Já ég er að loksins að farað skella mér á tölvu næstu mánaðarmót og búinn að velja mér allt draslið
P4 2,4 800
P4c800 deluxe
2x512 ddr 400
serial ata 120 gb disk
ATI RADEON 9700 PR0
19 tommu skjá
En ég veit ekkert hvernig kassa ég á að velja mér. Svo hér kemur spurningin, hvernig kassa og power supply á ég að fá mér.
Mér er sama um útlit, ég vil bara hafa hana MJÖG hljóðláta og ég er til í að eyða undir 30.000kr í kassa og supply (því minna því betra).
Getið þið hin nördin hjálpað mér með þetta???
Tvö tips:
1) Það er ekkert til sem heitir hljóðlátur kassi, ef þú kaupir hljóðeingraðann kassa þá þýðir það meiri hiti sem kallar á enn meiri snúningshraða á viftum sem þýðir bara enn meiri hávaði. Trikkið við að fá hljóðláta tölvu er að þagga niðri í þessum hlutum sem eru í henni, t.d. keyptu hljóðlátt powersupply, fáðu þér VGA heatsink á skjákortið, settu chipset heatsink á chipset-viftuna (ef þú ert með svoleiðis) og fáðu þér t.d. Zalman örgjörvaviftu, og enn betra væri ef þú getur reddað hljóðeinangrun fyrir hörðu diskana því þeir eru háværastir af öllu þessu drasli. Hávaði er semsagt næstum því alveg óháður kassanum, finndu bara flottann og ódýrann kassa sem gefur þér gott rými til að athafna þig, t.d. Dragon =)
2) Gerðu smá heimavinnu varðandi DDR400, ég hef rekist á nokkrum stöðum að DDR400 er ekki að virka í DualDDR mode, finndu einhverjar upplýsingar til að segja að ég hafi rangt fyrir mér í því =)
Er með DDR400 í dual mode, virkar flott!!
Málið er að kaupa minni sem er á listanum á http://www.asus.com/index.htm - undir móbóinu, sum minni hreynlega þola ekki dual mode.
Ég er með DDR400 samsung úr boðeind (kostar ca. 10þús 512mb) það er að meika það!