Ætla að skipta út 6 ára gömlu Logitech G110 ( sem ég var sáttur með s.l ár )
Langar að prufa mekanískt borð, og langar að heyra frá ykkur hvaða, og hversvegna ?
Ég nota þetta fyrir allt saman. Leiki og almennt bras

Einhverra hluta vegna hallast ég alltaf að Corsair Strafe, veit þó ekkert afhverju.
auka forritanlegir takkar skipta mig engu þar sem ég hef aldrei notað slíkt, en mér finnst nice að hafa volume control á borðinu ( ekki nauðsyn þó )
Svo er líka spurning um að hafa það ekki of hávært, skilst að þessi borð séu mjög mis hávær.
Annað: Ég er langt frá því að ætla að spandera 30-40k í þetta samt.
Líklegt er að ég panti þetta að utan.