Skaz skrifaði:
Multithreaded er samt eitthvað sem að AMD virðist ætla að eigna sér núna, það er þá spennandi að sjá hvort að leikjaframleiðendur fari þá að drattast til að nýta sér þann fítus í leikjum. Intel hefur ekki gert það aðlaðandi með því að verðleggja þannig örgjörva út af mainstream markaðnum og bara fókusa á video og 3d iðnaðinn.
Nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Intel gefur gott sem átt markaði sl. 10 ár og síðan Sandy Bridge kom út, hefur tæknin lítið sem ekkert þróast. Quad core hefur verið standard-inn fyrir high-end.
Núna þegar AMD eru að pressa á 8 alvöru kjarna (Bulldozer eru 4 kjarna með 8 þræði, seldir sem 8 kjarna) að þá er loksins tækifæri fyrir þróunaraðila að taka næsta skref og gera þróa leiki sem geta nýtt 8 kjarna.
Það tók smá tíma fyrir leiki að styðja 2 kjarna, og svo 4, löngu kominn tími að 8 verði the next big thing.
Skaz skrifaði:
Það sem að sárlega vantar benchmarks á er yfirklukkun, AMD er með þessa örgjörva ólæsta og það er spurning hvort að þar leynist getan til að ná í 7700k þegar kemur að single thread frammistöðunni.
Efa það. Hugsa að Intel verði áfram single thread champion. Og yfirklukkun á 17-1800 línunni virðist vera mest í kringum 4.0GHz.
Stærsta vandamálið núna er þó að fá vinnsluminni til að virka eðlilega því infastructure-ið er byggt í kringum mikinn vinnsluminnis hraða. Á meðan margir eru fastur í 2667 MHz þá erum við lítið að fara sá bætingar. Firware update á að koma á næstu 2 mánuðum fyrir þau móðurborð sem eru í vandræðum.
Skaz skrifaði:
En sem vinnustöðva t.d. videovinnu eða 3D render örgjörvi þá er AMD búið að ná þeim markaði heldur betur, eru að bjóða upp á sambærilega eða betri getu fyrir helminginn af verðinu!
Eða 1/3 ef farið er í R7 1700 sem mér finnst vera lang mest spennandi af allri línunni.
linenoise skrifaði:
Ég held að þetta sé alveg nógu góður leikjaörgjörvi fyrir mig og þar sem tölvan verður aðallega notuð í tónlistarsköpun og forritun þá er þetta no-brainer.
Overclock og single thread performance er allan daginn hjá Intel. Það munar þó mismiklu, fer eftir vinnslu.
Intel Broadwell voru fyrstu 14nm örgjörvarnir hjá Intel og voru ekkert sérstaklega vinsælir hjá yfirklukkurum. Sama sagan virðist vera hjá AMD með sýna fyrstu 14nm örgjörva.
En sama hér, ef ég kaupi mér vél þá er Ryzen algjör no-brainer. Ef ég fer að spila leiki að þá er skjákortið eftir að vera flöskuhálsinn. Ég mun í raun aldrei nýta allt aflið í R7 1700, en það er eitthvað spennandi við að það sé loksins komin samkeppni og hver veit nema aflið verði bara betur nýtt ef leikir og fleiri hugbúnaðir nýta fleiri kjarna/þræði.
Sigurvegararnir í lok dagsins eru neytendur.