
Málið er bara að mér finnst gamli amd xp 1600+ örrinn minn (sem að ég tími ekki að stækka í augnablikinu) ekki vera að halda almennilega í við tölvuna. Ok hún vinnur miklu betur en myndi líklega vinna ennþá betur ef að örrinn fengi smá boost.
Ákvað að prófa hvað ég næði útúr honum með retail viftu. Fékk niðurstöður sem að hljómuðu upp á einhver +100mhz við default stable þó að ég hækkaði volt og svona á örranum. Endaði með að allt fraus og ég þurfti að fara að reseta cmos.
En ég er ekki 100% búinn að gefast upp. Þess vegna er ég að pæla, eru góðar líkur á því að ég nái að hamra aðeins á örranum ef að ég kaupi mér góða kælingu, t.d. zalman blómið?
Er ekki að spyrja eins og total nýliði "Mun ný vifta leysa öll mín vandamál og hugsanlega leiða mig inn í nýja öld þróunar" heldur bara hvort að ég eigi gott chance á því að ná kannski að koma fsb úr 133 og aðeins nær 200? (hefði ekkert á móti að minnka gapið á milli örrans og minnins sem að er að keyra á ddr400).