. Þá ætti að lokast fyrir kælivatn að varmaskiptinum.

einarbjorn
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af einarbjorn »

ef að hita -elementið lekur hjá þér þá lekur það inní bíl og teppið ætti að vera gegnsósa af frostlegi og besta lausninn til að finna hvort að það sé frostlögur að leka er að smakka ég er ekki að segja þér að taka sopa heldur að draga puttanum eftir gólfinu og láta snerta tunguna, frostlögur er mjög beiskur og þú finnur það strax
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af Moldvarpan »

Kristján Gerhard skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Það er væntanlega ekki vatn í vatnskassanum, heldur frostlögur.

Gufa í gegnum miðstöðina, beint í andlitið á þér? Aldrei, aldrei, aldrei, heyrt annað eins.

Það hlýtur að leka hjá þér kælikerfið, og það þarf að finna út hvar það lekur.

Svo er líka grundvallaratriði að hafa upplýsingar með, tegund bíls t.d.? Dísel bensín? Gamall nýr? Hvernig hefur viðhaldið verið?

En gangi þér vel með þetta vandamál.
Hjálplegt... ](*,)

Varmaskiptirinn fyrir miðstöðina getur farið að leka. Yfirleitt veldur það pollum við fæturna öðru hvoru megin ( fer eftir staðsetningu varmaskiptis). Ég ímynda mér hinsvegar að lítið gat gæti gert þetta að verkum. Þetta ætti að vera einfalt að staðfesta þar sem að lykt af kælivatninu er frekar sérstök. Einnig kæmi það mér á óvart ef einhver hér hefur lent í svipuðu, aðalega vegna þess að Superb'inn er ekki mjög algengur bíll.

Það er voðalega mismunandi hversu mikið verk er að komast að varmaskiptinum en í flestum tilfellum þarf að rífa innréttinguna a.m.k. að hluta. Það ættu að finnast einhverjir guides um hvernig þetta er gert á einhverju spjallborðinu. Ef þú ert sæmilega handlaginn ættirðu vel að geta gert þetta sjálfur. Gæti líka prófað að heyra í varahlutaþjónustunni hjá Heklu og biðja þá um að senda þér myndir af mælaborðinu, eru yfirleitt frekar liðlegir með það.

Edit: Til að koma í veg fyrir þetta (tímabundið) skaltu prófa að stilla miðstöðin á kalt. Þá ætti að lokast fyrir kælivatn að varmaskiptinum.
Sýnist þú hafa notið góðs af þessum spurningum mínum og fengið frekari upplýsingar.

Svo já, hjálplegt.
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af HalistaX »

Kristján Gerhard skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Það er væntanlega ekki vatn í vatnskassanum, heldur frostlögur.

Gufa í gegnum miðstöðina, beint í andlitið á þér? Aldrei, aldrei, aldrei, heyrt annað eins.

Það hlýtur að leka hjá þér kælikerfið, og það þarf að finna út hvar það lekur.

Svo er líka grundvallaratriði að hafa upplýsingar með, tegund bíls t.d.? Dísel bensín? Gamall nýr? Hvernig hefur viðhaldið verið?

En gangi þér vel með þetta vandamál.
Hjálplegt... ](*,)

Varmaskiptirinn fyrir miðstöðina getur farið að leka. Yfirleitt veldur það pollum við fæturna öðru hvoru megin ( fer eftir staðsetningu varmaskiptis). Ég ímynda mér hinsvegar að lítið gat gæti gert þetta að verkum. Þetta ætti að vera einfalt að staðfesta þar sem að lykt af kælivatninu er frekar sérstök. Einnig kæmi það mér á óvart ef einhver hér hefur lent í svipuðu, aðalega vegna þess að Superb'inn er ekki mjög algengur bíll.

Það er voðalega mismunandi hversu mikið verk er að komast að varmaskiptinum en í flestum tilfellum þarf að rífa innréttinguna a.m.k. að hluta. Það ættu að finnast einhverjir guides um hvernig þetta er gert á einhverju spjallborðinu. Ef þú ert sæmilega handlaginn ættirðu vel að geta gert þetta sjálfur. Gæti líka prófað að heyra í varahlutaþjónustunni hjá Heklu og biðja þá um að senda þér myndir af mælaborðinu, eru yfirleitt frekar liðlegir með það.

Edit: Til að koma í veg fyrir þetta (tímabundið) skaltu prófa að stilla miðstöðin á kalt. Þá ætti að lokast fyrir kælivatn að varmaskiptinum.
Jaaaaá, við Moldi go way back.. Erum í svona love/hate sambandi, einn daginn "elskumst" við, þann næsta hatar hann mig... Sad en svona eru nútíma sambönd bara.

En já, þannig að þetta er það sem mig grunaði, þessi varmaskiptir aka Heater Core.

Vil helst ekki koma nálægt Heklu eftir að þeir buðu mér hlífðarplötu undir hann á 135k á meðan ég get fengið sama plast rusl á eBay fyrir undir 5k... Það sýndi mér bara hve græðgin er löngu komin framyfir gæðin.

En ég ætti kannski að hafa samband við þá þó ég versli ekkert, það er góð hugmynd.

Ég hef ekki orðið var við pollana, bara gufuna.

Er séns á því að þetta sé varmaskiptirinn þrátt fyrir enga polla?

Þeir hjá Vöku hituðu hann einu sinni mjög vel og þá meiglak eitthvað undir honum. Þeir gátu ekki séð hvað það var og létu mig fá vatn í flösku og sendu mig heim.

Er ekki best að mæta með hann bara uppá eitthvað verkstæðið og spyrja þá face-to-face að þessu?

Er eitthvað verkstæði annað en Hekla sem þér dettur í hug að geti reddað mér? Hvernig eru Bílson að koma út? Skildist á einhberjum leigubílstjóra að þeir væru flottir, spurning bara hvort þeir séu ekki bara að sponsa hann hahahaha neeeii djók..

Í eitt skiptið gerðiat þetta án þess að það fór í gegnum miðstöðina, fór grænt vatn bara beint á götuna og var svona sætt og rammt bragð af því... ...afhverju mínir first instincts voru að smakka það, veit ég ekki, but it's paying off now!!!

einarbjorn skrifaði:ef að hita -elementið lekur hjá þér þá lekur það inní bíl og teppið ætti að vera gegnsósa af frostlegi og besta lausninn til að finna hvort að það sé frostlögur að leka er að smakka ég er ekki að segja þér að taka sopa heldur að draga puttanum eftir gólfinu og láta snerta tunguna, frostlögur er mjög beiskur og þú finnur það strax
Er hann smá sætur líka? Því þá er þetta klárt mál þetta hita element/Heating Core/varmaskiptir.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af urban »

HalistaX skrifaði:
einarbjorn skrifaði:ef að hita -elementið lekur hjá þér þá lekur það inní bíl og teppið ætti að vera gegnsósa af frostlegi og besta lausninn til að finna hvort að það sé frostlögur að leka er að smakka ég er ekki að segja þér að taka sopa heldur að draga puttanum eftir gólfinu og láta snerta tunguna, frostlögur er mjög beiskur og þú finnur það strax
Er hann smá sætur líka? Því þá er þetta klárt mál þetta hita element/Heating Core/varmaskiptir.
Já frostlögur er sætur.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af slapi »

Þetta er nú líklega hitaelementið inní bíl eða einhver þétting því tengd. Frostlögurinn ætti ekki að leka inní bíl því að miðastöðvarunitið er alveg lokað en er með affall sem nær fyrir utan bílinn sem er líklega ástæðan fyrir að þú sást poll undir bílnum.
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af audiophile »

Bílson verkstæðið sérhæfir sig í VW/Skoda/Audi og eru mjög góðir, en líka í dýrari kantinum.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Líklega ónýtur "Heater core". What do?

Póstur af HalistaX »

Kristján Gerhard skrifaði: Varmaskiptirinn fyrir miðstöðina getur farið að leka. Yfirleitt veldur það pollum við fæturna öðru hvoru megin ( fer eftir staðsetningu varmaskiptis). Ég ímynda mér hinsvegar að lítið gat gæti gert þetta að verkum. Þetta ætti að vera einfalt að staðfesta þar sem að lykt af kælivatninu er frekar sérstök. Einnig kæmi það mér á óvart ef einhver hér hefur lent í svipuðu, aðalega vegna þess að Superb'inn er ekki mjög algengur bíll.

Það er voðalega mismunandi hversu mikið verk er að komast að varmaskiptinum en í flestum tilfellum þarf að rífa innréttinguna a.m.k. að hluta. Það ættu að finnast einhverjir guides um hvernig þetta er gert á einhverju spjallborðinu. Ef þú ert sæmilega handlaginn ættirðu vel að geta gert þetta sjálfur. Gæti líka prófað að heyra í varahlutaþjónustunni hjá Heklu og biðja þá um að senda þér myndir af mælaborðinu, eru yfirleitt frekar liðlegir með það.

Edit: Til að koma í veg fyrir þetta (tímabundið) skaltu prófa að stilla miðstöðin á kalt. Þá ætti að lokast fyrir kælivatn að varmaskiptinum.
Ælta að uppfæra stöðuna á þessu fyrir áhugasama og firvitna.

Fékk bílinn í hendurnar eftir mánuði í réttingum, brunaði á Selfoss, komst að því að rafgeymirinn var handónýtur, þurfti að fá tvö vandræðaleg stört, en ég meina, hvenar eru stört ekki vandræðaleg? Brunaði í bæinn, fékk ný dekk, umganginn á 50k með umfelgun hjá Gúmmívinnuverkstæðinu, líklega verstu dekk sem ég hef ekið á, verri en þau sem voru undir... Fór svo í skoðun, turns out að líklega allt sem hægt var að vera ónýtt undir bílnum var ónýtt. Fékk endurskoðun. Oh, the humiliation. :crying

Fór með hann til Bílson, sagði þeim frá ofhitnunar vandamálinu og spáði í "Heater Core'inum". Þeir tóku hann inná gólf hjá sér. Eftir tvær til þrjár vikur fékk ég hann til baka, núna síðasta Fimmtudag meira að segja.

Þeir löguðu útleiðsluna, allt sem var að undir honum og redduðu fyrir mig "Heater Core'inu".

Turns out að þessi bölvaði Metan búnaður var partur af vandamálinu. Turns out að hann olli því að eitthvað rör tengt miðstöðinni ofhitnaði sem skemmdi útfrá sér "Heater Core'ið".

Þeir skiptu um "Heater Core" eða "hita element" eins og þeir kusu að kalla það.

Bíllinn er allt annar núna. Var með hann í lausagangi í alveg 20-30 mínútur áðan og hann ofhitaði sig ekki. Thank fuck þetta var ekki ónýtt hedd.

Veit samt ekki hví ég þakka guði fyrir að þetta hafi ekki verið ónýtt hedd, að gera við það hefði líklega kostað það sama þar sem það þurfti að rífa allt sem hét mælaborð úr bílnum og fóru margir 12 þúsundkallar í það...

Reikningurinn var samtals yfir 600 þúsundkallinn. Meiri hlutinn af því var vinnutíminn. Sem er 12 þúsundkall ef mér skilst rétt.

Þrátt fyrir ballbreaking reikning, þá er ég mjög sáttur með vinnuna. Þetta eru fagmenn þarna hjá Bílson! Ekkert annað en fagmenn!

Vil ég bara mæla með því fyrirtæki ef menn þurfa að koma bílnum inná gólf einhvers staðar, ef þeir þekkja engann laghenntann til þess að redda þessu fyrir sig, þar að segja. Og ég þekkti engann sem nennti að rífa heilt fokking mælaborð úr bíl svo ég þurfti að fara á verkstæði.

10/10, will do come again!
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Svara