Skipta yfir í Ryzen?

Svara

Höfundur
agnarkb
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Staða: Ótengdur

Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af agnarkb »

Æi.....mig langar í nýjan örgjörva. Er að skreppa út í næsta mánuði og er pínu heitur fyrir því að kaupa mér nýjan úti. Get ekki séð mig fara aftur í Intel eins og er miðað við ruglið í kringum X299 örrana og hversu lítið performance boost er á milli síðustu kynslóða hjá þeim. Þá er eftir Ryzen og þeir eru að lækka í verði út af Threadripper en hvernig er það? Eru þeir farnir að verða stable og farnir að taka fram úr Kaby Lake í leikjum? Það er bara svo geggjað verð á þeim að það er erfitt að fara í eitthvað annað
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af Emarki »

Ryzen er mjög freistandi, talandi um að næsta "optimization" og ryzen+ gæti hugsanlega verið "drop in" upgrade

Annars er 6600k ekkert til að kvarta undan fyrir leikjaspilun, gætir upgradað í 7700K ef móðurborðið myndi styðja það ef þig vantar fleiri þræði.

Enn ef leikir eru minna mikilvægir og vinnsla er möst, þá er Ryzen freistandi

Ryzen er bara að skána þegar tíminn líður, enn nær því miður ekki nægjanlega háum klukkuhraða til að skáka kaby lake, ætli hann sé ekki svipaður og broadwell í "klukku fyrir klukku".

Persónulega fyrir mig er ég sáttur með 4790k og bara bíð og fylgjist með, ég sé ekki ástæðu til að stökkva eitthvað, eins og þetta x299 frá intel, þvílíkt kjaftæði, þetta er eitt mesta kjaftæði sem hefur komið fram í tölvuheiminum í langan tíma.

Ég ætla alveg að skippa þetta, því þetta getur ekki annað enn feilað.

Höfundur
agnarkb
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af agnarkb »

Ég er enginn svaka gamer og jú jú, 6600K er alveg að standa sig EN ég er farinn að taka eftir miklum sveiflum í performance í leikjum sem er þungir á CPU eins og til dæmis GTA og Civ 6. R7 1700x er til dæmis á geggjuðu verði miðað við specca versus 7700k
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M

snakkop
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Mán 07. Júl 2014 20:50
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af snakkop »

Enn x99 ?

Höfundur
agnarkb
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af agnarkb »

snakkop skrifaði:Enn x99 ?
Það er líka möguleiki en er bara ekki með sama price to performance.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af Minuz1 »

Ég fer klárlega yfir í AMD ef þeir eru nánast samkeppnishæfir.
Munar ekkert um að borga 1-2k auka ef það tryggir að markaðurinn verði skárri
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af Emarki »

Ég held að þeir uppfylli "nánast samkeppnishæfir" strax í dag.

Annars á X399 og threadripper eftir að vera mjög svo mikil lukka fyrir alla notendur, þar sem þetta mun breyta öllum markaðnum og færa verðinn niður.

AMD tilkynnti í dag allt Ryzen 9 line up, klukkuhraða og so forth, það hefur Intel ekki gert enda vita menn að Intel eru í vandræðum með klukkuhraðan þegar þú bætir við kjörnum. Ryzen virðist hinsvegar sýna að þetta er ekki fyrirstaða fyrir þeim með klukkuhraðan.

Nákvæmlega þetta, trúi ég að eigi eftir að gefa AMD " the upper hand " og það eigi eftir að vera ljóst fyrir lok þessa árs.

Kv Einar.

Zorion
Græningi
Póstar: 30
Skráði sig: Sun 20. Apr 2008 11:44
Staða: Ótengdur

Re: Skipta yfir í Ryzen?

Póstur af Zorion »

Emarki skrifaði:Ég held að þeir uppfylli "nánast samkeppnishæfir" strax í dag.

Annars á X399 og threadripper eftir að vera mjög svo mikil lukka fyrir alla notendur, þar sem þetta mun breyta öllum markaðnum og færa verðinn niður.

AMD tilkynnti í dag allt Ryzen 9 line up, klukkuhraða og so forth, það hefur Intel ekki gert enda vita menn að Intel eru í vandræðum með klukkuhraðan þegar þú bætir við kjörnum. Ryzen virðist hinsvegar sýna að þetta er ekki fyrirstaða fyrir þeim með klukkuhraðan.

Nákvæmlega þetta, trúi ég að eigi eftir að gefa AMD " the upper hand " og það eigi eftir að vera ljóst fyrir lok þessa árs.

Kv Einar.
Ertu nokkuð með frekari upplýsingar / link um þetta að þeir hafi tilkynnt allt Ryzen 9 line up-ið í gær 7. júní ?
Svara