Hef ekki lent í þessu áður og finnst þetta því skrítið en mér sýnist að ég þurfi að greiða skatt af rafrænum hugbúnaðarkaupum.
Forritið kostar $49.95 og er auk þess til viðbótar lagt á 24% TAX/VAT við kaupin og gefin upp heildarupphæð eftir það sem ég þarf að greiða. Er þetta farið að tíðkast núna að þurfa greiða skatt til viðbótar af hugbúnaðarkaupum á vefnum þegar maður er staðsettur á Íslandi?
Það er annars um að ræða desktop leitarforrit.
Spurning vegna skatts á rafræn hugbúnaðarkaup
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning vegna skatts á rafræn hugbúnaðarkaup
Appstore hefur rukkað VSK lengi. Í raun áttu að borga VSK af vöru eða þjónustu í því landi sem þú notar vöruna eða þjónustuna.
Ef varan er uppgefin með VSK í því landi sem þú kaupir hana frá þá á að draga VSK þess lands frá áður en íslenskum VSK er bætt við.
Svo vitum við ekki hvort fyrirtæki eins og t.d. Apple skilar VSK sem það lætur okkur borga til íslenska ríkissins eða ekki, enda útlokað að fylgjast með því.
Ef varan er uppgefin með VSK í því landi sem þú kaupir hana frá þá á að draga VSK þess lands frá áður en íslenskum VSK er bætt við.
Svo vitum við ekki hvort fyrirtæki eins og t.d. Apple skilar VSK sem það lætur okkur borga til íslenska ríkissins eða ekki, enda útlokað að fylgjast með því.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning vegna skatts á rafræn hugbúnaðarkaup
Ég hef bara ekki þurft áður að greiða VSK sérstaklega til viðbótar við uppsett verð á hugbúnaði en hef þó tekið eftir því stundum að tekið sé fram að VSK gæti bæst við.GuðjónR skrifaði:Appstore hefur rukkað VSK lengi. Í raun áttu að borga VSK af vöru eða þjónustu í því landi sem þú notar vöruna eða þjónustuna.
Ef varan er uppgefin með VSK í því landi sem þú kaupir hana frá þá á að draga VSK þess lands frá áður en íslenskum VSK er bætt við.
Svo vitum við ekki hvort fyrirtæki eins og t.d. Apple skilar VSK sem það lætur okkur borga til íslenska ríkissins eða ekki, enda útlokað að fylgjast með því.
Re: Spurning vegna skatts á rafræn hugbúnaðarkaup
Hvaðan varstu að kaupa þetta? Það eru ákveðnir aðilar sem hafa verið að innheimta vsk af rafrænum vörum um nokkurt skeið, þ.m.t. Apple Appstore, Amazon ofl. og þeir skila þeim vsk til íslenska ríkisins.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 706
- Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Spurning vegna skatts á rafræn hugbúnaðarkaup
Það er Avangate sem er reseller fyrir hugbúnaðarfyrirtækið.hagur skrifaði:Hvaðan varstu að kaupa þetta? Það eru ákveðnir aðilar sem hafa verið að innheimta vsk af rafrænum vörum um nokkurt skeið, þ.m.t. Apple Appstore, Amazon ofl. og þeir skila þeim vsk til íslenska ríkisins.