Var að velta fyrir mér hvort þið gætuð hugsanlega hjálpað mér að átta mig á fyrirkomulaginu hjá helstu netveitum og gagnaveitunni er varðar að fá fasta ip tölu.
Er lítið mál að fá fasta ip tölu hjá gagnaveitunni (Ljósleiðarinn) fyrir fyrirtæki og einstaklinga ? hvað með einstaklinga og fyrirtæki sem eru að nota ADSL/Vdsl ?
Sjálfur er ég með fasta ip tölu hjá Gagnaveitunni (sem einstaklingur) en mér langaði að fá þessu helst svarað í öllum tilfellum þar sem ég á það til að notast við ákveðnar Mail Relay þjónustur sem bjóða uppá að senda tölvupósta t.d prentarar, fileserver-ar, vöktunarkerfi etc....
Finnst einfaldlega of mikið vesen að pæla í SMTP authentication hlutanum þegar maður sendir pósta t.d í gegnum smtp-relay.gmail.com og hleypi frekar Ip tölum í gegn. Getur verið misjafnt hvaða port t.d netveita leyfir að senda frá og þess háttar.
Edit: Set þessa mynd af SMTP Relay Settings sem er í boði í Google g suite: