Tónlistarafspilun í bluetooth græjum

Svara
Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Tónlistarafspilun í bluetooth græjum

Póstur af Swooper »

Ég nota bæði Spotify og Google Music, vegna m.a. mismunandi fídusa (GMusic leyfir mér að uploada allri tónlistinni minni og synca playlista við iTunes, en Spotify gerir það auðveldara að finna nýja tónlist - og ég er með frían aðgang að Spotify vegna félagasamtaka sem ég tilheyri). Síðasta sumar fékk ég mér bluetooth græjur í bílinn, og lengi vel var það lítið vandamál - græjurnar byrjuðu yfirleitt að spila tónlist úr því appi sem ég var síðast að hlusta á um leið og síminn tengdist þeim. Stundum vesen með að tengjast en það er bara af því að bluetooth er meingallaður staðall og ekki Android að kenna.

Nema hvað, fyrir nokkrum mánuðum (í nóvember eða svo) breyttist þetta. Ég veit ekki hvort það var uppfærsla á öðru hvoru tónlistarappinu eða stýrikerfinu sem hafði þessi áhrif, en undantekningarlaust byrja græjurnar núna að spila úr Google Music nema ég sé að hlusta á Spotify á því augnabliki sem síminn tengist. Við erum að tala um að ef ég ýti á pásu á Spotify og starta svo bílnum innan við mínútu síðar fer hann samt á Google Music.

Ég er búinn að reyna að gúgla þetta vandamál, hef rekist á einhverja sem minnast á að þjást af því sama en ekki fundið neina lausn. Dettur einhverjum eitthvað í hug? Er hægt að nota eitthvað eins og Tasker til að tékka á hvort appið er styttra síðan maður notaði og ýta á play á því um leið og síminn tengist ákveðnu bluetooth tæki?

PS. Ég held ekki að það skipti máli uppá þetta að gera, en ég er með OnePlus X á Android 6.0.1.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Tónlistarafspilun í bluetooth græjum

Póstur af audiophile »

Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Tónlistarafspilun í bluetooth græjum

Póstur af Swooper »

Maður hefði haldið að það væri komið í það minnsta workaround fyrir 7 ára gamalt vandamál...
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Svara