Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
tomasandri
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Sun 18. Jan 2015 13:48
Staða: Ótengdur

Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Póstur af tomasandri »

Sælir,
ég var að fara yfir dót sem var í geymslu hjá mömmu minni, sem lést fyrir einhverjum 3 árum, og ég rakst á tvær einnota myndavélar sem mig langaði að athuga hvort væri hægt að framkalla myndirnar af.
Hvert gæti ég farið til að gera þetta, eða allavega tjékka hvort það sé hægt?
Annað, það stendur að framkalla eigi myndirnar fram fyrir 6/2008. Verður það vesen eða gæti verið að myndirnar séu enn í fína lagi?
CPU: i7 7700k 4.2GHz | MB: ASRock Z270 Gaming K6 | GPU: MSI GTX 1080ti | PSU: Corsair RM750x | RAM: G.Skill Trident Z RGB 16GB | HDD1: 3TB Western Digital Blue | HDD2: 2TB Western Digital Green | M.2: 250gb Samsung 960 Evo | Case: FD Meshify C | Display: HP Omen 27i og 2x Asus VH222H
Síminn: OnePlus 7T Pro
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Póstur af zedro »

Spurning um að prófa http://hanspetersen.is/
Geta allavega sagt til um hvort það sé hægt að framkalla filmuna.
Þætti gott að vita það því ég á einmitt einnota myndavélar síðan ég man ekki hvenær uppí hillu :O
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Póstur af rbe »

http://myndhradi.is
ef þú ert staddur í árbænum eða í kring.

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Póstur af Televisionary »

Ljósmyndavörur i Skipholti hafa skilað mér bæði góðum varning og góðri þjónustu. Vissi ekki af Myndhraða hérna í Árbæ skoða það næst.
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Framkalla myndir af einnota bónusmyndavélum?

Póstur af Baldurmar »

Ég vann lengi í Ljósmyndavörum, get alveg mælt með þeim.
En vara þig samt við, svona gamlar filmur eru oft frekar slæmar, og einnota vélar eru þess auki frekar lélegar.
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Svara