Fartölvukaup í USA
Fartölvukaup í USA
Nú er ég í smá pælingum, er nefnilega að fara til Orlando FL eftir smá tíma og plana að kaupa mér fartölvu. Einhverjir hafa sagt mér að taka aðra ónýta með og henda henni fyrir utan til þess að borga ekkert af nýu. En hvaða gjöld borgar maður og hversu há eru þau?
Re: Fartölvukaup í USA
Enginn tollur á tölvuvörum svo þú ættir bara að borga vsk
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Re: Fartölvukaup í USA
Mátt koma með gjaldfrjálsa vöru inn í landi að upphæð 80þús, allt eftir það þarf að borga ef ég man rétt.
Re: Fartölvukaup í USA
Mátt koma með vörur heim fyrir 88þús, upphæð umfram það greiðirðu toll af
Lenti í bölvuðu basli kringum jólin því ég hafði beðið félaga minn um að kaupa myndavél í USA sem fór í jólagjöf. Hundleiðinlegt að lenda í því að vera tekinn með verðmæti, missir afnot af vörunni í 1-2 vikur (og þeir geta reyndar gert hana alveg upptæka) og þarft að greiða sekt.
Mæli því með því að greiða bara tollinn ef þetta eru ekki stórar upphæðir (og jafn vel þó þetta séu háar upphæðir), þar sem annars geturðu alltaf lent í því að vera stoppaður með þessa tölvu þegar þú ferð með hana til útlanda.
Hér er sýnt hvernig þetta er reiknað:
https://www.tollur.is/einstaklingar/oft ... aent-hlid/
Lenti í bölvuðu basli kringum jólin því ég hafði beðið félaga minn um að kaupa myndavél í USA sem fór í jólagjöf. Hundleiðinlegt að lenda í því að vera tekinn með verðmæti, missir afnot af vörunni í 1-2 vikur (og þeir geta reyndar gert hana alveg upptæka) og þarft að greiða sekt.
Mæli því með því að greiða bara tollinn ef þetta eru ekki stórar upphæðir (og jafn vel þó þetta séu háar upphæðir), þar sem annars geturðu alltaf lent í því að vera stoppaður með þessa tölvu þegar þú ferð með hana til útlanda.
Hér er sýnt hvernig þetta er reiknað:
https://www.tollur.is/einstaklingar/oft ... aent-hlid/
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Fartölvukaup í USA
Það hefur ekkert uppá sig að draga einhvern gamlan lappa með, tollurinn hefur ekki hugmynd um hvað þú ferð með úr landi, enda löngu hættir að skrá niður og gefa nótu fyrir myndavélum og tölvum, eins og var gert fyrir nokkrum árum.
Það eina sem þeir sjá ef þeir stoppa þig í græna hliðinu, er glæný fartölva, þú þarft að sýna Íslenska kaupnótu eða sanna á einhvern hátt að tölvan var keypt hér.
http://www.kefairport.is/A-flugvellinum ... a-Islandi/
Það eina sem þeir sjá ef þeir stoppa þig í græna hliðinu, er glæný fartölva, þú þarft að sýna Íslenska kaupnótu eða sanna á einhvern hátt að tölvan var keypt hér.
http://www.kefairport.is/A-flugvellinum ... a-Islandi/
Re: Fartölvukaup í USA
Takk fyrir þetta.Klemmi skrifaði:Mátt koma með vörur heim fyrir 88þús, upphæð umfram það greiðirðu toll af
Lenti í bölvuðu basli kringum jólin því ég hafði beðið félaga minn um að kaupa myndavél í USA sem fór í jólagjöf. Hundleiðinlegt að lenda í því að vera tekinn með verðmæti, missir afnot af vörunni í 1-2 vikur (og þeir geta reyndar gert hana alveg upptæka) og þarft að greiða sekt.
Mæli því með því að greiða bara tollinn ef þetta eru ekki stórar upphæðir (og jafn vel þó þetta séu háar upphæðir), þar sem annars geturðu alltaf lent í því að vera stoppaður með þessa tölvu þegar þú ferð með hana til útlanda.
Hér er sýnt hvernig þetta er reiknað:
https://www.tollur.is/einstaklingar/oft ... aent-hlid/
Re: Fartölvukaup í USA
Ekki máliðrobbi553 skrifaði:Takk fyrir þetta.
Ég gleymdi, þó ég vilji ekki vera með neinn of mikinn hræðsluáróður en menn þurfa samt að vera meðvitaðir um, að ef þú ert stoppaður og sektin fer umfram 50þús krónur, þá fer það á sakaskrá. Ekki það versta sem þú getur fengið á sakaskránna, en samt leiðindi að þurfa að útskýra t.d. ef þú ert að sækja um vinnur næstu 3 árin af hverju þú ert ekki með hreina sakaskrá
S.s. ef þú ert að kaupa vörur sem eru einungis með vsk, þá ef þær eru keyptar á yfir $1600 og þú ert stoppaður, þá gætirðu lent á sakaskrá... nema tollurinn sjái aumur á þér og skrái ekki allt.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is