Leigja VR ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Leigja VR ?

Póstur af oskar9 »

Sælir Vaktarar, nú langar mig aðeins að forvitnast hvort einhverjir hér inná eru í einhverjum hugleiðingum með að leiga VR gearið sitt (Vive eða Oculus)
ég er búinn að stunda Sim racing í nokkurn tíma núna (iRacing, Assetto Corsa, Project Cars) Og mig langar virkilega að prófa þetta með VR búnaði.
Flestir eru sammála að kostirnir vegi þyngra en gallarnir en mig langar að fá smá prófun á þetta áður en maður stekkur í 100+ þús fjárfestingu ef þetta er síðan ekki að virka fyrir mann eða þetta er kannski ekki alveg það sem maður bjóst við.
Þar sem þetta er notað sitjandi og án allra fjarstýringa þá duga mér bara gleraugun + trackerinn.

Ég er alveg til í að semja um sangjarnt verð fyrir helgarleigu og jafnvel tryggingu ef aðilinn vill slíkt.

Takk fyrir
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Leigja VR ?

Póstur af appel »

Þú leigir ekki út svona nema það sé í 2 vikur í minnsta. Það er smá effort í að setja upp. Ég eyddi heilu kvöldi í að setja upp mitt htc vive, eftir 2-3 daga var ég bara rétt byrjaður að stíga baby-steps. Maður nennir varla að pakka þessu niður fyrir einhverja helgarleigu.
*-*
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Leigja VR ?

Póstur af upg8 »

Það verður miklu auðveldara með inside out tracking líkt og kemur með Windows Holographic gleraugum.... ekkert vesen með myndavélar eða skynjara!

Acer voru að gefa út dev kit fyrir $400 MEÐ 3D fjarstýringum. HP og fleiri framleiðendur eru líka að fara að gefa út tæki með inside out tracking og stuðningur við þetta er nú innbyggður í Windows

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Svara