Start.is hættir?

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Geronto
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 15. Júl 2015 14:23
Staða: Ótengdur

Start.is hættir?

Póstur af Geronto »

Sælir vaktarar,

Nú er þetta orðiði eitthvað skrítið, síðan þeirra er búinn að vera í uppfærslu í allavega mánuð og engin sem hefur svarað í símann eða email í dágóðan tíma líka.

Ef einhver hefur fundið start.is má endilega láta mig vita :svekktur
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Geronto skrifaði:Sælir vaktarar,

Nú er þetta orðiði eitthvað skrítið, síðan þeirra er búinn að vera í uppfærslu í allavega mánuð og engin sem hefur svarað í símann eða email í dágóðan tíma líka.

Ef einhver hefur fundið start.is má endilega láta mig vita :svekktur
Mér skildist á einhverjum pósti sem var hérna um daginn að þeir væru farnir á hausinn.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af GuðjónR »

Lokað í dag, stendur á hurðinni. Er reyndar búið að standa í nokkrar vikur.
Facebook síður start.is og dreamware.is eru farnar og því líklegt að fyrirtækið sé hætt.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af jonsig »

Maður er ekki alveg viss um hvort vaktin góða hafi endilega verið til alls góð. Minnir í den að það hafi verið svakalegir séníar að vinna í þessum tölvubúðum, en núna oftar en ekki einhverjir freðnir unglingar sem vita nánast ekkert.
Maður fær það sem maður borgar fyrir.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af appel »

jonsig skrifaði:Maður er ekki alveg viss um hvort vaktin góða hafi endilega verið til alls góð. Minnir í den að það hafi verið svakalegir séníar að vinna í þessum tölvubúðum, en núna oftar en ekki einhverjir freðnir unglingar sem vita nánast ekkert.
Maður fær það sem maður borgar fyrir.
Ég myndi segja að menn séu að panta mun meira yfir internetið en áður.

Svo eru PC tölvur bara á undanhaldi, menn endurnýja mun sjaldnar, og flest heimili landsins ekki lengur með þetta á heimilinu.

Ef þú vilt finna "sökudólg" þá efast ég um að vaktin spili stórt hlutverk þar.
*-*
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af kiddi »

Ég held það sé alveg hægt að fullyrða að margar búðirnar hefðu annaðhvort aldrei orðið til eða náð flugi á sínum tíma ef ekki hefði verið fyrir vaktin.is :) Þetta var ókeypis auglýsing og gerði allar búðirnar verulega sýnilegar og gaf litlu búðunum tækifæri á að koma höggi á þær stærri. Við Guðjón höfum það staðfest frá sumum stofnendunum að þetta hafi komið sér vel þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki alltaf verið grænn, heldur var það einmitt sýnileikinn sem skilaði alltaf sínu. Hvað sem öllu líður er glatað að missa búð úr lestinni, ég öfunda ekki verslunareigendur í dag þar sem þeir þurfa að keppa við erlenda netverslun á sama tíma og lagerinn þeirra úreldist mjög hratt og samkeppnin gríðarlega hörð. Það er ekkert grín að eiga alltaf allt til á lager og á samkeppnishæfu verði nema með því að panta í stórkostlegu magni. M.ö.o. er nær vonlaust að ætla að halda úti verslun þegar aðilar eins og Tölvulistinn og Tölvutek geta spilað út "ódýrari" búðum þeim til höfuðs, eina sérstaðan sem lítil verslun getur boðið upp á er þjónusta, og það getur reynst erfitt þegar álagningin er svo lítil að það borgar sig varla að standa í þessu.
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af Kristján »

hvað af þessum litlu búðum er eftir í séreign, semsagt ekki framlenging af stærri búðum.

Tölvulistinn á @tt er það ekki
Tölvutek á ódýrið

hvernig er þetta með restina eru þær allar í séreign?
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af Moldvarpan »

Kristján skrifaði:hvað af þessum litlu búðum er eftir í séreign, semsagt ekki framlenging af stærri búðum.

Tölvulistinn á @tt er það ekki
Tölvutek á ódýrið

hvernig er þetta með restina eru þær allar í séreign?
Kísildalur og Tölvutækni?
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Start.is hættir?

Póstur af Kristján »

Moldvarpan skrifaði:
Kristján skrifaði:hvað af þessum litlu búðum er eftir í séreign, semsagt ekki framlenging af stærri búðum.

Tölvulistinn á @tt er það ekki
Tölvutek á ódýrið

hvernig er þetta með restina eru þær allar í séreign?
Kísildalur og Tölvutækni?
Computer.is ekki í séreign?
Svara