LG OLED pælingar

Svara
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

LG OLED pælingar

Póstur af roadwarrior »

Er núna að velta fyrir mér þessum tækjum:

http://elko.is/lg-55-4k-uhd-oled-smart- ... -oled55b6v 279.990kr
http://elko.is/lg-55-uhd-oled-sjonvarp-oled55e6v 409.995kr

Aðalmunur á tækjunum er þessi:
Dýrara tækið er með 3D, soundbar og picture on glass.
Að öðru leyti eru þau eins.

Á í augnablikinu erfitt með að réttlæta það fyrir sjálfum mér að versla dýrara tækið. Ég er með mjög góðan soundbar sem er reyndar nokkura ára gamall frá LG sem ég er hæðst ánægður með. Hef verið veikur fyrir 3D en það virðist vera að allir framleiðendur séu að drepa 3D stuðning. 2017 OLED lína LG er td ekki með 3D og Samsung droppaði honum í 2016 tækjunum þannig að efni fyrir 3D tæki gæti orðið lítið á næstu árum.

Þið sem eruð með 3D möguleikann, eruð þið að nota hann yfir höfuð?
Endilega látið heyra í ykkur hvað þið mynduð gera :D
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af Tiger »

Myndi allan tíman takar ódýra tækið (ekki oft sem ég segi þetta).
Mynd

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af Viggi »

ódýrara segji ég líka þar sem ég er 3D blindur :P
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af hagur »

Ég tæki ódýrara tækið. Þetta 3D dæmi er dautt. Þú segist þegar vera með soundbar. Picture on glass hljómar og lookar vel en er varla 140þús króna virði.

sponni60
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Fim 25. Ágú 2011 18:45
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af sponni60 »

Myndi taka ódýrara tækið, er sjálfur með 65" af B línunni og gæti ekki verið sáttari.
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af roadwarrior »

Tók stökkið áðan og verslaði oledb6v tækið. Takk fyrir athugasemdirnar. Þær styrktu mig í því áliti að verðmunurinn væri of mikill miðað við aukafidusuna í dýrara tækinu ☺
Skjámynd

slubert
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Þri 10. Maí 2011 18:58
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af slubert »

stendur í lýsinguni á elko að upplausn sé HD ready (720P)? er þetta ekki UHD sjónvarp?
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af hagur »

slubert skrifaði:stendur í lýsinguni á elko að upplausn sé HD ready (720P)? er þetta ekki UHD sjónvarp?
Jú, þetta er greinilega bara villa í lýsingunni hjá þeim.

Semboy
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af Semboy »

haha ég var ready að fara strax ámorgun fyrir tækið svo er þetta 720
hef ekkert að segja LOL!
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af Tiger »

Semboy skrifaði:haha ég var ready að fara strax ámorgun fyrir tækið svo er þetta 720
Æji come on......vera vakandi.
upplausn.PNG
upplausn.PNG (23.55 KiB) Skoðað 1213 sinnum
Mynd

Semboy
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af Semboy »

.......gaur
hef ekkert að segja LOL!
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af svanur08 »

Það er ekki til HD ready 720p OLED.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af roadwarrior »

Heimasíða Elko er ekki sú besta í heimi varðandi upplýsingar um vörur og ég var búinn að sjá þetta með HD ready og var ekkert að spá í því. Síðan sem ég fór helst eftir var þessi:
http://www.displayspecifications.com/en ... on/6470382

Annars er ég hæðst ánægður með tækið :)
Skjámynd

jodazz
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 08. Okt 2009 16:09
Staða: Ótengdur

Re: LG OLED pælingar

Póstur af jodazz »

Ég var að kaupa mér svona tæki af því að sonur minn braut Samsung tækið mitt. Myndin í því er frábær en með lúkk og viðmót þá hefur Samsung (átti seríu 8 55) vinninginn. Þetta virkar meira eh "cheap".

Svo er ég að lenda í vandræðum sem mig langaði að spyrja aðra eigendur að. Tækið finnur ekki nein Bluetooth tæki. Er með headsett og hátalara sem Samsung sjónvarpið fann án vandræða en þetta LG finnur ekki neitt. Er búinn að gúggla þetta og það eina sem ég fan var að með eldri tæki þá lokaði LG á önnur bluetooth tæki en eigin framleiðslu. Skilst samt og vona að það sé búið að breyta því. Annars er þetta næstum því dílbreiker.
Sinclair spectrum 48k, Tvöfalt kasettutæki, Normende colorvision.
Svara