Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð


Höfundur
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af olihar »

Daginn

Ég er með 2 diska sem eru bilaðir hjá mér bæði WD RED 4TB þeir biluðu með mjög stuttu millibili og þegar betur er skoðað eru þessir 2 að koma af framleiðslulínunni á sama tíma, (Ég s.s. keypti 4 diska og hinir 2 eru með öðru date code og vonandi haldast í lagi) s.s. alveg pottþétt gölluð lína eins og gerist oft. (Date code: 10 MAR 2014 svona fyrir þá sem vilja checka á diskum hjá sér)

Hvað um það, ég fer með diskana á þann stað sem þeir eru keyptir Tölvulistann, Eftir mikið stapp við þá endar það þannig að þeir neita að taka diskana, Ég prufaði svo að fara í nokkrar tölvubúðir og spurði hvort ég hefði mátt RMA diskana ef þeir hefði verið keyptir þar og svarið hjá öllum var játandi.

Ég hef bæði chattað, hringt og talað við WD í gegnum tölvupóst og þeir segja að fyrir Ísland verði endursöluaðilinn alltaf að sjá um þetta, þetta hef ég tilkynnt Tölvulistanum. Tölvulistinn vill meina að þeir séu í fullum rétti og eigi ekkert við þetta að gera og er alveg sama.

RED diskar eru með 3 ára ábyrgð (og t.d. Black og RE diskar eru með 5 ára ábyrgð) og þar sem þetta var keypt á fyrirtækja kennitölu þá mun Tölvulistinn bara virða 1 árs ábyrgð sama hvort það væri BLUE, RED eða RE diskur.

Hvað segið þið á Vaktinni um þetta, Ég mun allavegana aldrei versla aftur við Tölvulistann, eða allavegana gera allt sem ég get til að leita annað.
Viðhengi
WD.JPG
WD.JPG (64.29 KiB) Skoðað 3051 sinnum
WDserial.JPG
WDserial.JPG (28.82 KiB) Skoðað 3051 sinnum

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af bigggan »

Lágmarks ábyrgð á Íslandi er 2 ár eða 5 ár ef hann á að enda lengur en 2 ár.

Ef framleiðandinn seigir að ábyrgðinni sé lengra en 2 ár þá er 5 ár á Íslandi sama hvað versluninni seigir.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Dúlli »

bigggan skrifaði:Lágmarks ábyrgð á Íslandi er 2 ár eða 5 ár ef hann á að enda lengur en 2 ár.

Ef framleiðandinn seigir að ábyrgðinni sé lengra en 2 ár þá er 5 ár á Íslandi sama hvað versluninni seigir.
Tölvulistinn getur falið sig á bakvið það að þetta er keypt á fyrirtæki.

En þetta er ekki nýtt með þá, haugur af umræðum um tölvulistann hér á vaktinni.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Klemmi »

Lögfræðilega séð er rétturinn þeirra megin, en mér finnst helvíti skítt að þeir séu ekki tilbúnir til að taka diskinn í ábyrgð ef þú býðst til að taka t.d. á þig hlutfallslegan kostnað við sendingu á þeim út.

Þegar ég vann hjá Tölvutækni að þá tókum við upp þá reglu að bjóða sömu ábyrgð til fyrirtækja og einstaklinga. Hef aldrei skilið það að búðir hangi á þessari mismunandi ábyrgð til einstaklinga og fyrirtækja. Jújú, þær mega það samkvæmt lögum, en það er einfaldlega léleg þjónusta að vera ekki tilbúinn til að taka auka skrefið til að gera kúnnan ánægðan. Hefði haldið að flestir gætu séð að smá peningar eða smá vinna mun skil sér margfalt til baka í viðskiptavild...

Western Digital úti er skítsama hvort að diskurinn hafi verið keyptur af einstakling eða fyrirtæki. Það eru allar líkur á því að þeir myndu fá þessa diska í ábyrgð ef þeir sendu þá til þeirra birgja. Ef talsmaður TL kemur hér inn og segir að svo sé ekki, þá ætla ég að segja það fyrirfram að ég einfaldlega trúi því ekki.

Ég mæli með því að heyra aftur í þeim og láta reyna á þetta einu sinni enn.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Höfundur
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af olihar »

Klemmi skrifaði:Lögfræðilega séð er rétturinn þeirra megin, en mér finnst helvíti skítt að þeir séu ekki tilbúnir til að taka diskinn í ábyrgð ef þú býðst til að taka t.d. á þig hlutfallslegan kostnað við sendingu á þeim út.
Ég var alltaf tilbúinn að borga sendingarkostnaðinn, snérist ekkert um það. Núna hinsvegar, þá hugsa ég mig allavegana um ef þeir loksins vakna núna og ætla að vera voða nice og góðir, gefandi þjónustuna á undan.
Klemmi skrifaði: Ég mæli með því að heyra aftur í þeim og láta reyna á þetta einu sinni enn.
Það væri þá í 4 skiptið, Ég efast um að ég fái önnur svör þegar yfirmaður fyrirtækjadeildar segir mér að þeir vilji ekkert gera.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af dori »

Þetta er sick! Gott að hafa í huga núna þegar maður er að fara að kaupa nokkra diska.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Dúlli »

Skil vel að þetta er frekar svekkjandi, 2014, var þessi diskurinn örugglega á svona 40k.

En þetta er ekkert nýtt. Þeir kjósa í flestum tilvimum slæmt umtal.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af lukkuláki »

Diskarnir eru í ábyrgð verður þú ekki bara að gera claim á þá sjálfur?

Ég hef gert það, það tók nokkrar vikur og ég borgaði sendingarkostnaðinn en í sumum tilfellum þá getur það borgað sig.
Mundu bara að fylla allt rétt út þannig að tollurinn viti að þetta er að fara í viðgerð og þú sért að fá diska til baka annars reyna þeir að rukka þig um vsk.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Höfundur
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af olihar »

lukkuláki skrifaði:Diskarnir eru í ábyrgð verður þú ekki bara að gera claim á þá sjálfur?

Ég hef gert það, það tók nokkrar vikur og ég borgaði sendingarkostnaðinn en í sumum tilfellum þá getur það borgað sig.
Mundu bara að fylla allt rétt út þannig að tollurinn viti að þetta er að fara í viðgerð og þú sért að fá diska til baka annars reyna þeir að rukka þig um vsk.
Ég hef gert þetta þannig áður og það var það sem ég ætlaði að gera strax, en WD tekur ekki lengur við diskum frá Íslandi og þeir segja að ég verði að fara með þá til seljanda.

Höfundur
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af olihar »

Þetta er seinna svarið þeirra þegar ég tilkynni þeim að söluaðili neiti að taka við diskunum.
WD2.JPG
WD2.JPG (66.63 KiB) Skoðað 2888 sinnum

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Emarki »

Þarna stendur að tölvulistinn eigi að senda þá til baka til síns söluaðila. Þeir eigi semsagt að taka þessa kröfu.

Ég myndi sýna þeim þennan e-mail.

gunni91
1+1=10
Póstar: 1154
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af gunni91 »

hvaða rugl er þetta. Af hverju ætti tölvulistinn ekki að taka þetta í ábyrgð? Þeir rukka siðan framleiðandan úti og fá þetta að mestu leyti bætt sjálfir.

En um að gera að koma með þetta hingað á vaktina, ég er að fara kaupa mér ssd + hdd og mig dettur ekki í hug að líta einu sinni a TL ef þetta er þeirra hegðun gagnvart svona málum...

Ég er sjálfur að vinna í ábyrgðardeild hjá bílaumboði og maður reynir að gera allt sem maður getur til að claima fyrir viðskiptavininn.. Það er alveg galið að þeir vilji ekki einu sinni taka diskinn og skoða þetta nánar..

Vonandi færðu þetta bætt :)
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Klemmi »

gunni91 skrifaði:hvaða rugl er þetta. Af hverju ætti tölvulistinn ekki að taka þetta í ábyrgð? Þeir rukka siðan framleiðandan úti og fá þetta að mestu leyti bætt sjálfir.
Ekki alveg svoleiðis sem þetta virkar með íhluti, ef að eitthvað fellur undir ábyrgð þá er algengast að tölvubúðin skipti bilaða disknum út fyrir nýjan, sendi svo bilaða diskinn út og fái annan sambærilegan en viðgerðan til baka.

Í svona málum þegar þetta er komið framyfir 2 ár þætti mér eðlilegt og sanngjarnt að tölvubúðin tæki við diskunum, sendi þá út og léti viðskiptavininn hafa viðgerðu diskana sem skiluðu sér til baka, þar sem þeir eru að fara út fyrir verksvið sitt og óeðlilegt að hafa þær væntingar að þeir sitji uppi með viðgerða diska sem aldrei verða seldir sem nýjir.

Með því að leysa það þannig, þá væri þetta aðallega smá vinna fyrir tölvubúðina, samt ekkert mikið meiri heldur en það tekur þá að vera 4 sinnum í samskiptum við viðskiptavin til þess að neita honum um þetta, auk smávægilegs sendingarkostnaðar sem þó deilist niður á slatta af diskum og telur aldrei meira en einhverja hundraðkalla per disk.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af russi »

Óli, veit Freyja af þessu?

Höfundur
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af olihar »

Klemmi skrifaði:
gunni91 skrifaði:hvaða rugl er þetta. Af hverju ætti tölvulistinn ekki að taka þetta í ábyrgð? Þeir rukka siðan framleiðandan úti og fá þetta að mestu leyti bætt sjálfir.
Ekki alveg svoleiðis sem þetta virkar með íhluti, ef að eitthvað fellur undir ábyrgð þá er algengast að tölvubúðin skipti bilaða disknum út fyrir nýjan, sendi svo bilaða diskinn út og fái annan sambærilegan en viðgerðan til baka.

Í svona málum þegar þetta er komið framyfir 2 ár þætti mér eðlilegt og sanngjarnt að tölvubúðin tæki við diskunum, sendi þá út og léti viðskiptavininn hafa viðgerðu diskana sem skiluðu sér til baka, þar sem þeir eru að fara út fyrir verksvið sitt og óeðlilegt að hafa þær væntingar að þeir sitji uppi með viðgerða diska sem aldrei verða seldir sem nýjir.

Með því að leysa það þannig, þá væri þetta aðallega smá vinna fyrir tölvubúðina, samt ekkert mikið meiri heldur en það tekur þá að vera 4 sinnum í samskiptum við viðskiptavin til þess að neita honum um þetta, auk smávægilegs sendingarkostnaðar sem þó deilist niður á slatta af diskum og telur aldrei meira en einhverja hundraðkalla per disk.
Enda stóð svo sem ekkert annað til en að bíða eftir RMA diskunum, ég fór aldrei fram á það við TL að þeir myndu láta mig hafa nýja diska strax. Ef þeir hefðu gert slíkt hefði það verið 100% þeirra val.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af mind »

olihar skrifaði: Enda stóð svo sem ekkert annað til en að bíða eftir RMA diskunum, ég fór aldrei fram á það við TL að þeir myndu láta mig hafa nýja diska strax. Ef þeir hefðu gert slíkt hefði það verið 100% þeirra val.
Að fá ábyrgð framfylgt beint hjá söluaðila er annað en að biðja viðkomandi um að framfylgja ábyrgð til framleiðanda fyrir sína hönd.
Þegar fyrirtækið sjálft tekur hlut í ábyrgð værirðu að fá nýja vöru og þar með einnig nýtt ábyrgðartímabil á þeirri vöru.
Að fá ábyrgð framfylgt fyrir sína hönd til framleiðanda fengirðu hinsvegar vöruna einfaldlega viðgerða.

Það er því daggóður munur á þessum tveimur hlutum.

Gefið tóninn á póstunum þá er ekki langt stökk að giska að aðeins hafi verið reynt á annan af þessum hlutum. Og gefið að fyrri punkturinn virðist hafa fallið á einföldu tækniatriði, þá benda hlutir eilítið til að næst hafi verið ákveðið að allt sé ömurlegt frekar en að endurskoða leiðina að lausn.

Það hafa sennilega allir lent í einhverjum vandamálum með viðskipti við fyrirtæki, tala nú ekki um internet og símafyrirtækin. Reynslan segir þó að rétt og róleg samskipti sem útskýra hlutina skýrt og vel dugir gott sem alltaf til þess að lausn komi upp á borðið.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af dori »

mind skrifaði:
olihar skrifaði: Enda stóð svo sem ekkert annað til en að bíða eftir RMA diskunum, ég fór aldrei fram á það við TL að þeir myndu láta mig hafa nýja diska strax. Ef þeir hefðu gert slíkt hefði það verið 100% þeirra val.
Að fá ábyrgð framfylgt beint hjá söluaðila er annað en að biðja viðkomandi um að framfylgja ábyrgð til framleiðanda fyrir sína hönd.
Þegar fyrirtækið sjálft tekur hlut í ábyrgð værirðu að fá nýja vöru og þar með einnig nýtt ábyrgðartímabil á þeirri vöru.
Að fá ábyrgð framfylgt fyrir sína hönd til framleiðanda fengirðu hinsvegar vöruna einfaldlega viðgerða.

Það er því daggóður munur á þessum tveimur hlutum.

Gefið tóninn á póstunum þá er ekki langt stökk að giska að aðeins hafi verið reynt á annan af þessum hlutum. Og gefið að fyrri punkturinn virðist hafa fallið á einföldu tækniatriði, þá benda hlutir eilítið til að næst hafi verið ákveðið að allt sé ömurlegt frekar en að endurskoða leiðina að lausn.

Það hafa sennilega allir lent í einhverjum vandamálum með viðskipti við fyrirtæki, tala nú ekki um internet og símafyrirtækin. Reynslan segir þó að rétt og róleg samskipti sem útskýra hlutina skýrt og vel dugir gott sem alltaf til þess að lausn komi upp á borðið.
Vissulega er alltaf einhver sem hefur slæma sögu af öllum fyrirtækjum. En það er eins og það sé alltaf Tölvulistinn sem er með vesen þegar það eru einhver vafamál eða þegar þeir eru beðnir um eitthvað aðeins meira en þeir nauðsynlega verða.

Mér skilst einmitt af þessu sem olihar hefur lýst hérna að hann hafi beðið þá um að senda diskana út (rukkað fyrir kostnað við það) til þeirra söluaðila þar sem WD vill ekki taka við þessu nema í gegnum þá leið og þeir hafi einfaldlega neitað því þar sem þeir nenna ekki að díla við þetta.

Höfundur
olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af olihar »

mind skrifaði:
olihar skrifaði: Enda stóð svo sem ekkert annað til en að bíða eftir RMA diskunum, ég fór aldrei fram á það við TL að þeir myndu láta mig hafa nýja diska strax. Ef þeir hefðu gert slíkt hefði það verið 100% þeirra val.
Að fá ábyrgð framfylgt beint hjá söluaðila er annað en að biðja viðkomandi um að framfylgja ábyrgð til framleiðanda fyrir sína hönd.
Þegar fyrirtækið sjálft tekur hlut í ábyrgð værirðu að fá nýja vöru og þar með einnig nýtt ábyrgðartímabil á þeirri vöru.
Að fá ábyrgð framfylgt fyrir sína hönd til framleiðanda fengirðu hinsvegar vöruna einfaldlega viðgerða.

Það er því daggóður munur á þessum tveimur hlutum.

Gefið tóninn á póstunum þá er ekki langt stökk að giska að aðeins hafi verið reynt á annan af þessum hlutum. Og gefið að fyrri punkturinn virðist hafa fallið á einföldu tækniatriði, þá benda hlutir eilítið til að næst hafi verið ákveðið að allt sé ömurlegt frekar en að endurskoða leiðina að lausn.

Það hafa sennilega allir lent í einhverjum vandamálum með viðskipti við fyrirtæki, tala nú ekki um internet og símafyrirtækin. Reynslan segir þó að rétt og róleg samskipti sem útskýra hlutina skýrt og vel dugir gott sem alltaf til þess að lausn komi upp á borðið.
Ég skil þennan póst þinn ekki alveg, þú segir hér að ég hafi bara reynt að fara eina leið að málinu og ég hafi gert það með einhverjum látum, það var farið vel yfir hlutina og af yfirvegun,(diskarnir voru meira að segja í 1 skiptið skildir eftir í Tölvulistanum), ég hafði engan áhuga á að setja þetta inn en ég sá mig tilneyddan til og fá álit ykkar á þessum málum og láta ykkur vita í leiðinni að Tölvulistinn mun ekki samkvæmt þeim sjálfum virða meira en árs ábyrgð á Western Digital Vörum Ef keypt er með fyrirtækjakenntölu og 2 ár með persónulegri. Sama hvort varan sé með 2, 3, 5 eða 7 ára ábyrgð. Þetta hlítur þá að gilda einnig um aðrar vörur hjá þeim sem eru oft á tíðum með langa ábyrgð, t.d. 7 ár á góðum aflgjöfum.

Mér finnst þetta alveg ömurlegt og ég stend uppi með 2 ónýta diska og vont bragð í munninum yfir þjónustunni hjá þeim, sérstaklega eftir að ég talaði við aðra aðila um sama hlut. (Eina sem Tölvulistinn fær út úr þessu er enn verra rep en þeir hafa nú þegar, þar sem þeir hefðu ekki þurft að eyða stakri krónu sjálfir (aftur munið, ég var alltaf tilbúinn að borga RMA kostnað) ef þeir hefði einfaldlega gert RMA fyrir mig eins og eina leiðin virðist vera fyrir WD vörur)

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Dúlli »

olihar skrifaði:
mind skrifaði:
olihar skrifaði: Enda stóð svo sem ekkert annað til en að bíða eftir RMA diskunum, ég fór aldrei fram á það við TL að þeir myndu láta mig hafa nýja diska strax. Ef þeir hefðu gert slíkt hefði það verið 100% þeirra val.
Að fá ábyrgð framfylgt beint hjá söluaðila er annað en að biðja viðkomandi um að framfylgja ábyrgð til framleiðanda fyrir sína hönd.
Þegar fyrirtækið sjálft tekur hlut í ábyrgð værirðu að fá nýja vöru og þar með einnig nýtt ábyrgðartímabil á þeirri vöru.
Að fá ábyrgð framfylgt fyrir sína hönd til framleiðanda fengirðu hinsvegar vöruna einfaldlega viðgerða.

Það er því daggóður munur á þessum tveimur hlutum.

Gefið tóninn á póstunum þá er ekki langt stökk að giska að aðeins hafi verið reynt á annan af þessum hlutum. Og gefið að fyrri punkturinn virðist hafa fallið á einföldu tækniatriði, þá benda hlutir eilítið til að næst hafi verið ákveðið að allt sé ömurlegt frekar en að endurskoða leiðina að lausn.

Það hafa sennilega allir lent í einhverjum vandamálum með viðskipti við fyrirtæki, tala nú ekki um internet og símafyrirtækin. Reynslan segir þó að rétt og róleg samskipti sem útskýra hlutina skýrt og vel dugir gott sem alltaf til þess að lausn komi upp á borðið.
Ég skil þennan póst þinn ekki alveg, þú segir hér að ég hafi bara reynt að fara eina leið að málinu og ég hafi gert það með einhverjum látum, það var farið vel yfir hlutina og af yfirvegun,(diskarnir voru meira að segja í 1 skiptið skildir eftir í Tölvulistanum), ég hafði engan áhuga á að setja þetta inn en ég sá mig tilneyddan til og fá álit ykkar á þessum málum og láta ykkur vita í leiðinni að Tölvulistinn mun ekki samkvæmt þeim sjálfum virða meira en árs ábyrgð á Western Digital Vörum Ef keypt er með fyrirtækjakenntölu og 2 ár með persónulegri. Sama hvort varan sé með 2, 3, 5 eða 7 ára ábyrgð. Þetta hlítur þá að gilda einnig um aðrar vörur hjá þeim sem eru oft á tíðum með langa ábyrgð, t.d. 7 ár á góðum aflgjöfum.

Mér finnst þetta alveg ömurlegt og ég stend uppi með 2 ónýta diska og vont bragð í munninum yfir þjónustunni hjá þeim, sérstaklega eftir að ég talaði við aðra aðila um sama hlut. (Eina sem Tölvulistinn fær út úr þessu er enn verra rep en þeir hafa nú þegar, þar sem þeir hefðu ekki þurft að eyða stakri krónu sjálfir (aftur munið, ég var alltaf tilbúinn að borga RMA kostnað) ef þeir hefði einfaldlega gert RMA fyrir mig eins og eina leiðin virðist vera fyrir WD vörur)
Nákvæmlega og þetta er heldur ekkert nýtt hjá þeim.

Finnst líka mjög slæmt að þeir vilja ekki gefa afstöðu.

Það eru 3x einstaklingar hér sem vinna hjá þeim í ýmsum deildum og það að þeir svari ekki er bara kjánalegt.

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Emarki »

Ég ætla að fara senda þeim póst og spyrja hvort aflgjafinn frá corsair sem ég keypti frá þeim sem er með 10 ára corsair ábyrgð sé einungis með 1 árs ábyrgð hjá þeim.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af rapport »

TL er að klúðra þessu, þeir hefðu hreinlega átt að segja "ábyrgðin okkar er útrunnin" og það yrði þá bara rukkað tímagjald fyrir vinnuna sem færi í þetta mál, gefa svo 25% afslátt vegna viðskiptavildar og að þetta er easy EF þeir kunna þetta.

Það væri ekki ósanngjörn lending, er það?
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af DJOli »

@Olihar: Ég mæli með í kjölfarið að hætta öllum viðskiptum við fyrirtækið ef þetta eru viðskiptahættirnir og þjónustan sem þeir bjóða uppá.
@Emarki: Ef þeir segjast ekki ætla að fylgja eftir ábyrgð framleiðanda þá myndi ég fara fram á endurgreiðslu á vörunni, og ef það verður vesen, þá er hægt að nýta þennan þráð í kvörtun til neytendasamtakana.

Það er bara svo ógeðslega grautfúlt að fyrirtæki sem myndi ekkert annað en hagnast á góðum umsögnum viðskiptavina bara einfaldlega nenni ekki að standa í að gera gott fyrir kúnnann.

Svona til "samanburðar" þá fékk ég fyrir nokkrum árum (líklegast 2012) skipt út 6 eða 7 ára corsair vinnsluminnum sem voru seld með tagginu "lífstíðarábyrgð". Nýja kubbinn fékk ég sendann til mín án nokkurra vandræða og án þess að þurfa að ræða það neitt frekar, en ekki var einungis um að ræða "frítt replacement" heldur fría uppfærslu þar sem þetta voru 2x1gb kubbar, og ég fékk 1x4gb í staðinn.

En það var reyndar hjá Att.is, svo það hlýtur að gefa einhverja hugmynd um viðskiptahætti.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af mind »

olihar skrifaði:Ég skil þennan póst þinn ekki alveg, þú segir hér að ég hafi bara reynt að fara eina leið að málinu og ég hafi gert það með einhverjum látum, það var farið vel yfir hlutina og af yfirvegun,(diskarnir voru meira að segja í 1 skiptið skildir eftir í Tölvulistanum), ég hafði engan áhuga á að setja þetta inn en ég sá mig tilneyddan til og fá álit ykkar á þessum málum og láta ykkur vita í leiðinni að Tölvulistinn mun ekki samkvæmt þeim sjálfum virða meira en árs ábyrgð á Western Digital Vörum Ef keypt er með fyrirtækjakenntölu og 2 ár með persónulegri. Sama hvort varan sé með 2, 3, 5 eða 7 ára ábyrgð. Þetta hlítur þá að gilda einnig um aðrar vörur hjá þeim sem eru oft á tíðum með langa ábyrgð, t.d. 7 ár á góðum aflgjöfum.

Mér finnst þetta alveg ömurlegt og ég stend uppi með 2 ónýta diska og vont bragð í munninum yfir þjónustunni hjá þeim, sérstaklega eftir að ég talaði við aðra aðila um sama hlut. (Eina sem Tölvulistinn fær út úr þessu er enn verra rep en þeir hafa nú þegar, þar sem þeir hefðu ekki þurft að eyða stakri krónu sjálfir (aftur munið, ég var alltaf tilbúinn að borga RMA kostnað) ef þeir hefði einfaldlega gert RMA fyrir mig eins og eina leiðin virðist vera fyrir WD vörur)
Ég veit náttúrulega ekki allar hliðar á þessu máli eða heildarsöguna. Mér finnst bara 2x4TB diskar alveg vera peningur og væri eflaust að þaulreyna allar leiðir, og túlkaði sem svo að það hefði mögulega ekki verið búið.

Hvort sem er umfram hvaða ábyrgð lögin segja til um eða ekki, þá er ekki eins og það sem þú ert að biðja um sé óraunhæft, og maður myndi halda að rökhugsandi einstaklingur hinu megin við borðið myndi allavega skoða það. Flatt nei, ekki okkar mál og okkur er alveg sama passar frekar illa við það.

Í þínum sporum og með 2x4TB diska væri enn eitthvað í uppgjöf hjá mér, væri eflaust að breyta aðferðinni minni eða leita af réttu manneskjunni hjá fyrirtækinu til að í það minnsta fá betri ástæðu en bara, nei þetta er ekki okkar vandamál.
Er ekki eins og þurfir að tala við einhverja lögfræðinga og borga þeim fyrir hverja einustu mínótu :)
Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Urri »

Ágætt að vita af svona og þá sniðganga þessar verslanir sem hegða sér svona. Sérstaklega þar sem ég fer bráðlega að kaupa 4 x WD NAS diska.

Þakka fyrir að forða mér frá verslun sem hegðar sér svona.
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Western Digital - Tölvulistinn - Ábyrgð

Póstur af Emarki »

Já, maður þarf að skoða þetta.

Annars hef ég vanið mig á að versla alltaf allt við Att.is, ég hef 2svar lent í eitthverju veseni og þeir koma alltaf og redda því.

Eitt var aflgjafi sem var 2 ára sem ég fékk nýjan í staðinn og hitt var corsair lyklaborð sem að það brotnaði stafur. Frábær þjónusta hjá Att.is.
Svara