Vantar hugmyndir um prentarakaup

Svara

Höfundur
Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af Hizzman »

Getið þið stungið upp á prentara?

Þarf að vera litalaser með duplex og wifi. Er til létta heimilisnota. Þarf einnig að vera hagstæður í rekstri, má einnig ekki vera stór eða mjög þungur..
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af Njall_L »

Myndi skoða þessa hérna tvo:
https://tolvutek.is/vara/brother-dcp-j5 ... taeki-wifi
https://tolvutek.is/vara/brother-dcp-j4 ... taeki-wifi

EDIT: Sá ekki Litalaser, þessir koma ekki til greina
Last edited by Njall_L on Fim 02. Mar 2017 10:18, edited 1 time in total.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af Klemmi »

Þetta eru engar smá kröfur, litalaser með duplex sem má ekki vera stór eða þungur?

Veit ekki hvort slík græja er til. Annars hafa bleksprauturnar verið að koma sterkar inn í hagkvæmni ef ekki er verið að prenta rosalegt magn, en þær eru sjaldnast duplex.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Höfundur
Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af Hizzman »

Klemmi skrifaði:Þetta eru engar smá kröfur, litalaser með duplex sem má ekki vera stór eða þungur?

Veit ekki hvort slík græja er til. Annars hafa bleksprauturnar verið að koma sterkar inn í hagkvæmni ef ekki er verið að prenta rosalegt magn, en þær eru sjaldnast duplex.
já ég veit, ég er að meta hvort ég á að fara í svona, eða bara lítinn einfaldan laser, eina ósveigjanlega krafan er wifi
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af Halli25 »

Hizzman skrifaði:
Klemmi skrifaði:Þetta eru engar smá kröfur, litalaser með duplex sem má ekki vera stór eða þungur?

Veit ekki hvort slík græja er til. Annars hafa bleksprauturnar verið að koma sterkar inn í hagkvæmni ef ekki er verið að prenta rosalegt magn, en þær eru sjaldnast duplex.
já ég veit, ég er að meta hvort ég á að fara í svona, eða bara lítinn einfaldan laser, eina ósveigjanlega krafan er wifi
Tek undir með Klemma, myndi skoða Epson WorkForce t.d.
Starfsmaður @ IOD
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af nidur »

Þessi hérna er yfirleitt sá vinsælasti í könnunum hjá Lifehacker t.d.

Hætti með bleksprautu og fór í þennan sé ekki eftir því, virkar alltaf þegar ég ýti á prent, alveg sama hvað er langt á milli prentana.

Hann er líka með sæmilega stóru tray, og tónerinn er ekkert hrikalega dýr í hann.

https://tolvutek.is/vara/brother-hl-l23 ... ntari-wifi
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af rapport »

http://optima.is/product/ricoh-sp-c340d ... tari-litur

Þessi tekur líka 500 blöð í skúffuna = heilan pakka = minna umstang að geyma blöð.

Held að þetta sé þrusu prentari m.v. verð.

Fyrir 10þ. minna = https://okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=B4A22A

Höfundur
Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hugmyndir um prentarakaup

Póstur af Hizzman »

er jafnvel farinn að slaka á kröfunni um að þetta verði að vera laser.
wifi, duplex og litur skal það samt vera
sumir af bleksprautuprenturunum virðast geta verið þokkalega hagstæðir í rekstri. sérstaklega ef það er mögulegt að nota 3.party blek
Þeir eru einnig minni, léttari og ódýrari

Hvað segja menn um Canon eða Brother?
Svara