[SELT] Gigabyte GTX 970 G1 Gaming, 3.5GB, 3 viftur, allt að 1354MHz out-of-the-box boost klukka, 25 þús.

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Svara

Höfundur
Hawkuro
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 10. Jan 2010 21:02
Staða: Ótengdur

[SELT] Gigabyte GTX 970 G1 Gaming, 3.5GB, 3 viftur, allt að 1354MHz out-of-the-box boost klukka, 25 þús.

Póstur af Hawkuro »

Kortið hefur verið selt

Var að upgrade-a í GTX 1080 og er því með notað eintak af þessu tryllitæki til sölu á Reykjavíkursvæðinu.

Mynd

Nokkrir speccar:
  • Kælikerfi: þrjár "WINDFORCE" viftur
  • Minni: 3.5 GB GDDR5 + 0.5 GB gríðarlega hægt GDDR5
  • Tengi: Dual-link DVI-, Dual-link DVI-D, HDMI, 3 DisplayPort
  • Klukkuhraði í "Gaming mode": Boost:1329 MHz/ Base: 1178 MHz
  • Klukkuhraði í "OC mode" : Boost:1354 MHz/ Base: 1203 MHz (Svo er náttúrulega ráðlagt að bara yfirklukka kortið eins langt og það fer, það hefur verið binnað og þessi kort hafa gefið gott orð af sér í þeim geira, þó ég hafi að vísu ekki farið út í það sjálfur)
  • Mælt með minimum afl (fer að sjálfsögðu eftir afldrægni annarra íhluta): 550W
  • Nauðsynleg aflgjafa tengi: Eitt 6-pinna og eitt 8-pinna
Frábært fyrir tölvuleikjaspilun, nær 1080p 60fps með max settings eða nálegt max settings í jafnvel þyngstu leikjum (gefið að ekki séu aðrir flöskuhálsar).

Kortið er í góðu ástandi, það má finna vott af ryki, en ekki meira en er eðlilegt eftir mánuðina nokkru sem það var notað. Það hefur líka eitthvað verið tekið og þrifið með dós af þrýstilofti. Eini kvillinn sem komið hefur upp er að ein viftan gaf eitt sinn frá sér óhljóð, en eftir hreinsun hefur það lagast.

Er ekki með greiðan aðgang að bíl þannig að ef kaupandi nennir að sækja kortið annaðhvort á vinnustað (nálægt Smáralind) eða heim (108 Rvk) væri það frábært.

Kortið fer á 25 þús. kr. eða besta tilboð
Svara