Sæl
Langar að forvitnast hvort einhver hérna viti eitthvað um útskiptanleg rafhlöðustæði/haldara sem væri hægt að kaupa til að skipta út ónýtum haldara.
Er með höfuðljós sem ég myndi gjarna vilja hafa í notkun nema rafhlöðuhaldarinn, sem er aftan á og er tengdur í ljósið með snúru, er hættur að gefa nokkurn straum út.
Ég gúglaði eitthvað og sá að það er hægt að kaupa opin box sem samtengja rafhlöðurnar nema þau virðast bara vera opin eða með loki sem lokast með skrúfu og vírarnir eru ekkert sérstaklega spennandi. Allavega ef einhver er að lesa þetta og veit nákvæmlega hvað það er sem mig vantar þá er þetta þráðurinn fyrir þig.
Annað, ljósið kemur með haldara sem tekur 3 AA rafhlöður. Er einhver ástæða til að ætla að 4 rafhlöður væru vondar fyrir ljósið?
Ef það hjálpar, þá er þetta umrætt ljós
https://www.districtcamera.com/product. ... 3994000744
Og þetta er t.d. rafhlöðuhaldari sem ég er að tala um, ef einhver hefur ekki hugmynd um hvað ég á við.
http://goo.gl/Bd2CjT
Að skipta um rafhlöðustæði/haldara AA/AAA
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Staða: Ótengdur
-
- spjallið.is
- Póstar: 472
- Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
- Staðsetning: Hef ekki glóru!
- Staða: Ótengdur
Re: Að skipta um rafhlöðustæði/haldara AA/AAA
Varðandi þrjár vs. fjórar AA rafhlöður þá er aðal spurningin hvort þær séu raðtengdar eða hliðtengdar, ef þær eru raðtengdar þá hækkar spennan (Voltin) við hverja rafhlöðu sem þú bætir við á meðan hliðtenging eykur bara geymslurýmið. Ég reikna með að þau séu raðtengd þar sem fáar díóður virka vel á 1.5V ef ég man rétt. Batteríhaldarinn sem þú linkar á er einmitt raðtengdur miðað við myndirnar og ætti því að virka en það að fjölga upp í fjögur batterí getur valdið því að þú sért að setja of háa spennu inn á stýrirásina fyrir ljósið og gæti því hugsanlega skemmt eitthvað (þarf samt ekkert að vera, bara spurning hvernig þetta er hannað), erfitt að segja án þess að vita meira.
Annars eru Íhlutir með eitthvað úrval af batteríhöldurum, minnir samt að það hafi mest verið stakir haldarar eða eitthvað sem maður þarf að tengja saman sjálfur. Man ekki eftir að hafa séð neinn lokaðann þegar ég var að leita.
Mjög sniðugt að fiksa eitthvað svona sjálfur, verslaði ljós af Ali-express um daginn sem ég reiknaði með að væri með rusl batterípakka en vissi að var li-ion pakki því spennan á hleðslutækinu var gefin upp, þannig að ég keypti almennileg li-ion batterí annarstaðar líka og bjó mér til pakka sem endist margfallt lengur ásamt því að ég get stækkað hann þegar ég vill/þarf. Er líka búinn að skipta út rafmagnstenginu þar sem kínaplastið brotnaði fljótt.
Annars eru Íhlutir með eitthvað úrval af batteríhöldurum, minnir samt að það hafi mest verið stakir haldarar eða eitthvað sem maður þarf að tengja saman sjálfur. Man ekki eftir að hafa séð neinn lokaðann þegar ég var að leita.
Mjög sniðugt að fiksa eitthvað svona sjálfur, verslaði ljós af Ali-express um daginn sem ég reiknaði með að væri með rusl batterípakka en vissi að var li-ion pakki því spennan á hleðslutækinu var gefin upp, þannig að ég keypti almennileg li-ion batterí annarstaðar líka og bjó mér til pakka sem endist margfallt lengur ásamt því að ég get stækkað hann þegar ég vill/þarf. Er líka búinn að skipta út rafmagnstenginu þar sem kínaplastið brotnaði fljótt.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb