Arion og Authenticator apps

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
atlisd
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mið 21. Júl 2010 14:16
Staða: Ótengdur

Arion og Authenticator apps

Póstur af atlisd »

Fyrir áhugasama, þá er Arion banki búinn að opna fyrir innskráningar með TOTP öppum sbr. Google Authenticator, Microsoft Authenticator og sambærilegum öppum.

https://www.arionbanki.is/einstaklingar ... udkenning/

check it out

-Atli
i7 6770K | Noctua NH-D15 | ASRock Z170 Extreme 6+ | Seasonic 1050 | Kingston HyperX 2666MHz | Evo 850 | Fractal R5 | Asus Strix Gtx 980 ti | Acer XB281HK 28" LED Ultra HD G-SYNC | Oculus Rift CV1 | Func MS-2 | Windows 10 Pro | iMac 2011 i7
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af lukkuláki »

Eithvað mun þetta nú kosta okkur notendur
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Höfundur
atlisd
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mið 21. Júl 2010 14:16
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af atlisd »

kostar ekkert...
i7 6770K | Noctua NH-D15 | ASRock Z170 Extreme 6+ | Seasonic 1050 | Kingston HyperX 2666MHz | Evo 850 | Fractal R5 | Asus Strix Gtx 980 ti | Acer XB281HK 28" LED Ultra HD G-SYNC | Oculus Rift CV1 | Func MS-2 | Windows 10 Pro | iMac 2011 i7
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af lukkuláki »

atlisd skrifaði:kostar ekkert...
Það kemur að því, bíddu bara.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af Hizzman »

Afhverju getur ekki verið í boði að nýta einfalda lausn á borð við auðkennislykilinn?

Þeir ætla að leggja hann niður eftir nokkrar vikur, ruglið!
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af Sallarólegur »

Ágætis þróun.

Minni á að það þarf bara notandanafn og lykilorð til að skrá sig inn á einkabanka hjá Landsbankanum, þeir hættu með auðkennislykla árið 2012. Kerfið lærir svo á hegðun þína og ef þú þarft til dæmis að skrá þig inn í öðru landi þá færðu símtal eða SMS.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af Hizzman »

skil ekki afhverju þarf að drepa auðkennislykilinn !

Má ekki leyfa fólki að VELJA ??

margir telja að notandi+pass sé nóg en sumum (mér) finnst það ekki. Ef hakkari er með full tök á tölvunni þinni, hvað hindrar hann í að þykjast vera þú gagnvart Landsbankanum?
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af Dagur »

Loksins! Ég vona að fleiri taki þá til fyrirmyndar.
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af Dagur »

Hizzman skrifaði:Afhverju getur ekki verið í boði að nýta einfalda lausn á borð við auðkennislykilinn?

Þeir ætla að leggja hann niður eftir nokkrar vikur, ruglið!
Þetta virkar nákvæmlega eins og auðkennislykillinn. Eini munurinn er að þú notar app í símanum þínum í staðinn fyrir gamla plastdótið
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af upg8 »

Þetta er frábært

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af hagur »

Hizzman skrifaði:skil ekki afhverju þarf að drepa auðkennislykilinn !

Má ekki leyfa fólki að VELJA ??

margir telja að notandi+pass sé nóg en sumum (mér) finnst það ekki. Ef hakkari er með full tök á tölvunni þinni, hvað hindrar hann í að þykjast vera þú gagnvart Landsbankanum?
Vá, hver nennir þessum auðkennislykil eiginlega ennþá? Ég man hvað allir voru pirraðir þegar það helvíti var tekið upp.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af Icarus »

Þetta er töff!

Fá prik fyrir þetta, mjög auðvelt að setja þetta upp.

Ætli Íslandsbanki muni gera eitthvað svipað?
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af KermitTheFrog »

hagur skrifaði:
Hizzman skrifaði:skil ekki afhverju þarf að drepa auðkennislykilinn !

Má ekki leyfa fólki að VELJA ??

margir telja að notandi+pass sé nóg en sumum (mér) finnst það ekki. Ef hakkari er með full tök á tölvunni þinni, hvað hindrar hann í að þykjast vera þú gagnvart Landsbankanum?
Vá, hver nennir þessum auðkennislykil eiginlega ennþá? Ég man hvað allir voru pirraðir þegar það helvíti var tekið upp.
Ég næ þessu ekki alveg. Held að það eina sem fólk sé að pirra sig yfir sé það að auðkennislykillinn var frír (ekkert gjald fyrir notendur), en það er auðvelt að rukka fyrir notkun á þessum rafrænu skilríkjum.

En já, auðkennislykillinn er barn síns tíma.
Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af C2H5OH »

KermitTheFrog skrifaði:
hagur skrifaði:
Hizzman skrifaði:skil ekki afhverju þarf að drepa auðkennislykilinn !

Má ekki leyfa fólki að VELJA ??

margir telja að notandi+pass sé nóg en sumum (mér) finnst það ekki. Ef hakkari er með full tök á tölvunni þinni, hvað hindrar hann í að þykjast vera þú gagnvart Landsbankanum?
Vá, hver nennir þessum auðkennislykil eiginlega ennþá? Ég man hvað allir voru pirraðir þegar það helvíti var tekið upp.
Ég næ þessu ekki alveg. Held að það eina sem fólk sé að pirra sig yfir sé það að auðkennislykillinn var frír (ekkert gjald fyrir notendur), en það er auðvelt að rukka fyrir notkun á þessum rafrænu skilríkjum.

En já, auðkennislykillinn er barn síns tíma.
Auðkennislykillinn var bara ekkert frír, kostaði 750 kr minnir mig
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af dori »

Þú fékkst hann frítt en þurftir að borga ef þú týndir honum (allavega var hann frír þegar honum var dreyft í byrjun). Og hver notkun kostaði ekkert.

Annars er þetta kúl að bjóða uppá þetta.
Skjámynd

peturthorra
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af peturthorra »

En t.d Landsbankinn, hann er ekki að nýta auðkenniskerfi. Bara notendanafn og pw.. Er það þá ekki jafn öruggt og arion eða hvernig virkar þetta?
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af rapport »

Skil ekki af hverju íslykillinn er ekki notaður, það er eini official lykillinn sem verður pottþéttur sem rafræn undirskrift.

Svo virðist eiga að pimpa hann aðeins upp m.v. http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20384
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Arion og Authenticator apps

Póstur af dori »

peturthorra skrifaði:En t.d Landsbankinn, hann er ekki að nýta auðkenniskerfi. Bara notendanafn og pw.. Er það þá ekki jafn öruggt og arion eða hvernig virkar þetta?
Landsbankinn er með kerfi sem greinir nokunarmynstrið þitt og lætur þig gera auka auðkenningu ef þú gerir eitthvað óvenjulegt. Auka auðkenningin er öryggisspurningar, símtal eða sms kóði og þú þarft að skrá það inn ef þú t.d. ferð að nota annars konar tölvu/stýrikerfi en þú gerir yfirleitt, ert í öðru landi, millifærir hærri fjárhæðir en þú gerir venjulega og á fólk sem þú millifærir almennt ekki á.

Ef þú skráir þig svo inn með rafrænum skilríkjum ertu væntanlega með meira traust en með notandanafni+lykilorði. Það eru meiri upplýsingar hér: https://www.landsbankinn.is/einstakling ... ta/oryggi/
Svara