Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.


Höfundur
Matlock
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 12. Jan 2017 05:00
Staða: Ótengdur

Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Matlock »

Góðan daginn, já eða kvöldið.

Ég hef lengi fylgst með Vaktinni, sem og spjallborðinu og ákvað loksins að búa til aðgang.

Eins og titillinn gefur til kynna þá er ég að fara að uppfæra borðtölvuna mína.
4 ár eru síðan ég uppfærði turninn minn og langar mig að fara í eitthvað almennilegt í þetta skipti. Ég hef hingað til verið með "half arsed" tölvur sem ég hef ekki náð að nýta í það sem mig hefur langað til að gera.
Budgeti-ið mitt mun vera að sirka 180-200 þúsund þúsund krónum (helst ekki yfir 200).

Tölvuna mun ég koma til með að nota í myndvinnslu, klippingu og vfx.
Ég hef verið að skoða í kringum mig á netinu og hef ákveðnar hugmyndir. Hef verið að skoða hinar og þessar vélar á pcpartpicker og reddit aðallega (mikið linkað á pcpartpicker á reddit) en mig langar að sjá hvað ég get farið í gott á þessu budgeti keypt hérna heima.

Getið þið komið með einhverjar góðar hugmyndir að tölvu á þessu budgeti?

p.s er þetta ekki annars rétta spjallborðið, þ.e F.A.Q til að koma með svona spurningar?
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af kiddi »

Sæll og vertu velkominn! Þú ert á hárréttum stað með þessa spurningu.

Ég vinn sjálfur við tæknibrellur & hreyfigrafík og hef gert í yfir 20 ár, og er sömuleiðis umkringdur öðrum sem vinna á öllum sviðum myndvinnslu.

Þessi tölva hér hjá Tölvutækni er í raun algjört dúndur og hægt að nota hana sem viðmið, eina sem vantar uppá er betra skjákort svo Adobe Premiere eða DaVinci Resolve geti unnið almennilega:

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=3036

En ath. að t.d. Adobe Premiere & After Effects gera ekki mikinn greinarmun á rándýru Geforce 1080GTX 8GB skjákorti eða gömlu notuðu Geforce 780GTX 3GB skjákorti svo þú þarft ekki að bæta miklu við til að gera tölvuna frábæra. Ef einhver reynir að telja þér trú um að þú þurfir að fara í 6-8 kjarna monster með ECC RAM og hvaðeina þá skaltu hunsa það því það á ekki við nema þú sért í 3D vinnslu - öll hin forritin sem tengjast myndvinnslu og kvikmyndagerð vinna best á fáum, hröðum kjörnum eins og t.d. Intel i7 4790K / 6700K / 7700K.

Höfundur
Matlock
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 12. Jan 2017 05:00
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Matlock »

Þetta var akkúrat svarið sem ég var að leitast eftir og gott betur!
Ég yrði aðeins yfir budgeti ef ég tæki þetta með því að taka windows10 og ágætis skjákort í leiðinni, held að það sé samt skynsamlegra út af ábyrgð og þess háttar í stað þess að kaupa úti.

Nefndin þakkar fyrir.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af mind »

Hafðu í huga að ef diskurinn skiptir máli, sem gerir oft í videovinnslu. Þá eru m.2 diskar komnir langt framyfir bara 500Mb/s í les og skrifhraða, getur auðveldlega 4-5 faldað þann hraða með að kaupa aðeins dýrari og betri disk.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Klemmi »

Matlock skrifaði:Þetta var akkúrat svarið sem ég var að leitast eftir og gott betur!
Ég yrði aðeins yfir budgeti ef ég tæki þetta með því að taka windows10 og ágætis skjákort í leiðinni, held að það sé samt skynsamlegra út af ábyrgð og þess háttar í stað þess að kaupa úti.

Nefndin þakkar fyrir.
EF þú ert á þröngu budgeti að þá geturðu auðveldlega farið í ódýrara móðurborð (en misst þá uppfærslumöguleikann á að fara í meira en 32GB í vinnsluminni) og ódýrari kassa. Sama gildir um að þú getur látið þetta sleppa með retail kælingunni, þó ég mæli auðvitað með því að hafa góða kælingu ef peningur leyfir.

Hér að neðan er nánast sami pakki nema með þessum 3 breytingum (vantar samsetningu sem er líklega ~6þús), auk þess sem ég set K týpuna af örgjörvanum til að fá smá auka kraft. Líkt og Kiddi nefnir að þá er alveg möguleiki að þú fyndir lítinn mun á t.d. GTX 780 og nýlegri kortum, svo að þú getur skoðað með að fá það notað...
tillaga.png
tillaga.png (220.04 KiB) Skoðað 4815 sinnum
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af linenoise »

Ef þú getur beðið í 1-2 mánuði, þá er spurning um að bíða eftir 8 kjarna Ryzen og sjá hvort hann stendur undir hæpinu.

Það er nokkuð öruggt að afköstin í heavy multithreaded vinnslu eins og það sem þú ert að spá í verða álíka og Intel i7 6900K. Meira en 50% hraðvirkari en i7 6700K semsagt. Tæknigúrúrar eru að vona að verðið verði samkeppnishæft við bestu 1151 örgjörvana, þá í kringum 50K+ hingað kominn.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af linenoise »

Hvað með hávaða frá vélinni?

Spurning um að kaupa frekar Silencio 352 kassa ef þú ætlar að fara að ráðum Klemma og kaupa mAtx móðurborð. Eins spurning um að eyða 5K auka í að kaupa Corsair RM550x aflgjafa. Hann er a) af mun hærri gæðum og b) hljóðlátur.

Ef þú kaupir 6700K, eins og Klemmi stingur upp á þarftu að kaupa örgjörvakælingu með. Hún fylgir ekki. Þá er spurning um að kaupa hljóðlátari kælingu en stock. Arctic i11 er frekar ódýr og mjög hljóðlát eða þú getur keypt Noctua NH-D15 ef þú vilt þá hljóðlátustu.

Líklega meira cost effective samt - ef þú kaupir svona mobo sem er ekki hægt að overclocka hvort eð er - að kaupa bara 6700 (ekki 6700K) með stock kælingu.

Svo með skjákort. Ef þú ert að fara í CGI, þá viltu kannski fara beint í gott skjákort ef þú vilt preview-a flókin scenes. 1060 6GB er mjög gott fyrir peningana ef þú vilt nýtt eða fá gott notað 970 undir 25 þús eða 980 á 40. 1060 er samt meira power efficient, þannig að það ætti að vera auðveldara að finna hljóðláta útgáfu ef það skiptir máli.

Eins eru renderingtímar í Premiere betri með betri skjákortum upp að GTX 1070 en það er líklega ekki peninganna virði.

Edit: Breytti aflgjafa í Corsair RM550x því hann fæst hjá tölvutækni og er líka aðeins ódýrari en EVGA G2 550.
Last edited by linenoise on Fös 13. Jan 2017 13:22, edited 1 time in total.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Klemmi »

linenoise skrifaði:Ef þú kaupir 6700K, eins og Klemmi stingur upp á þarftu að kaupa örgjörvakælingu með. Hún fylgir ekki.
Það hafði alveg farið fram hjá mér að K týpunum fylgdi ekki vifta í dag :)

Þakka kærlega fyrir ábendinguna og leiðréttinguna.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Frosinn
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Mið 13. Jan 2010 19:33
Staðsetning: Eyrarbakki
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Frosinn »

Er fyrirhugaða NLE vélin þín hugsuð fyrir 4K RAW? Ég er sjálfur að stíga það skref og það er töluvert stökk í búnaði. Ég fjárfesti í 5 stk af 8TB diskum fyrir geymslu, en það saxast eigi að síður gríðarlega hratt á tóma plássið. Er að nota SATA3 SSD fyrir cache, preview og aðrar slíka vinnuskrár, en finn vel fyrir því að ég verð að fara í m.2 eða NVMe. Ég næli sumsé með að þú hafir diskalausnir með í pælingunni.
CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af kiddi »

Harði diskurinn er ekki endilega flöskuhálsinn fyrir 4K RAW playback, við erum með 8-12 diska Thunderbolt RAID stæður í vinnunni á Mac Pro ruslatunnum sem eru spekkaðar í botn og rauntíma 4K RAW er ekki veruleiki sem við búum við ennþá svo vel sé, amk ekki með efni úr alvöru vélum eins og RED Dragon/Weapon, ARRI Alexa o.s.frv. Við erum aftur komnir á þann stað í gamla daga þar sem "off-line" og "on-line" edit voru algeng vinnubrögð, þeas. að rendera proxy útgáfur af öllu efni svo það sé hægt að klippa það á mannsæmandi hraða.

Best bang for buck video editing & tölvubrellugræja væri:

4GHz+ 4-kjarna CPU, 4770K, 4790K, 6700K, 7700K
16GB RAM er fínt (32GB væri betra, en ekki nauðsynlegt)
1060 GTX 6GB skjákort (VRAM skiptir meira máli en kraftur fyrir playback, fjöldi CUDA kjarna skiptir meira máli fyrir encode tíma, samt bara upp að vissu marki, ég finn ekki mun á 1080GTX 8GB og 780GTX 3GB hvað það varðar)
SSD undir stýrikerfi og forrit
7200rpm stór geymsludiskur undir videoefni, hægt væri að splæsa 2x diskum í RAID0 inni í vélinni fyrir 300MB+/sec hraða

En notabene, flest videoefni þarf ekki mikið meira en 100MB/sec. T.d. í augnablikinu er ég að vinna með 4K efni úr Sony A7sII og hver sekúnda er ~12.5MB.

Þegar við erum komnir fram úr þessum spekkum þá erum við komnir í "diminishing returns" regluna, þeas. að hver þúsundkall skilar sér ekki hlutfallslega heill til baka í auknum afköstum. Sem dæmi myndi tölva sem kostar 300% meira skila 50% auknum afköstum.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af linenoise »

Þetta er þá mitt build, byggt á Klemma tillögu. Vantar stýrikerfi, samsetningu og notað skjákort. Ég er með i3 6100 með stock í svona kassa, og það heyrist mjög lítið á fullu blasti. Kannski heyrist meira í i7 6700 samt :D

Mynd

Tékkaðu samt á Ryzen ef þú getur beðið. Gæti verið gamechanger fyrir þitt usecase.

Höfundur
Matlock
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 12. Jan 2017 05:00
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Matlock »

Ég er einmitt á budgeti en samt ekki of tight budgeti ;)

Ég lít svo á þessi tölva verði stökkpallur fyrir mig sem ég get svo uppfært þegar á líður. Ég mun koma til með að hafa nóg diskapláss á henni en verð samt ekki að fikta mikið í stórum verkefnum eða mikið af 4K efni eins og er. Ég ligg á aragrúi af slow-mo klippum úr litlu Sony vélinni minni sem ég hef ákveðnar hugmyndir fyrir sem ég ætla að byrja á, ásamt öðrum tökum sem ég hef verið að pæla í og skrifað niður.
Ætla að bíða og sjá hvað AMD hefur að færa með Ryzen þar sem að þetta er ekki akút hjá mér að kaupa hana núna.

Og takk aftur fyrir mjög góðar og lærdómsríkar ábendingar.
Sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa skráð mig hér.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Hjaltiatla »

kiddi skrifaði:Harði diskurinn er ekki endilega flöskuhálsinn fyrir 4K RAW playback, við erum með 8-12 diska Thunderbolt RAID stæður í vinnunni á Mac Pro ruslatunnum sem eru spekkaðar í botn og rauntíma 4K RAW er ekki veruleiki sem við búum við ennþá svo vel sé, amk ekki með efni úr alvöru vélum eins og RED Dragon/Weapon, ARRI Alexa o.s.frv. Við erum aftur komnir á þann stað í gamla daga þar sem "off-line" og "on-line" edit voru algeng vinnubrögð, þeas. að rendera proxy útgáfur af öllu efni svo það sé hægt að klippa það á mannsæmandi hraða.
Smá forvitni , eruð þið ekki að vinna á sömu Raid stæðunum (þ.e nota fleiri en einn sömu raid stæðuna t.d þegar verið er að edita) ?

Ég gef mér það að mest af Video-edit vinnslunni hjá ykkur þá skiptir READ hraðinn mestu máli.

Ég hef allavegana notað þessar forsendur þegar ég setti upp Freenas Fileserver og þurfti 4k Playback 4k=5.5 GB per minute = 733 mb/sec per user network apx 1GBE (þá er ég að tengjast yfir network ekki í Thunderbolt).
Just do IT
  √
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af kiddi »

Hjaltiatla skrifaði:Smá forvitni , eruð þið ekki að vinna á sömu Raid stæðunum (þ.e nota fleiri en einn sömu raid stæðuna t.d þegar verið er að edita) ?

Ég gef mér það að mest af Video-edit vinnslunni hjá ykkur þá skiptir READ hraðinn mestu máli.

Ég hef allavegana notað þessar forsendur þegar ég setti upp Freenas Fileserver og þurfti 4k Playback 4k=5.5 GB per minute = 733 mb/sec per user network apx 1GBE (þá er ég að tengjast yfir network ekki í Thunderbolt).
Nei hver tölva hefur sína stæðu eins og staðan er í dag, það kemur fyrir að verkefni eru unnin af stæðu sem er tengd annarri vél og það gengur bara fínt, ekkert mikið ólíkt því að vinna staðbundið. Erum að vinna í að setja upp 10GBie og miðlæga geymslu. Málið er að það er miklu meira sem telur inn í heldur en bara hraðinn á RAID stæðu þegar það kemur að því að spila 4K RAW efni, gögnin fara ekki beint af HDD og yfir á skjá, heldur er heil tölva þarna á milli og skjákort sem þarf að ná að lesa alla rammana inn og spíta þeim út aftur :) Tala nú ekki um ef það eru komnir margir layerar af videoefni, margar hljóðrásir, litaleiðrétting og jafnvel grafík layer ofan á, við erum sjaldnast eða nær aldrei að vinna eingöngu við klipp.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Hjaltiatla »

Nice

Ok , Skv mínum útreikingum (allavegana í Freenas) þarf að poola 12 diska í ZFS (1250 Megabytes/ps) saman til að fullnýta 10GbE.

Verða ansi margir diskar ef þið ætlið að setja nokkur 10GbE í diskastæðu og vinna samtímis og allir að vera með max throughput.

Þekki ekki þetta Thunderbolt stöff og ákvað að spurja :)
Just do IT
  √
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af kiddi »

Hjaltiatla skrifaði:Nice

Ok , Skv mínum útreikingum (allavegana í Freenas) þarf að poola 12 diska í ZFS (1250 Megabytes/ps) saman til að fullnýta 10GbE.

Verða ansi margir diskar ef þið ætlið að setja nokkur 10GbE í diskastæðu og vinna samtímis og allir að vera með max throughput.

Þekki ekki þetta Thunderbolt stöff og ákvað að spurja :)
Það er afar hæpið að einn notandi þurfi nokkurntíman að fullnýta 10GbE tengingu í fyrirsjáanlegri framtíð, og enn síður líklegt að 2-3 notendur þurfi alla þessa bandvídd á sama tíma :) Þetta er einmitt hugsað til að rúma nokkra notendur þægilega og gera þeim kleift að vinna af sömu RAID stæðunni til þess að einfalda verkferli og gagnaumsýslu því menn eru henda verkefnum á milli sín hægri og vinstri. Planið er að taka "litlu" stæðurnar (Pegasus R8 RAIDar) úr umferð og gera allt miðlægt á fullorðins RAID stæðu. Ég held að hver og einn notandi þurfi ekki 10GbE fyrr en við erum farnir að vinna með uncompressed 8K myndefni, og ég vona að það sé ekki að fara að gerast á næstunni því 4K er nógu þungt í dag. Eins og ég sagði fyrr á þræðinum, áhugamaður er sennilega að vinna með myndefni úr Sony A7s II eða sambærilegri vél þar sem 4K efninu er þjappað í MPEG-4, og þar er gagnaþörfin ekki nema rúm 12MB á sek, og sé því efni umbreytt í t.d. ProRes 422HQ (algjört rugl að taka MPEG4 hráefni yfir í 444) þá verður gagnaþörfin í *versta falli* um 100MB/sec.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Hjaltiatla »

kiddi skrifaði: Það er afar hæpið að einn notandi þurfi nokkurntíman að fullnýta 10GbE tengingu í fyrirsjáanlegri framtíð, og enn síður líklegt að 2-3 notendur þurfi alla þessa bandvídd á sama tíma :) Þetta er einmitt hugsað til að rúma nokkra notendur þægilega og gera þeim kleift að vinna af sömu RAID stæðunni til þess að einfalda verkferli og gagnaumsýslu því menn eru henda verkefnum á milli sín hægri og vinstri. Planið er að taka "litlu" stæðurnar (Pegasus R8 RAIDar) úr umferð og gera allt miðlægt á fullorðins RAID stæðu. Ég held að hver og einn notandi þurfi ekki 10GbE fyrr en við erum farnir að vinna með uncompressed 8K myndefni, og ég vona að það sé ekki að fara að gerast á næstunni því 4K er nógu þungt í dag. Eins og ég sagði fyrr á þræðinum, áhugamaður er sennilega að vinna með myndefni úr Sony A7s II eða sambærilegri vél þar sem 4K efninu er þjappað í MPEG-4, og þar er gagnaþörfin ekki nema rúm 12MB á sek, og sé því efni umbreytt í t.d. ProRes 422HQ (algjört rugl að taka MPEG4 hráefni yfir í 444) þá verður gagnaþörfin í *versta falli* um 100MB/sec.

Skil þig , ég er aðallega hrifinn af Freenas uppsetningu þar sem maður getur keypt mikið af dóti af Ebay mjög ódýrt ( HBA controller-a,JBOD Chassis) og þess vegna keypt slatta af Sata/SAS/refurbished drifum.
Er einmitt að skoða Backup server uppsetningu í gagnaveri hér á landi ,Ef maður setur upp lítinn Freenas server t.d með LSI 6gb sas 8e HBA og tengir við 45 diska JBOD Chassi Externally þá getur maður alltaf bætt við öðru JBOD Chassie ,þ.e Daisy chain-að fleiri JBOD Chassis-um seinna meir (í þeirri uppsetningu er ég reyndar mikið meira að pæla í Bandwith frekar en IOPS eins og maður myndi gera í Myndvinnslu file server).

Reyndar smá vinna að læra á kerfið og maður þarf að pæla í Firmware málum fyrir HBA LSI Controller-inn og að einhverju leyti Firmware fyrir netkortin á Freenas server uppsetningunni. (basicly hanna kerfið rétt og nota réttan vélbúnað)
Just do IT
  √

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af slapi »

Vá hvað þetta er skemmtilegt umræðuefni.

síðan þarf líka að pæla í að ef að menn ætla í ZFS gætu þeir verið að lenda í smá performance hit útaf checksum checki og sérstaklega þegar er búið að henda inn helling af efni í einu og stæðan er að checka sig af.

https://www.youtube.com/watch?v=MyK7ZF-svMk
Hérna er video frá Wendell í Level1Tech þar sem hann touchar aðeins á þessu
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Hjaltiatla »

slapi skrifaði:Vá hvað þetta er skemmtilegt umræðuefni.

síðan þarf líka að pæla í að ef að menn ætla í ZFS gætu þeir verið að lenda í smá performance hit útaf checksum checki og sérstaklega þegar er búið að henda inn helling af efni í einu og stæðan er að checka sig af.

https://www.youtube.com/watch?v=MyK7ZF-svMk
Hérna er video frá Wendell í Level1Tech þar sem hann touchar aðeins á þessu
Hef allavegana ekki heyrt fólk kvarta mikið yfir Performance hit við að nota open-zfs og að keyra sýndavélaumhverfi.

Þekki þennan Wendelll ekkert þannig ég veit ekkert hvort hann er marktækur um þetta málefni.

Hins vegar fannst mér þetta Video útskýra ágætlega af hverju ZFS myndi henta vel í það sem Wendall talaði um að ZFS væri hvað lakast í.


https://www.youtube.com/watch?v=QucASjuGAWY
Just do IT
  √
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af kiddi »

Langaði aðeins að bæta smá fróðleik inn í þetta, ég talaði um "law of diminishing return" fyrr í þræðinum þar sem nýjustu og bestu græjurnar skila sér ekki hlutfallslega til baka í sömu afköstum.

Ég skellti í gang H.264 enkóðun á 25mín efni úr Sony FS7, 4K 25fps hráefni, og notaði til þess Adobe Media Encoder með kveikt á CUDA. Báðar vélar eru 4790K á ASUS z97 Sabertooth mk1 móðurborðum, báðar með Corsair 32GB 2400mhz RAM, tölvurnar eru algjörlega eins að öllu leiti nema skjákorti:

780 GTX 3GB sem ég borgaði 15þ. kall fyrir notað: 32mín að enkóða
1080 GTX 8GB sem ég borgaði 120þ. fyrir nýtt: 28mín að enkóða.

Munur: 4mín eða um 14%

8x dýrara skjákort sem skilar 14% auknum afköstum.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af GuðjónR »

kiddi skrifaði:Langaði aðeins að bæta smá fróðleik inn í þetta, ég talaði um "law of diminishing return" fyrr í þræðinum þar sem nýjustu og bestu græjurnar skila sér ekki hlutfallslega til baka í sömu afköstum.

Ég skellti í gang H.264 enkóðun á 25mín efni úr Sony FS7, 4K 25fps hráefni, og notaði til þess Adobe Media Encoder með kveikt á CUDA. Báðar vélar eru 4790K á ASUS z97 Sabertooth mk1 móðurborðum, báðar með Corsair 32GB 2400mhz RAM, tölvurnar eru algjörlega eins að öllu leiti nema skjákorti:

780 GTX 3GB sem ég borgaði 15þ. kall fyrir notað: 32mín að enkóða
1080 GTX 8GB sem ég borgaði 120þ. fyrir nýtt: 28mín að enkóða.

Munur: 4mín eða um 14%

8x dýrara skjákort sem skilar 14% auknum afköstum.
Já en þú græðir 4 mínútur!
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Klemmi »

kiddi skrifaði: 8x dýrara skjákort sem skilar 14% auknum afköstum.
Þetta er ein leið til að horfa á þetta.

Önnur er að taka heildarverð tölvunnar m.v. ódýrara kortið og heildarverð tölvunnar m.v. dýrara kortið og bera saman, bendi mönnum oft á það þegar þeir eru að velja skjákort í leikjatölvu :)

Hins vegar er þetta ekki alveg sambærilegt við leikjatölvu, þar sem þarna ertu með eitthvað crunch í gangi sem þú líklega situr ekki og bíður eftir að klárist, heldur annað hvort ert að vinna í öðru eða einfaldlega taka þér pásu, svo að þú ert ekki raunverulega að "tapa" þessum 4 mínútum. Með leikjatölvurnar að þá ertu að fá constant lægri gæði og styttri líftíma tölvunnar, þ.e. hún endist lengur í nýjum leikjum með öflugra korti.

Auðvitað verður líka að taka þetta í samhengi með leikjatölvurnar, ég er ekki að segja að menn eigi að kaupa sér GTX 1080 í allar tölvur, en ef þú ert að kaupa þér leikjatölvu, þá er oft auðvelt að réttlæta það að kaupa skjákort sem er 20-30% dýrara þó það fari aðeins umfram budget.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af kiddi »

Klemmi skrifaði:Auðvitað verður líka að taka þetta í samhengi með leikjatölvurnar, ég er ekki að segja að menn eigi að kaupa sér GTX 1080 í allar tölvur, en ef þú ert að kaupa þér leikjatölvu, þá er oft auðvelt að réttlæta það að kaupa skjákort sem er 20-30% dýrara þó það fari aðeins umfram budget.
Allt gott og blessað, en þessi tiltekni þráður snérist um praktíska tölvu til myndvinnslu :) Það eru margir í mínum bransa sem fá ráðleggingar um að það dugi ekkert annað en 14 kjarna XEON, helst dual socket, með 128GB RAM og Quadro M6000 skjákorti, þegar tölva sem kostar 1/5 af þeim pakka skilar sömu, jafnvel betri afköstum því algengustu forritin vita ekkert hvað þau eiga að gera með allt þetta afl, t.d. Adobe Premiere, After Effects o.s.frv.
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af Hnykill »

Ég myndi mæla með X99 línunni. i7 6800K örgjörva, 64GB DDR4 "allavega 2666Mhz" og GTX 1070 skjákort. X99 er með quad DDR4 stuðning og gífurlegan bandvídd stuðning á alla hluti. X99 kubbasettið er nefnilega vel hannað fyrir svona multitask, multicore vinnslu eins og myndvinnsla og klipping er.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir myndvinnslu, tæknibrellur og klippingar.

Póstur af linenoise »

Hnykill skrifaði:Ég myndi mæla með X99 línunni. i7 6800K örgjörva, 64GB DDR4 "allavega 2666Mhz" og GTX 1070 skjákort. X99 er með quad DDR4 stuðning og gífurlegan bandvídd stuðning á alla hluti. X99 kubbasettið er nefnilega vel hannað fyrir svona multitask, multicore vinnslu eins og myndvinnsla og klipping er.
Ertu með tillögu að svona tölvu undir 200K?
Svara