Haflidi85 skrifaði:Meikar varla sens að kaupa tölvu núna nema þér bráðnauðsynlega vanti. Það er mjög stutt í nýja örgjörvan frá AMD og kaby lake frá intel sem er 7700k sem tekur við af 6700k kemur rétt eftir áramót. Það er þó varla mælanlegur munur á 6700k eða 7700k, allavega ekki clock for clock. Þetta á allt að koma í byrjun árs 2017. Þetta þýðir að verðinn munu lækka helling og þú getur líklegast keypt betri búnað á sama eða betra verði ekki nema Amd floppi.
Ahh, ég vissi það ekki, gott að vita, maður kannski bíður þá með þetta.
Moldvarpan skrifaði:Það vantar budget inní þetta hjá þér og í hvað á að nota tölvuna?
Að því gefnu að þetta eigi að vera leikjatölva, þá myndi ég takaódýrari örgjörva, i5 er nóg í leikina.
Ég myndi taka 1080 kort og 500gb ssd.
Mitt álit.
Já það er rétt þetta verður nú helst leikjavél. Budgetið er svolítið spurningarmerki, ég held að ekki það sé ekki mikið hærra en 250þús. Að lokun ein spurning, þú heldur að t.d. Intel i5 6600K muni nægja mér?
En annars takk kærlega fyrir ráðleggingarnar, ég fer yfir þetta og velti þessu fyrir mér. Ég er á báðum áttum með SSD, ég einhvernveginn held að 120GB sé nóg fyrir mig, en maður getur svosem bætt við nokkrum þúsund köllum og farið í 256GB fyrst maður er að þessu á annað borð. Ég er alveg týndur þegar það kemur að kössum og aflgjöum, ég er eiginlega lang hræddastur við að velja eitthvað þar, þannig öll ráð um það eru vel þegin. En annars mun ég hafa annað auga á þessum þræði næstu vikur, þannig endilega látið mig vita ef þið hafið skoðun á einhverju hérna.
Takk aftur kærlega fyrir svörin
