Kaupa eða ekki kaupa !

Svara

Höfundur
NennuSiggi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Jan 2017 00:18
Staða: Ótengdur

Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af NennuSiggi »

Sælir , mig vantar smá ráðleggingar.

Ég er að spá í að fara kaupa mér nýja tölvu þar sem þessi ekki alveg að standa sig enda orðin nokkura ára gömul. Ég er með Geforce GTX970 4gb í henni sem ég keypti fyrir u.þ.b. ári síðan.

Er það peningana virði að fara í t.d. GTX1060 6GB ? Er ég að fara finna einhver stórkostlega mun á þessu korti og GTX970 ? Eða ætti ég að nota gamla kortið við nýju vélina ?

kv. NennuSiggi

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Viggi »

Hvað er hún ekki að standa sig í? er með 3570k örgjörva og 970 og er að keyra bf1 high í 1080p og ekkert mál
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af upg8 »

Nei það er ekki þess virði, geymdu það þar til þú hefur tök á að kaupa almennilegt skjákort...

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af kiddi »

Skjákortið er líklega síðasti hluturinn til að "standa sig ekki" í tölvunni hjá þér, 970 er skrambi fínt kort enn í dag og á að ráða við alla leiki í flottum gæðum að því gefnu að restin af tölvunni sé í lagi. Hvað geturðu sagt okkur um tölvuna þína?

Höfundur
NennuSiggi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Jan 2017 00:18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af NennuSiggi »

https://postimg.org/image/610jh5l3t/

Mér finnst hún einmitt ekki vera að standa sig nógu vel í BF :]

Ég keypti tilbúinn turn á sínum tíma og ég hef ekki breytt honum á neitt hátt nema breyta úr GTX760 í GTX970 svo það ætti varla að skipta máli í sambandi við t.d. powersupply ?
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Alfa »

Hvernig er restin af tölvunni hjá þér? 970 GTX er mjög sambærilegt og 1060 3gb og 6gb útgáfan er kannski max 5-8% öflugri svo nei ekki þess virði.

Hvaða leiki ertu að spila, t.d. Overwatch og CS GO keyra mun betur á gömlum i3 en cheap AMD Quads. (5xxx-8xxx)
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

Höfundur
NennuSiggi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Jan 2017 00:18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af NennuSiggi »

Download-aði speccy til að sjá þetta betur....

Intel Core i5 4670 @ 3.40GHz

Gigabyte Technology Co. Ltd. B85M-D3H

4095MB NVIDIA GeForce GTX 970 (Gigabyte)

8,00GB Dual-Channel DDR3 @ 665MHz (9-9-9-24) ......... Afhverju stendur þarna 665MHz ? á þetta ekki að vera 1600 MHz ? Næstum viss um að það 1600MHz.

111GB Samsung SSD 840 EVO 120G SCSI Disk

1863GB Western Digital WDC WD20EZRX-00D8PB0 SCSI Disk


Hérna eru allar upplysingarnar held ég :)

kv. Siggi
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Klemmi »

NennuSiggi skrifaði:8,00GB Dual-Channel DDR3 @ 665MHz (9-9-9-24) ......... Afhverju stendur þarna 665MHz ? á þetta ekki að vera 1600 MHz ? Næstum viss um að það 1600MHz.
Þetta er DDR minni, double-data-rate, þú getur því margfaldað tíðnina með tveimur :) Hins vegar færðu þá ~1333MHz, svo ef þú ert með 1600MHz þarftu líklega að stilla þau rétt í BIOS. Almennt nægir að setja XMP profile á til að fá allt rétt.

Annars kemur mér mikið á óvart ef tölvan er ekki að standa sig líkt og þú nefnir, ertu að tala um í leikjum eða einhverju öðru?
Hvaða stýrikerfi ertu með?
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Njall_L »

Sé að þú ert með Windows 7. Vélbúnaðurinn hjá þér ætti að vera frekar solid en spurning hvort að Windows 10 myndi ekki hjálpa þér töluvert.

Sjá betur forum þráð hérna: http://battlelog.battlefield.com/bf4/fo ... 196499445/
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Alfa »

OP talar reyndar hvergi um að hann sé að spila BF en það er rétt að Battlefield og þá sérstaklega BF4 og BF1 keyrir betur á windows 8.1 og Win 10 en 7.

Rétt hjá Klemma með minnið, finna XMP profile, heitir stundum bara profile1 t.d. á Gigabyte borðum ef ég man rétt, eða stilla memory multiplier á 16. Sjá hér https://youtu.be/Nm6Szhj_SQs?t=85

Öðru leiti ætti þessi vél að höndla alla leiki ágætlega, þó reyndar mæli ég með allavega 12gb minni fyrir BF1 t.d
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af rapport »

Ég leik þann leik að hafa spes SSD bara fyrir stýrikerfið, allar gagnamöppur eru á öðrum HDD og öll forrit og leiki á öðrum SSD.

Þá er t.d. pagefile ekki á sama SSD og leikurinn keyrir á.

En annars þá mundi ég líka stækka minnið og muna að nota eitthvað tól til að slökkva á öllu aukadóti á vélinni á meðan maður er að spila, "Game booster" eða e-h álíka - http://www.razerzone.com/cortex/boost (er í raun það sama og frá iobit, held ég).

Þá keyri ég TCP optimizer alltaf öðru hvoru - http://www.speedguide.net/downloads.php


Ég er ekki að lenda í neinum vandamálum með neitt nema netið, lagg... en er reyndar ekki að spila alveg svona þunga leiki og er með i7 2600K + AMD7950 3Gb kort (sem performar um 50% af GTX970).

http://www.pcgamer.com/battlefield-1-sy ... uirements/
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Alfa »

Ég styð það líka, sér SSD fyrir stýrikerfi og sér SSD fyrir leiki, sérstaklega sem hafa löng loading times. Persónulega er ég með 4 SSD drif í vélinni og nota eitt svo fyrir Shadowplay Recording.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Moldvarpan »

Það er ekki þess virði að uppfæra úr 970 í 1060.

Hinsvegar myndi ég stilla minnin rétt eins og hefur verið nefnt, og 8GB í vinnsluminni, er ekki mikið fyrir stóra leiki.

Meira minni, laga minnisstillingar og skoða betri uppsetningarmöguleika(win10 í staðin fyrir win7, til að fá dx12 support, og jafnvel hafa leikinn á stýrikerfisdisknum).

Þetta eru mínar ráðleggingar.

Höfundur
NennuSiggi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Jan 2017 00:18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af NennuSiggi »

Ég þakka kærlega fyrir svörin , ætla að skoða þetta betur og sjá hvort ég fái þetta ekki til að virka aðeins betur !

kv. Siggi

Höfundur
NennuSiggi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Jan 2017 00:18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af NennuSiggi »

Sælir aftur ! Ég er óttalega vitlaus í þessu BIOS dæmi.

Opnaði tölvuna mína til að vita nákvæmlega hvaða dæmi ég þarf að dl.

GA-B85M-D3H (rev. 1.0/1.1) Sem sagt það stendur á móðurborðinu rev 1.1

Fór næst hingað ..... http://www.gigabyte.com/products/produc ... RWD=0#bios

Búinn að prufa að dl f12 dæminu og f15 án þess svosem að hafa hugmynd um hvað ég er að gera. Nema ef eg opna þessa file-a þá segjir tölvan að hún geti ekki startað þessu því það styður ekki 64bit windows.

Er ég á réttum slóðum til að updeita Bios-inn ?


kv. NennuSiggi
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af SolidFeather »

Hvað er samt vandamálið? Þú segir að tölvan sé ekki að standa sig, í hverju er hún ekki að standa sig?

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af rbe »

ég held að tölvan fari ekkert hraðar við að uppfæra bios.?
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Alfa »

NennuSiggi skrifaði:Sælir aftur ! Ég er óttalega vitlaus í þessu BIOS dæmi.

Opnaði tölvuna mína til að vita nákvæmlega hvaða dæmi ég þarf að dl.

GA-B85M-D3H (rev. 1.0/1.1) Sem sagt það stendur á móðurborðinu rev 1.1

Fór næst hingað ..... http://www.gigabyte.com/products/produc ... RWD=0#bios

Búinn að prufa að dl f12 dæminu og f15 án þess svosem að hafa hugmynd um hvað ég er að gera. Nema ef eg opna þessa file-a þá segjir tölvan að hún geti ekki startað þessu því það styður ekki 64bit windows.

Er ég á réttum slóðum til að updeita Bios-inn ?


kv. NennuSiggi
Update-a bios og stilla minnið rétt er ekki það sama, við vorum bara tala um að stilla minnið svo það sé 1600mhz en ekki 1333mhz er það ekki

Þú ýtir á Del (<-) til að fara í bios líklega á þessu borði !
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af rbe »

https://www.microsoftstore.com/store/ms ... 10Pro_ModE
held að þetta sé besta lausnin ? sérstaklega ef þú ert með 4-5ára gamla uppsetningu af win 7 eða setja upp win 7 aftur.
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Alfa »

rbe skrifaði:https://www.microsoftstore.com/store/ms ... 10Pro_ModE
held að þetta sé besta lausnin ? sérstaklega ef þú ert með 4-5ára gamla uppsetningu af win 7 eða setja upp win 7 aftur.
Ha er besta lausnin að kaupa windows 10 PRO á 42 þús af því að tölvan er hæg?

Það er löngu búið að benda honum á að setja upp windows aftur, helst win10 í stað win7, setja minnið í 1600mhz og annaðhvort bæta við 8gb við núerandi 8 eða kaupa ný 16gb.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

Höfundur
NennuSiggi
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fim 05. Jan 2017 00:18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af NennuSiggi »

Ég veit að það er ekki það sama. Held alveg örugglega að tölvan mín sé síðan seinnt á árinu 2013 eða snemma árs 2014. Ég hélt bara svona í blindni að ég þyrfti að updeita þetta eins og annað. Kannski þarf ég ekkert að spá i þessu.

Sný mér bara að öðrum málum , ég fór t.d. ekki með rétt mál með vinnsluminnið mitt því það er 1333MHz. Held að ég splæsi bara í 16gb minni (1600MHz)og uppfæri windows og læt það duga í bili.

Takk fyrir hjálpina.

kv. NennuSiggi
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Alfa »

Ef þu hefur ekki reynslu að uppfæra bios þá er hugbùnaður sem þù getur notað ì windows frá gigabyte sem heitir @bios ef ég man rétt. Finnir það á gigabyte sìðunni fyrir tilheyrandi mòðurborð. Mun ekki auka hjá þér hraðan á tölvunni þò en gæti aukið memory, cpu og gpu support
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Emarki »

Það er stundum ótrúlegt hvað það getur gert að update-a biosinn. Annars er minnið hans að keyra á 1330mhz enn ef það er 1600mhz þarf að stilla það í bios.

Ótrúlega margir sem bara kaupa minni enn kunna ekki að stilla það, var hjá kunningja mínum um daginn, hann var með 3200mhz ddr4 svo sé ég það í cpu-z að það var bara á 2400mhz.

Varðandi biosinn þá átti ég í óútskýranlegu input laggi í csgo sem lagaðist eftir bios update.

frr
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af frr »

Það er enn hægt að upfæra Windows 7 og nýrra í Windows 10.
https://www.microsoft.com/en-us/accessi ... s10upgrade

Tish
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Sun 07. Feb 2016 11:02
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa eða ekki kaupa !

Póstur af Tish »

BF1 runnar mjög illa á i5 örgjörvum, ég er sjálfur með i5 4670K og CPU er oftast í 100% þegar ég er að spila hann og eftir smá stund byrjar hann að hiksta og koma fps drops ofl. Það sem þú ættir að prófa er að athuga hvað cpu usageið er hjá þér meðan þú spilar ef hann er í 100% notkun getur þú cappað fpsið í BF1 Í 60 fps það veldur því að notkunin á örgjörvanum verður minni og ætti leikurinn að verða meira smooth. Þú finnur leiðbeiningar á fps cappinu á google.

Annars er ég sammála með að uppfæra líka í win 10. Bf1 keyrir betur hjá mér á DX12 heldur en DX11 örugglega auka 7 - 10 fps.
Svara