Hvaða skjá fyrir PS4?

Svara

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Hvaða skjá fyrir PS4?

Póstur af EliasAndri »

Er að hugsa fá mér tölvuskjá fyrir PS4 þannig ég reikna með að ég þurfi ekki að pæla í 144hz en ég vill hafa hann 1ms.
Er að skoða þennan http://elko.is/acer-27-tolvuskjar-ac27g276hlibi en langaði að kanna snöggt hvort hér yrði mælt á móti því eða mælt með öðru frekar eða þess háttar.

Mbk,
Elías Andri

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá fyrir PS4?

Póstur af Tbot »

Spurning hvað viltu hafa skjáinn stórann?

Því í sumum af sjónvörpunum er "game mode" sem er meðal annars ætlað fyrir leikjavélar.

Höfundur
EliasAndri
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mán 15. Des 2008 16:09
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá fyrir PS4?

Póstur af EliasAndri »

Mín reynsla af 'game mode' hefur ekki verið góð. Spurning hvort um léleg sjónvörp sé að ræða.
Annars er pælingin að geta skroppið með skjáinn auðveldlega á milli staða. Var að skoða 24" en sá ekki svo mikinn verðmun að fara upp í 27" en fyrir sama skjá í 24" borga ég 10.000 kr minna. Vill líka halda budgetinu þarna í kringum ~30.000 kallinn svo ég hugsa að sjónvarp sé out of the picture.

**edit
Sá einhvað á netinu í gær þar sem verið var að bera saman panelinn eða einhvað þvíumlíkt og að ein týpan væri betri fyrir input lag og hin fyrir myndgæði. Það setti einhvern flókinn vinkil á þetta sem er einnig ástæðan að ég vildi fá smá feedback frá þeim sem þekkja þetta betur en ég.


Mbk,
Elías Andri
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá fyrir PS4?

Póstur af upg8 »

'Game mode' dregur úr öllu óþarfa processing, hvaða slæmu upplifun hefur þú af því? Það lagar ekki lélega skjái en ætti þó að vera skárra en án þess í leikjum hvað input lag varðar.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá fyrir PS4?

Póstur af svanur08 »

Klárlega TV ekki tölvuskjá, Samsung tækin 2016 modelin eru öll með aðeins kringum 20ms input lag í game mode sem er mjög gott. Ekki rugla saman response time ms og input lag ms. Input lag er aðal dæmið.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða skjá fyrir PS4?

Póstur af DJOli »

Pínu dýrari, en þó með innbyggðum hátölurum upp á hentugleikann.
http://att.is/product/aoc-27-e2770sh-skjar
http://www.tl.is/product/27-aoc-e2770sh ... -1920x1080 (Sami skjár og hjá att.is nema 2,754kr.- ódýari)
Ódýrasti 27" á Íslandi (án frekari rannsókna m. fyrirvara um afslætti ofl):
http://odyrid.is/vara/v7-27-led-full-hd ... ar-svartur
Kostur: Innbyggðir hátalarar
Galli: 5ms

Mögulega bestu kaupin:
40" Full HD sjónvarp á 39.990 hjá Sjónvarpsmiðstöðinni.
http://sm.is/product/40-full-hd-sjonvarp
Kostir:
LED
Innbyggðir hátalarar
1920x1080
3x hdmi 1.4
Scart ofl
Hægt að tengja aðrar en nýjustu kynslóð af leikjatölvum, allt niður í elstu leikjatölvur
Virkar sem sjónvarp.

Bætt við:
40" Thomson sjónvarp á sama pening og hitt tækið hjá sm.is.
http://sm.is/product/40-full-hd-sjonvarp-tho-40fa3104
Svipaðir spekkar, nema 2x hdmi, og minnst á 100hz og LCD í stað LED sem á að vera á hinu tækinu.
Ég myndi mæta með tölvuna sem þú ætlar að spila á og fá að prófa að tengja hana við sjónvarpið ef þú ert að spá í því, og sjá hvort það sé eðlilegt tv lagg á því, eða hvort það sé eitthvað spikað lagg.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Svara