Ég myndi skjóta á að forgangsröðun á specs fyrir eftirfarandi forrit séu sirka svona:
Lightroom:
1) Klukkuhraði, sem allra flest megahertz. i7 4 kjarnar er ákjósanlegast en það er ekkert að græða með fleiri kjörnum.
2) SSD hýsing fyrir Catalog, myndirnar mega vera á spinning disk en geðveikt ef þær mega vera á SSD líka.
3) Vinnsluminni
4) Skjákort
Photoshop:
1) Vinnsluminni
2) Klukkuhraði
3) Skjákort
4) SSD hýsing
Annars eru Adobe forrit að mínu mati flest orðin frekar fötluð í dag upp á að nýta vélbúnað, t.d. er ekki áþreifanlegur munur á milli tveggja vinnustöðva hjá mér þar sem önnur vélin er með 4790K/32GB RAM/1080GTX og hin vélin með 6800K/64GB/1070GTX. Ég hef prófað að benchmarka t.d. skjákort alveg á milli 690GTX, 780GTX, 970GTX, 980GTX, 1070GTX og 1080GTX og þau eru öll innan við fimm prósent frá hvert öðru í encoding hraða. 4790K 4ghz 4-core vélin er hraðvirkari í nær öllum forritum heldur en 6-core 3.4ghz 6800K örgjörvinn, einfaldlega vegna þess að fyrstu 2-3 kjarnarnir eru þeir einu sem telja og ef 4-core vélin er hærra klukkuð en 6-core vélin, þá mun 4-core vélin vinna, hraðamunurinn er samt varla eftirtektarverður.
PugetSystems er mögnuð síða þar sem er hægt að finna mjög ítarlegar árangursprófarnir á hinum og þessum forritum tengd öllum sviðum myndvinnslu, frá Adobe yfir í 3D yfir í CAD með SolidWorks. Hér er t.d. Lightroom benchmark þar sem þeir bera saman i5 vs i7 4/6/8/10 kjarna. Það er athyglisvert að allar vélarnar eru frekar nálægt hvorri annarri, þar sem mestur munur er, erum við að tala um kannski 5 faldan verðmun fyrir helmingshraðaaukningu, sem er samt bara nokkrar sekúndur.
https://www.pugetsystems.com/labs/artic ... mance-880/
