Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
En hefur kröfuhafarnir byrjað að flytja peningunum úr landi? Ef þau sjá hag í að bíða eftir frekari gengisstyrking þá mun þau gera það.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2569
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
bigggan skrifaði:En hefur kröfuhafarnir byrjað að flytja peningunum úr landi? Ef þau sjá hag í að bíða eftir frekari gengisstyrking þá mun þau gera það.
Á meðan ávöxtun á eigið fé er svona gífurleg sjá þeir engan hag í að flytja það erlendis og fá lægri ávöxtun. Eins og staðan er í dag eru þeir að sjá hellings ávöxtun sem engin getur raunverulega séð endann fyrir. Þeir eiga hluti í tryggingafyrirtækjum, bönkum, ferðaþjónustu, framleiðslufyrirtækjum, etc..
Það er langt þangað til þeir sjá hag í að flytja farminn í burt, og það verður í landi í uppsveiflu, aukna,,verðbólgu" og með háa innvexti. Eins og staðan er í dag eru það sárafá lönd.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
hagur skrifaði:Ekki gleyma því að í janúar 1997 var launavísitalan 148,8 stig en núna í janúar árið 2017 er hún 592,4 stig. Eftir 30 ár verður launavísitalan eflaust líka búin að marfaldast enn frekar.rapport skrifaði:
Ég veit um fólk sem er með íbúlán frá 1997, eftirstöðvar nafnverðs eru 650þ. en lánið stendur í 3,7 milljónum og það þarf að greiða 40þ. á mánuði í afborganir. Þegar lánið var tekið þá var afbogunin pr. milljón um 5500kr.
Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta verður eftir 30 ár héðan í frá.
Það þýðir ekki bara að horfa á krónutölur í þessu sambandi. Í krónum talið hafa laun hækkað gríðarlega líka.
Ég skil þetta alltsaman, en þetta gerist ekki jöfnum höndum, verðlag fer til helvítis 365 daga ársins en launahækkanir gerast árlega.
Að vísa í vísitölurnar sýnir bara að það er endalaust verið að hræra í sömu drullunni og ekki verið að laga neitt ástand, því við þurfum stöðugleika umfram allt annað.
Fasteiganverð hefur næstum 7-9 faldast síðan 1997 og er ekkií neinu samræmi við laun eða verðlag, það er mæling sem þú gleymir líka.
Íbúðin sem þetta lán var tekið út á 1997 kostaði 5,3 milljónir og var um 85fm á Njálsgötu 92, fasteignamatið er komið í 29,3 og eignir á Njálsgötu eru að seljast á c.a. 120% af fasteignamati 2017.
Ég man að ásett var 5,7 og svo var prúttað.
timarit.is - reyndi að finna hana í gömlum fasteignablöðum en nennti ekki meira, man ekki hvenær við keyptum, en við fluttum inn um sumarið í lok maí.
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
@Rapport.
Það spilar líka inn í að eftirspurn eftir íbúðum í dag er sú mesta í sögu landsins. Allar íbúðir sem eru í byggingu og verða tilbúnar næstu 6.ár duga ekki einu sinni til að svara eftirspurn.
Og á sama tíma sér maður fólk kvarta yfir því að "kranavísitalan" í borginni sé alltof há og það sé verið að byggja alltof mikið.
Það spilar líka inn í að eftirspurn eftir íbúðum í dag er sú mesta í sögu landsins. Allar íbúðir sem eru í byggingu og verða tilbúnar næstu 6.ár duga ekki einu sinni til að svara eftirspurn.
Og á sama tíma sér maður fólk kvarta yfir því að "kranavísitalan" í borginni sé alltof há og það sé verið að byggja alltof mikið.

massabon.is
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Ég ætla rétt að vona að það sé verið að skuldbreyta þessu, alveg óþarfi að halda þessu áfram, það eru miklu hagstæðari lán í dag til þess að borga niður þetta lán.rapport skrifaði:Ég veit um fólk sem er með íbúlán frá 1997, eftirstöðvar nafnverðs eru 650þ. en lánið stendur í 3,7 milljónum og það þarf að greiða 40þ. á mánuði í afborganir. Þegar lánið var tekið þá var afbogunin pr. milljón um 5500kr.
Þannig að ef engin verðbólga hefði verið, þá væri þau að greiða um 3200 á mánuði en vegna verðbólgu, vaxta ofaná verðtrygginguna og vaxtavaxta þá þurfa þau að greið aum 11þ. pr. milljón og skulda enn 3,7 milljónir af láni sem var í upphafi upp á 4,5.
Nú eru íbúðalán miklu hærri, 10 sinnum hærri.
Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta verður eftir 30 ár héðan í frá.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Eru þessir kranar að byggja það húsnæði sem sárasti skorturinn er á?vesley skrifaði:@Rapport.
Það spilar líka inn í að eftirspurn eftir íbúðum í dag er sú mesta í sögu landsins. Allar íbúðir sem eru í byggingu og verða tilbúnar næstu 6.ár duga ekki einu sinni til að svara eftirspurn.
Og á sama tíma sér maður fólk kvarta yfir því að "kranavísitalan" í borginni sé alltof há og það sé verið að byggja alltof mikið.
Eru þeir að byggja ódýrar 1. íbúðir fyrir ungt fólk?
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
https://www.lsr.is/lan/lanareiknivel/urban skrifaði:Ég ætla rétt að vona að það sé verið að skuldbreyta þessu, alveg óþarfi að halda þessu áfram, það eru miklu hagstæðari lán í dag til þess að borga niður þetta lán.rapport skrifaði:Ég veit um fólk sem er með íbúlán frá 1997, eftirstöðvar nafnverðs eru 650þ. en lánið stendur í 3,7 milljónum og það þarf að greiða 40þ. á mánuði í afborganir. Þegar lánið var tekið þá var afbogunin pr. milljón um 5500kr.
Þannig að ef engin verðbólga hefði verið, þá væri þau að greiða um 3200 á mánuði en vegna verðbólgu, vaxta ofaná verðtrygginguna og vaxtavaxta þá þurfa þau að greið aum 11þ. pr. milljón og skulda enn 3,7 milljónir af láni sem var í upphafi upp á 4,5.
Nú eru íbúðalán miklu hærri, 10 sinnum hærri.
Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta verður eftir 30 ár héðan í frá.
Það er hægt að ná þessu niður í 37þ. á mánuði og færu hækkandi en eins og það er hjá þeim í dag, þá eru það 40þ. og færi lækkandi ef verðbólga helst undir meðaltali seinustu 30 ára.
En já, þá ertu með lægri vaxtaprósentu "nafnvexti" á láninu, en værir ekki að greiða það niður jafn hratt = meiri áhætta í sjálfu sér.
Ef þetta væru mín lán þá mundi ég alls ekki endurfjármagna.
Yfirtók sjálfur lán frá 1990 og 1991 þegar ég keypti mína fyrstu eign, fólk hnussaði yfir vöxtunum en fattar ekki að algjörlega óháð lánstíma, þá borgar sig alltaf að losna undan sem flestum greiðslum = því eldra lán því betra.

Þessi mynd sýnir hverig afborgarnir skiptast í "vaxtagreiðslu" og "niðurgreiðsla af höfuðstól" en án allrar verðbólgu.
Hvort viltu eiga skulda 3,7 milljónir í 10 ár á nýju láni og byrja kúrvuna upp á nýtt þar sem allt fer í vexti eða skulda 3,7 milljónir og hver afborgun er skv. seinustu tveim súlunum?
Sérstaklega þegar þú býrð á landi þar sem er verðtrygging.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
vesley skrifaði:@Rapport.
Það spilar líka inn í að eftirspurn eftir íbúðum í dag er sú mesta í sögu landsins. Allar íbúðir sem eru í byggingu og verða tilbúnar næstu 6.ár duga ekki einu sinni til að svara eftirspurn.
Og á sama tíma sér maður fólk kvarta yfir því að "kranavísitalan" í borginni sé alltof há og það sé verið að byggja alltof mikið.
Það er svona, ég a.m.k. las í markaðinn að það væri kominn tími til að hætta hjá LSH og fara vinna hjá Húsasmiðjunni. Nú fær maður að láta ljós sitt skína á öðrum vettvangi.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Forvitninn drepur mig. Ertu að fara í it tengt líka hjá huso?rapport skrifaði:vesley skrifaði:@Rapport.
Það spilar líka inn í að eftirspurn eftir íbúðum í dag er sú mesta í sögu landsins. Allar íbúðir sem eru í byggingu og verða tilbúnar næstu 6.ár duga ekki einu sinni til að svara eftirspurn.
Og á sama tíma sér maður fólk kvarta yfir því að "kranavísitalan" í borginni sé alltof há og það sé verið að byggja alltof mikið.
Það er svona, ég a.m.k. las í markaðinn að það væri kominn tími til að hætta hjá LSH og fara vinna hjá Húsasmiðjunni. Nú fær maður að láta ljós sitt skína á öðrum vettvangi.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Neibbs, birgðastjórnun.depill skrifaði:Forvitninn drepur mig. Ertu að fara í it tengt líka hjá huso?rapport skrifaði:vesley skrifaði:@Rapport.
Það spilar líka inn í að eftirspurn eftir íbúðum í dag er sú mesta í sögu landsins. Allar íbúðir sem eru í byggingu og verða tilbúnar næstu 6.ár duga ekki einu sinni til að svara eftirspurn.
Og á sama tíma sér maður fólk kvarta yfir því að "kranavísitalan" í borginni sé alltof há og það sé verið að byggja alltof mikið.
Það er svona, ég a.m.k. las í markaðinn að það væri kominn tími til að hætta hjá LSH og fara vinna hjá Húsasmiðjunni. Nú fær maður að láta ljós sitt skína á öðrum vettvangi.
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
vandamálið við verðtryggu lánin er að þau eru jafngreiðslulán - möo: um hver mánaðarmót er greiddur ákveðin partur af verðtryggðum höfuðstólnum plús áfallnir vextir mánaðarins sem er að ljúka.rapport skrifaði:https://www.lsr.is/lan/lanareiknivel/urban skrifaði:Ég ætla rétt að vona að það sé verið að skuldbreyta þessu, alveg óþarfi að halda þessu áfram, það eru miklu hagstæðari lán í dag til þess að borga niður þetta lán.rapport skrifaði:Ég veit um fólk sem er með íbúlán frá 1997, eftirstöðvar nafnverðs eru 650þ. en lánið stendur í 3,7 milljónum og það þarf að greiða 40þ. á mánuði í afborganir. Þegar lánið var tekið þá var afbogunin pr. milljón um 5500kr.
Þannig að ef engin verðbólga hefði verið, þá væri þau að greiða um 3200 á mánuði en vegna verðbólgu, vaxta ofaná verðtrygginguna og vaxtavaxta þá þurfa þau að greið aum 11þ. pr. milljón og skulda enn 3,7 milljónir af láni sem var í upphafi upp á 4,5.
Nú eru íbúðalán miklu hærri, 10 sinnum hærri.
Þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta verður eftir 30 ár héðan í frá.
Það er hægt að ná þessu niður í 37þ. á mánuði og færu hækkandi en eins og það er hjá þeim í dag, þá eru það 40þ. og færi lækkandi ef verðbólga helst undir meðaltali seinustu 30 ára.
En já, þá ertu með lægri vaxtaprósentu "nafnvexti" á láninu, en værir ekki að greiða það niður jafn hratt = meiri áhætta í sjálfu sér.
Ef þetta væru mín lán þá mundi ég alls ekki endurfjármagna.
Yfirtók sjálfur lán frá 1990 og 1991 þegar ég keypti mína fyrstu eign, fólk hnussaði yfir vöxtunum en fattar ekki að algjörlega óháð lánstíma, þá borgar sig alltaf að losna undan sem flestum greiðslum = því eldra lán því betra.
Þessi mynd sýnir hverig afborgarnir skiptast í "vaxtagreiðslu" og "niðurgreiðsla af höfuðstól" en án allrar verðbólgu.
Hvort viltu eiga skulda 3,7 milljónir í 10 ár á nýju láni og byrja kúrvuna upp á nýtt þar sem allt fer í vexti eða skulda 3,7 milljónir og hver afborgun er skv. seinustu tveim súlunum?
Sérstaklega þegar þú býrð á landi þar sem er verðtrygging.
ef þú ert með 40 ára lán ertu að greiða 1/480 part af höfuðstólnum (verðtryggðum) í hverjum mánuði + vextina fyrir mánuðinn
það er augljóst að parturinn sem er vextir er mest í upphafi og lækkar svo. Þetta finnst mörgum samt undarlegt.
Það er einnig undarlegt að margir lántakendur leiða hjá sér þá staðreynd verðtryggð lán má alltaf GREIÐA HRAÐAR NIÐUR en planið segir til um!
PS: ok ekki jafngreiðslulán (rangt orð) - lýsingin á greiðslum er samt rétt?
Last edited by Hizzman on Þri 14. Mar 2017 18:35, edited 1 time in total.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Þetta er ekki rétt hjá þér.Hizzman skrifaði: vandamálið við verðtryggu lánin er að þau eru jafngreiðslulán - möo: um hver mánaðarmót er greiddur ákveðin partur af verðtryggðum höfuðstólnum plús áfallnir vextir mánaðarins sem er að ljúka.
ef þú ert með 40 ára lán ertu að greiða 1/480 part af höfuðstólnum (verðtryggðum) í hverjum mánuði + vextina fyrir mánuðinn
það er augljóst að parturinn sem er vextir er mest í upphafi og lækkar svo. Þetta finnst mörgum samt undarlegt.
Það er einnig undarlegt að margir lántakendur leiða hjá sér þá staðreynd verðtryggð lán má alltaf GREIÐA HRAÐAR NIÐUR en planið segir til um!
Jafngreiðslulán er ekki uppá jafnar afborganir af höfuðstól heldur "jafnar greiðslur".
Ef það væri engin verðbólga þá væri greiðslan alltaf sú sama út lánstímabilið en í upphafi fer greiðslan að mestu í vexti en í lokin þá meira í afborganir
sjá af vef ils.is fyrir 35 ára lán (er víst hámarkið í dag)

Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Mér finnst að það ætti í raun að vera skylda fyrir þá sem eru að taka sitt fyrsta fasteignalán að sitja námskeið, kvöldstund eða svo, um lán og lánamöguleika.
Hvað verðtrygging sé, hvernig hún virki og hvaða áhrif hún geti haft, hver munurinn sé á láni með jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum, og síðast en ekki síst einmitt hvað hver króna sem þú greiðir aukalega inn á lánið snemma lánstímans sparar þér margar krónur út lánstímann.
Líkt og fram kom í Civilization:
Hvað verðtrygging sé, hvernig hún virki og hvaða áhrif hún geti haft, hver munurinn sé á láni með jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum, og síðast en ekki síst einmitt hvað hver króna sem þú greiðir aukalega inn á lánið snemma lánstímans sparar þér margar krónur út lánstímann.
Líkt og fram kom í Civilization:
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
- /dev/null
- Póstar: 1375
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Væri bara best ef þeir myndu bjóða óverðtryggð til 40-45 ára væri sniðugast en bara 20 ár
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Þegar um er að ræða fasteignakaup, þá á veðið eingöngu að vera í fasteigninni, ekki fjárhagslegri framtíð lántaka s.s. það á ekki að vera hægt að gera fólk gjaldþrota ef það skilar eigninni.pattzi skrifaði:Væri bara best ef þeir myndu bjóða óverðtryggð til 40-45 ára væri sniðugast en bara 20 ár
Í UK er i boði að fá 10 ára kúlulán þar sem þú greirðir bara vexti og eftir 10 ár þá endurfjármagnar þú eða selur eignina, ef hún hefur hækkað í verði þá er það þinn gróði.
Hvað er ósanngjanrt við það?
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Ég keypti mér smá evrur... Er á leiðinni út í sumar...
Og ég borga niður verðtryggða lánið mitt...
Og ég vill halda áfram með krónur á íslandi, en það mætti kannski reyna að hafa hana stabilli eða tengja við erlendan gjaldmiðil til að stýra.
Og ég borga niður verðtryggða lánið mitt...
Og ég vill halda áfram með krónur á íslandi, en það mætti kannski reyna að hafa hana stabilli eða tengja við erlendan gjaldmiðil til að stýra.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Jæja dómsdagsmenn, krónan er aftur byrjuð að styrkjast... þetta ástand er óþolandi.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Við sveltum. Þetta er ólíðandi. 

AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Sem betur fer segi ég nú bara, viltu fá hrun á krónunni með tilheyrandi hækkunum á vörum og þjónustu sem fer svo út í verðlagið og hækkar öll lán sem endar svo með vaxtahækkun Seðlabankans og í kjölfarið uppsögn kjarasamninga og vitleysu?Sallarólegur skrifaði:IMG_0215.PNG
Jæja dómsdagsmenn, krónan er aftur byrjuð að styrkjast... þetta ástand er óþolandi.
Og þeir sem hafa áhyggjur af því að þetta hafi áhrif á ferðaþjónustuna þá var fjölgun ferðamanna um 75% í janúar miðað við sama tíma í fyrra og um 47.3% í febrúar, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Það væri flott að fá dollarann aftur í 60 kr. og evru í 70. Mér er fjandans sama um útgerðina.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Þér er kannski fjandans sama um útgerðina, en mér sem íslending er það ekki.
Hjálpar auðvitað til við að ég vinn vinnu sem að er tengd henni.
Það væri bara ekkert rosalega flott að fá krónuna aftur svona sterka, enda sést best á hvurslags innistæður voru fyrir því þegar að hún var það síðast.
Það er ekkert eðlilegt að þessi örgjaldmiðill eigi að teljast svona sterkur þegar að aðrir gjaldmiðlar eru ekki að styrkjast.
Hjálpar auðvitað til við að ég vinn vinnu sem að er tengd henni.
Það væri bara ekkert rosalega flott að fá krónuna aftur svona sterka, enda sést best á hvurslags innistæður voru fyrir því þegar að hún var það síðast.
Það er ekkert eðlilegt að þessi örgjaldmiðill eigi að teljast svona sterkur þegar að aðrir gjaldmiðlar eru ekki að styrkjast.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Það er túrisminn, ekki lántaka eins og síðast. Í þetta skipti er innistæða fyrir styrkingunni.urban skrifaði:Þér er kannski fjandans sama um útgerðina, en mér sem íslending er það ekki.
Hjálpar auðvitað til við að ég vinn vinnu sem að er tengd henni.
Það væri bara ekkert rosalega flott að fá krónuna aftur svona sterka, enda sést best á hvurslags innistæður voru fyrir því þegar að hún var það síðast.
Það er ekkert eðlilegt að þessi örgjaldmiðill eigi að teljast svona sterkur þegar að aðrir gjaldmiðlar eru ekki að styrkjast.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Já og túristinn telst vera útflutnings grein (eða öllu heldur grein sem að kemur með gjaldeyri til landsins)Nariur skrifaði:Það er túrisminn, ekki lántaka eins og síðast. Í þetta skipti er innistæða fyrir styrkingunni.urban skrifaði:Þér er kannski fjandans sama um útgerðina, en mér sem íslending er það ekki.
Hjálpar auðvitað til við að ég vinn vinnu sem að er tengd henni.
Það væri bara ekkert rosalega flott að fá krónuna aftur svona sterka, enda sést best á hvurslags innistæður voru fyrir því þegar að hún var það síðast.
Það er ekkert eðlilegt að þessi örgjaldmiðill eigi að teljast svona sterkur þegar að aðrir gjaldmiðlar eru ekki að styrkjast.
Hann hættir að hluta að koma hingað þegar að krónan er of sterk, það er bara svo einfalt.
Því sterkari sem krónan er því dýrara fyrir þá að koma hingað.
Sterk króna er alls ekki góð fyrir túristann frekar en aðrar greinar sem að koma gjaldeyri til landsins.
Þetta að hann sé að aukast ennþá, er eðlilegt, hann stoppar ekki á núll einni, en pantanir geta dregist saman vegna verðlags, það verði bara of dýrt að komast hingað.
Það má jú ekki gleyma að langflestir ferðalangar panta með nokkurra mánaðarfyrirvara (ég t.d. ákvað í des að ég verð í belgíu júnú/júlí)
Ef að krónan myndi halda áfram að styrkjast þá er það frábært fyrir mig, sem að er jú að fara erlendis að nota aðra mynnt.
Það er ekkert frábært fyrir útlendinginn sem að er á leiðinni hingað aftur á móti.
Ég hef aftur á móti hætt við ferðalög erlendis þegar að krónan er of veik, einfaldlega vegna þess að það var orðið of dýrt að lifa erlendis þá.
Það þarf ekkert að segja mér að aðrir hugsi ekki um það nákvæmlega sama þegar að þeir eru á leið til íslands.
Of sterk króna hjálpar bara akkurat engum.
Of veik króna hjálpar heldur engum.
En flöktið á henni er það al versta við þetta allt saman.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
@Urban
Það er einmitt það sem fólk áttar sig oft ekki á að hvort hún sé veik eða sterk er ekki aðal vandamálið, heldur er það einmitt sveiflan á henni sem skemmir fyrir öllum, veikir launahækkanir og truflar inn/útflutning.
Ef gengið myndi haldast stöðugt í akkúrat þeirri stöðu sem það er núna út þetta ár myndum við sjá mikinn hag í því. Alveg eins ef gengið væri veikara/sterkara og yrði stöðugt.
Edit:
Svo spilar auðvitað inn í að skuldir ríkissjóðs hafa lækkað umtalsvert síðastliðin 2 ár og hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað líka nokkur ár í röð. Spilar þetta allt inn í að ef eitthvað stórt fall kemur er ólíklegt að það verði sambærilegt 2008 þegar það var eðlilegt að skuldsetja sig langt um fram eigin greiðslugetu.
Það er einmitt það sem fólk áttar sig oft ekki á að hvort hún sé veik eða sterk er ekki aðal vandamálið, heldur er það einmitt sveiflan á henni sem skemmir fyrir öllum, veikir launahækkanir og truflar inn/útflutning.
Ef gengið myndi haldast stöðugt í akkúrat þeirri stöðu sem það er núna út þetta ár myndum við sjá mikinn hag í því. Alveg eins ef gengið væri veikara/sterkara og yrði stöðugt.
Edit:
Svo spilar auðvitað inn í að skuldir ríkissjóðs hafa lækkað umtalsvert síðastliðin 2 ár og hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað líka nokkur ár í röð. Spilar þetta allt inn í að ef eitthvað stórt fall kemur er ólíklegt að það verði sambærilegt 2008 þegar það var eðlilegt að skuldsetja sig langt um fram eigin greiðslugetu.
massabon.is
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Krónan er ekkert sterk og hefur ekki verið sterk í hátt í hundrað ár.urban skrifaði:Þér er kannski fjandans sama um útgerðina, en mér sem íslending er það ekki.
Hjálpar auðvitað til við að ég vinn vinnu sem að er tengd henni.
Það væri bara ekkert rosalega flott að fá krónuna aftur svona sterka, enda sést best á hvurslags innistæður voru fyrir því þegar að hún var það síðast.
Það er ekkert eðlilegt að þessi örgjaldmiðill eigi að teljast svona sterkur þegar að aðrir gjaldmiðlar eru ekki að styrkjast.
Þegar krónan okkar var kynnt fyrst þá var hún á sama gengi og danska krónan, þ.e. fékkst eina danska krónu fyrir eina íslenska, þegar verst lét þurftir þú að blæða 22 íslenskum krónum til að kaupa eina danska, þetta hefur aðeins lagast núna þarftu "bara" 16 íslenskar krónur í verkið.
Algjört rangnefni að tala um íslenska krónu sem sterkan gjaldmiðil.
Ástæða þess að við erum ekki með fastgengi, eða krónuna bundna við aðra gjalmiðla eða með annan gjalmiðil er útgerðin.
Sægreifarnir eru vanir að fá sínar gengisfellingar til þess að auka tekjur sínar og það á kostnað allra hinna.
Ágæt lesning fyrir þá sem halda því fram að krónan sé sterkur gjaldmiðill, já eða OF sterkur.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... 5_prosent/
Re: Afnám hafta og yfirvofandi hrun krónunnar
Þú gleymir að 2 núllum var kastað. Sú danska kostar núna 1600 upprunalegar krónur!