ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Hér getur þú óskað eftir tölvum og tölvutengdum búnaði.
Svara

Höfundur
raggos
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Staða: Ótengdur

ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Póstur af raggos »

Það var einn diskur að gefa upp öndina hjá mér og á honum er efni sem ég væri til í að geta komist í þó ég gráti ekki neitt af því.
Ef einhver á Seagate st2000dm001 sem er ekki að gera neitt þá væri ég mikið til í að komast í PCB plötuna af honum

Lesson learned fyrir aðra. Ef diskur af þessari gerð fer allt í einu að sýna 100% notkun í stutta stund án þess að neitt sé að gerast á honum þá er það impending death
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Póstur af dori »

Ekkert víst að það muni virka. Og alveg pottþétt ekki bara plug and play. Má samt alveg reyna ef þér finnst þetta ekki hrikalega mikilvæg gögn.

https://superuser.com/questions/345139/ ... nt-working

taeknihlidin
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 12. Nóv 2017 17:22
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Póstur af taeknihlidin »

Sæll, Ég rakst á þetta fyrir tilviljun þegar ég var að leita að samskonar diski til að framkvæma gagnabjarganir.
Það er ekki lengur hægt að setja stýrispjald af alveg eins diski eftir að diskar urðu SATA. En það getur gengið ef einn af kubbunum af gamla stýrispjaldinu er lóðað að og sett á hitt stýrispjaldið.
Þetta var hægt með IDE (PATA) en því miður ekki lengur.
Ég get gert þetta fyrir þig ef hægt er að finna nákvæmilega sama stýrispjaldið (ef öll númer (nema S/N) eru eins og framleitt í sama landi).
Bestur kveðjur,
Sigvarður Ari
Tæknihliðin
s: 691 1520
Skjámynd

Olafurhrafn
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Mið 13. Nóv 2013 21:55
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Póstur af Olafurhrafn »

taeknihlidin skrifaði:Sæll, Ég rakst á þetta fyrir tilviljun þegar ég var að leita að samskonar diski til að framkvæma gagnabjarganir.
Það er ekki lengur hægt að setja stýrispjald af alveg eins diski eftir að diskar urðu SATA. En það getur gengið ef einn af kubbunum af gamla stýrispjaldinu er lóðað að og sett á hitt stýrispjaldið.
Þetta var hægt með IDE (PATA) en því miður ekki lengur.
Ég get gert þetta fyrir þig ef hægt er að finna nákvæmilega sama stýrispjaldið (ef öll númer (nema S/N) eru eins og framleitt í sama landi).
Bestur kveðjur,
Sigvarður Ari
Tæknihliðin
s: 691 1520
Þetta er bara víst ennþá hægt og hef séð það vera gert áður með árangri.
GA-Z87X-UD5H| i7 4770k | 2x8GB Mushkin Blackline 1600MHz | Fractal Design Define R5 Hvítur
Gigabyte GTX980 Ti Waterforce | 2x128GB Plextor M5Pro RAID 0 | Super Flower Leadex Gold 750W
Myndir hér: http://imgur.com/a/PorGs / http://i.imgur.com/436XgIN.png
Skjámynd

Olafurhrafn
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Mið 13. Nóv 2013 21:55
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Póstur af Olafurhrafn »

Sjá eftirfarandi myndband.
https://youtu.be/Yn2eL4o-6Eo
GA-Z87X-UD5H| i7 4770k | 2x8GB Mushkin Blackline 1600MHz | Fractal Design Define R5 Hvítur
Gigabyte GTX980 Ti Waterforce | 2x128GB Plextor M5Pro RAID 0 | Super Flower Leadex Gold 750W
Myndir hér: http://imgur.com/a/PorGs / http://i.imgur.com/436XgIN.png

Höfundur
raggos
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Staða: Ótengdur

Re: ÓE: Seagate 2TB ST2000DM001

Póstur af raggos »

Takk fyrir þetta Ólafur.
Ég pantaði nýtt stýrispjald og prófaði þetta en því miður liggur dýpra á þessu hjá mér. Líklega er diskurinn með ónýtan mótor eða álíka.
Þeir aðilar sem taka að sér viðgerðir á slíku rukka formúgu sem ég tími ekki fyrir ekki verðmætari gögn.

En ef einhver þekkir til einhverra sem eiga tækjabúnað í platterskipti þá væri ég til í að heyra af því þar sem ég reddaði donor-diski í transplant aðgerð :)
Svara