Verðlagning í ELKO vs Elkjop.


Höfundur
muslingur
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Þri 05. Nóv 2013 10:05
Staða: Ótengdur

Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af muslingur »

Skjár kostar 59þ í Elko en 46þ í Elkjop DK, er virðisauka.sk eitthvað sér Íslenst eða er það sama tuggan " Það kostar að senda hingað (tek fram að skjárinn er ekki framleiddur í DK) Og svo ..Það er svo lítill markaður í stórasta landi í heimi?

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Tbot »

vsk á Íslandi er 24% í Danmörku 25%, ekki munirinn þar, ábyrgðartími hjá báðum er 2 ár.

flutningur kostar aukalega til Íslands og jú stærð markaðar skiptir máli.
Flutningur til Íslands er ekki ódýr.

Er c.a. 25% dýrari.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Xovius »

Flutningur til íslands dýrari, mögulega minni samkeppni. Minni markaður sem þýðir að innflytjendur geta ekki pantað í næstumþví jafn stórum einingum sem þýðir hærra verð líka. Svo gæti vel verið að Elko sé bara að leggja meira á þetta...

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Blackened »

Elko og Elkjöp eru "sama fyrirtækið" með sömu byrgja.. þetta er kallað svínsleg álagning og græðgi :) keypti mér 2x27" Samsung curved skjái í Elkjöp í noregi um daginn.. á 26þús ISK stykkið (sem er 22þús með TaxFree) (reyndar á tilboði kosta 45þús isk venjulega) en sami skjár kostar 59.900isk í Elko

og þeir versla við sömu byrgja! það kostar ekki svona mikið að flytja drasl til íslands :)
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

ELKO er í eigu Íslensk fyrirtækis sem tekur þátt í innkaupabandalagi Elkjöp ( en samt ekki eingöngu ). Elkjöp hefur samt smá home wantage þarna, þó að 25% er í það mesta hér. Væri skemmtilegast ef fólk myndi nú linka í vörunar.

Fyrir mér finnst við líka soldið vera grimm í því að væla yfir öllu hérna heima en aldrei segja neitt gott um neinn aðila. Virðist vera komin einhver keppni í neikvæði hérna, hefur reyndar fundist þetta í lengri tíma en þetta er alveg að toppa sig í ár. Margar verslanir hef ég tekið eftir að eru bara að gera góða hluti hérna heima og er aldrei hrósað fyrir það. Seinnheiser er til dæmis hér á landi á mjög svipuðu verði og í DK út í búð hjá Pfaff. Bose er á fínu verði hérna heima. Margt annað er líka ágætlega gert hérna heima, þó það eru alltof margir svartir sauðir

Hins vegar er þetta líka bara hreinlega orðið "imprintað" inní Íslendingin að honum finnst sjálfsagt að verslanir haldi mjög reglulega útsölur á vörum og margir halda í sér og kaupa bara vörur þá. Það kemur oft fram í hærri álagningu.

Svo ég taki dæmi, að þá hef ég verið ágætlega heitur fyrir því að kaupa mér Espresso vél svona síðustu 2 ár ( á örugglega aldrei eftir að gera neitt í því ), og ég hef oft hugsað um að kaupa þessa hérna vél http://elko.is/siemens-surpresso-espressovel. Hún kostar í Noregi 41.000 kr en 64.995 kr.

Það er 58% meira heldur en í Noregi. Hins vegar hef ég núna séð í 2x Janúar útsölum, 2x Kaffidögum hjá ELKO, haustútsölu, Cyber-Monday og næstum því hvaða afsökun sem ELKO gefur sér að þá dettur þessi vél á svona 44 - 48 þúsund. Þessi vél fer ALLTAF á útsölu, sem lætur mig til að hugsa að ELKO eru sáttir við að selja þessa vél á 44 þúsund krónur. En þeir vilja eiga bufferinn, það er selja vélina á 64.995 kr þegar eftirspurn er þannig að fólk er næstum ekki að pæla hvað hlutinir kosta og svo selja hana á "rétta" verðinu hinn tíman af tímanum.

Og ég veit ekki hvorum ég get kennt þetta um okkur neytendum sem heimtum þessa rosalegu afslætti aftur og aftur eða verslununum fyrir að gera þetta. Og þetta er bara eitt dæmi, þegar ég keypti málningu síðast þá fékk ég 50% afslátt af málningunni ( fáranlegt ), félagi minn var að kaupa sér rúm og fékk 200 þúsund króna afslátt ( af 500.000 kr rúmi ). Verðskynið manns er svo farið, fjölmiðlar tala svo illa um Íslenska verslun að maður treystir engum og það styttist í að maður fer að athuga hvort maður eigi nokkuð að vera fá afslátt í Bónus.

Þessi afsláttarmenning Íslendinga er gjörsamlega óþolandi. Ég starfa hjá fyrirtæki sem selur vörur þar á meðal, og ég er alltaf spurður "getur þú ekki reddað díl, hvað færð þú mikinn afslátt" og þegar það kemur í ljós að ég fæ í raun og veru mjög lítinn afslátt þar sem ég vona að fyrirtækið sé bara með hóflega álagningu verður fólk einhvern megin svekkt. Það er ekki að verðið sé ekki þeim að skapi, það er afslátturinn átti að vera svo mikið meiri svo það væri meira spes.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Blackened »

Já auðvitað ætti ég að linka á vörurnar :) my bad

http://www.elkjop.no/product/data/pc-sk ... -hvit-solv 3.495 Nok (45.700isk)

http://elko.is/samsung-27-boginn-skjar- ... lc27f591fd 59.900isk

Og svo eins og ég segi var hann á tilboði þegar ég keypti hann og fékkst þá fyrir 1995 Nok (26.100isk) (sem verður síðan 22.000 með TaxFree) mér finnst þetta of mikill verðmunur
svona miðað við að ég borgaði 1300isk fyrir að taka skjáina með mér í flugi en þeir flytja sitt inn í gámavís :)

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Blackened »

Síðan má reyndar til gamans geta að ég keypti líka Playstation 4 slim 1TB með 2 leikjum fyrir heilar 2.890 Nok sem er 37.800 isk

http://www.elkjop.no/product/spill-og-k ... h-dogs-1-2

Sambærileg vél hérna heima kostar vissulega 62.900 (Reyndar Call of Duty en ekki Watchdogs 1&2 en sama tölvan)

http://elko.is/ps4-1tb-slim-cod-infinite-leg

Þessi verðmunur er ALLTOF mikill til að geta talist eðlilegur.. og ég sé þetta með langflest af dóti sem ég skoða í Noregi þar sem ég vinn.. það er nánast allt ódýrara í "Dýrasta landi í heimi" en á Íslandi
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

Blackened skrifaði:Síðan má reyndar til gamans geta að ég keypti líka Playstation 4 slim 1TB með 2 leikjum fyrir heilar 2.890 Nok sem er 37.800 isk

http://www.elkjop.no/product/spill-og-k ... h-dogs-1-2

Sambærileg vél hérna heima kostar vissulega 62.900 (Reyndar Call of Duty en ekki Watchdogs 1&2 en sama tölvan)

http://elko.is/ps4-1tb-slim-cod-infinite-leg

Þessi verðmunur er ALLTOF mikill til að geta talist eðlilegur.. og ég sé þetta með langflest af dóti sem ég skoða í Noregi þar sem ég vinn.. það er nánast allt ódýrara í "Dýrasta landi í heimi" en á Íslandi
Mikið þæginlegra að taka bara sömu vélar

http://www.elkjop.no/product/spill-og-k ... w-mw-pakke - 44.577 kr í Noregi

http://elko.is/ps4-1tb-slim-cod-infinite-leg - 62.995 kr á Íslandi
41% dýrari hér á landi.

Það er augljóslega of mikill munur. Samkvæmt einhverju viðtali sem ég var að lesa að þá virðist ELKO kaupa PS4 í gegnum Senu. Mögulega er sá milliliður hreinlega að gera meiri skaða heldur en gott fyrir þetta með PS4 þar sem þær virðast hreinlega vera bara blóðdýrar hérna heima miðað við erlendis

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Blackened »

Já.. skrýtið ef að þeir kaupa í gegnum dýrari heildsala en þeir þurfa.. en þetta snýst kannski um að einhver þarf að hagnast umfram annan :) það væri vissulega ekki einsdæmi því miður

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Blackened »

Síðan afþví að ég er að nöldra (ég lofa að hætta) þá var ég að skoða að kaupa mér Mekanískt leikjalyklaborð.. fann Razer Blackwidow X Chroma í TL sem mér leist vel á

http://tl.is/product/blackwidow-x-chrom ... alyklabord þar kostar það 39.995

Í Elkjöp kostar það 1.690 Nok (22.113isk)
http://www.elkjop.no/product/data/mus-o ... ngtastatur

Hvað er að frétta með það!?
Menn þurfa að fara að girða í brók ef menn ætla ekki að missa stóran hluta verslunar úr landi
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:ELKO er í eigu Íslensk fyrirtækis
Sama móðurfélag og á BYKO, en fyrir nokkrum dögum var verið að dæma fullt af starfsmönnum þeirra í fangelsi fyrir svívirðilegt samráð með það að leiðarljósi að halda uppi fáránlega háu verði á byggingarvörum.
depill skrifaði:Fyrir mér finnst við líka soldið vera grimm í því að væla yfir öllu hérna heima en aldrei segja neitt gott um neinn aðila.
Er ekki þolinmæði fólks þrotinn? Ef hlutir lækka í útlöndum, t.d. eldsneyti þá tekur það óratíma að skila sér hingað en allar hækkanir koma fram strax. Og ef það eru tollalæknanir eða VSK breytingar þá skilar það sér mjög hægt og til neytenda ef það skilar sér þá yfir höfuð.
depill skrifaði:Seinnheiser er til dæmis hér á landi á mjög svipuðu verði og í DK út í búð hjá Pfaff. Bose er á fínu verði hérna heima.
http://www.dv.is/neytendur/2016/11/26/v ... -logmalum/
"Verðsamanburður DV á Bose heyrnartólum reyndist minni en á flestum öðrum vörum, þegar DV gerði úttekt í vikunni. Verðmunurinn reyndist 8,5 - 33,6%."

http://www.dv.is/neytendur/2016/12/14/s ... i-trausts/
"Á þessu sést að verð á umræddum Sennheiser heyrnartólum er yfirleitt á bilinu 20-36 prósent hærra í Pfaff en í verslunum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku."

depill skrifaði:Svo ég taki dæmi, að þá hef ég verið ágætlega heitur fyrir því að kaupa mér Espresso vél svona síðustu 2 ár ( á örugglega aldrei eftir að gera neitt í því ), og ég hef oft hugsað um að kaupa þessa hérna vél http://elko.is/siemens-surpresso-espressovel. Hún kostar í Noregi 41.000 kr en 64.995 kr.

Það er 58% meira heldur en í Noregi. Hins vegar hef ég núna séð í 2x Janúar útsölum, 2x Kaffidögum hjá ELKO, haustútsölu, Cyber-Monday og næstum því hvaða afsökun sem ELKO gefur sér að þá dettur þessi vél á svona 44 - 48 þúsund. Þessi vél fer ALLTAF á útsölu, sem lætur mig til að hugsa að ELKO eru sáttir við að selja þessa vél á 44 þúsund krónur. Þessi afsláttarmenning Íslendinga er gjörsamlega óþolandi.
Sammála með þetta afsláttar bull, af hverju er verðið ekki alltaf 44k? Af hverju að hækka í 68k? Þeir eru pottþétt ekki að borga með vélinni þegar hún fer á 44k en myndu án efa selja miklu meira. Plús það að Norðmaðurinn (með amk. 2x hærri laun) þarf helmingi færri vinnustundir til að vinna fyrir vélinni ef hún væri á sama verði á báðum stöðm, kaupmáttur hvað. Eitt verður þó ekki af ELKO tekið, þar er framúrskarandi ábyrgðarþjónusta.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af brain »

Elko er ekki lengur í eigu Byko. Það var selt ásamt Krónuni, Nóatúni og Intersport til Festi, 2015
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:Sama móðurfélag og á BYKO, en fyrir nokkrum dögum var verið að dæma fullt af starfsmönnum þeirra í fangelsi fyrir svívirðilegt samráð með það að leiðarljósi að halda uppi fáránlega háu verði á byggingarvörum.
Nei, í dag eru þetta sitt hvor félögin
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Seinnheiser er til dæmis hér á landi á mjög svipuðu verði og í DK út í búð hjá Pfaff. Bose er á fínu verði hérna heima.
http://www.dv.is/neytendur/2016/11/26/v ... -logmalum/
"Verðsamanburður DV á Bose heyrnartólum reyndist minni en á flestum öðrum vörum, þegar DV gerði úttekt í vikunni. Verðmunurinn reyndist 8,5 - 33,6%."

http://www.dv.is/neytendur/2016/12/14/s ... i-trausts/
"Á þessu sést að verð á umræddum Sennheiser heyrnartólum er yfirleitt á bilinu 20-36 prósent hærra í Pfaff en í verslunum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku."
Verðmunur að einhverju leyti er eðlilegur. Þurfum að muna A) markaðurinn er lítill, það hefur áhrif. Greiðsluskilmálar íslenskra fyrirtæka eru yfirleitt hræðilegir og skil í raun og veru óþekkt B) Fyrirtæki eiga yfirleitt einhvern lager og taka ekki á sig gengistapið á degi 1, frekar en fæst hækka verðið á degi 1. Plús stærsta málið er að hér er vaxtastig gífurlega hátt, og með háu vaxtastigi kemur gífurlega há arðsemiskrafa fyrirtækja, hlutabréf eru áhættu fjárfesting svo fjárfestar vilja fá mjög ríflega álagningu á féið sitt ef þeir setja það í áhættu fjárfestingu vs ef þeir setja það hreinlega inná bankabók.

http://www.elgiganten.dk/product/tv-rad ... dtelefoner - 24.638 kr
http://elko.is/sennheiser-momentum-m2-o ... rtol-svort - 28.995 kr

Þessi verðmunur finnst mér eðlilegur, skulum alveg róa okkur í því að 0% verðmunur sér eðlilegt. Ísland er lítill markður, vaxtastig er hátt ( sem gerir allt lagerhald ótrúlega dýrt ) og flutningskostnaður er mjög hár.

Önnur heyrnatól sem eru alltaf aðeins ódýrari í ELKO en Pfaff ( en koma frá sama stað ) eru á svipuðu rangei.
GuðjónR skrifaði: Sammála með þetta afsláttar bull, af hverju er verðið ekki alltaf 44k? Af hverju að hækka í 68k? Þeir eru pottþétt ekki að borga með vélinni þegar hún fer á 44k en myndu án efa selja miklu meira. Plús það að Norðmaðurinn (með amk. 2x hærri laun) þarf helmingi færri vinnustundir til að vinna fyrir vélinni ef hún væri á sama verði á báðum stöðm, kaupmáttur hvað. Eitt verður þó ekki af ELKO tekið, þar er framúrskarandi ábyrgðarþjónusta.
Getum við farið að drepa þessa tvöföldu laun pælingu í Noregi. Þetta VAR kannski satt en er allavega ekki lengur satt. Enda er orðið bærilegt að heimsækja Noreg. Alveg byrjaður að æla yfir þessa staðhæfingu

Meðalheildarlaun fullvinnandi manneskja í Noregi 2015 voru 45.000 kr samkv SSB eða 609.717 kr. Meðalheildarlaun á Íslandi voru 612 þúsund krónur
Screen Shot 2016-12-18 at 21.34.34.png
Screen Shot 2016-12-18 at 21.34.34.png (157.05 KiB) Skoðað 2167 sinnum
Screen Shot 2016-12-18 at 21.34.41.png
Screen Shot 2016-12-18 at 21.34.41.png (40.79 KiB) Skoðað 2167 sinnum

Lu1ex
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 02:50
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Lu1ex »

Talandi um verðmun.

http://tl.is/product/tiamat-71-10-hatal ... rtol-m-mic - 59.995kr - Íslandi

http://www.prisjakt.no/product.php?p=955634 -þegar þau voru til - 24.700kr - noregi

#alltsvodýrtínoregi

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af Blackened »

Heh.. þetta var kannski satt já.. sérstaklega þegar að gengið var í kringum 21 eða 22 en núna þegar að krónan hangir í kringum 13.1 þá er það ekki mikið satt lengur

En ég veit ekki um marga í minni stétt sem hafa tekjur á íslandi í kringum 600þús.. (nema það hafi breyst mikið undanfarið ár) en dagvinna (sirka 170 tímar) í minni vinnu myndi borga 42þús NOK á mánuði úti og svo 36% skattur ef ég man rétt sem myndi þá gera sirka 32þús nok í vasann

og ég þekki engann Rafvirkja sem er með 418.000isk í vasann fyrir dagvinnuna eina saman

Eins og gengið er núna er ekkert eins himneskt að vinna í Norge eins og það var... en það er samt betra :)
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

Blackened skrifaði:Heh.. þetta var kannski satt já.. sérstaklega þegar að gengið var í kringum 21 eða 22 en núna þegar að krónan hangir í kringum 13.1 þá er það ekki mikið satt lengur

En ég veit ekki um marga í minni stétt sem hafa tekjur á íslandi í kringum 600þús.. (nema það hafi breyst mikið undanfarið ár) en dagvinna (sirka 170 tímar) í minni vinnu myndi borga 42þús NOK á mánuði úti og svo 36% skattur ef ég man rétt sem myndi þá gera sirka 32þús nok í vasann

og ég þekki engann Rafvirkja sem er með 418.000isk í vasann fyrir dagvinnuna eina saman

Eins og gengið er núna er ekkert eins himneskt að vinna í Norge eins og það var... en það er samt betra :)
Skatturinn á Íslandi á þessar tekjur er undir 36% ( Lífeyrissjóðs skatturinn rykkir því samt einhversstaðar í áttina, en getum farið í það riflildi seinna ). Meðalvinnufjöldi meðlima RAFÍS er 187 tímar. Meðalgrunnlaun eru 537.025, það gera 373.853 kr í vasann. 52% meðlima RAFÍS segjast vera með yfir 551 þúsund krónur í laun og 26% þeirra segjast vera með yfir 700 þúsund krónur í laun. 700.000 kr gera 470.308 kr í vasann.

edit: Rafvirkjar sett yfir í meðlimir RAFÍS
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Sama móðurfélag og á BYKO, en fyrir nokkrum dögum var verið að dæma fullt af starfsmönnum þeirra í fangelsi fyrir svívirðilegt samráð með það að leiðarljósi að halda uppi fáránlega háu verði á byggingarvörum.
Nei, í dag eru þetta sitt hvor félögin
Ekki meðan á samráðni stóð, þá amk. var þetta í eigu sömu aðila (Norvik). Og þó svona fyrirtæki skipti um kennitölur þá eru það ekki kennitölurnar sem stjórna heldur fólkið og það vinnur áfram (nema þeir sem eru settir í steininn).
depill skrifaði:Verðmunur að einhverju leyti er eðlilegur. Þurfum að muna A) markaðurinn er lítill, það hefur áhrif. Greiðsluskilmálar íslenskra fyrirtæka eru yfirleitt hræðilegir og skil í raun og veru óþekkt B) Fyrirtæki eiga yfirleitt einhvern lager og taka ekki á sig gengistapið á degi 1, frekar en fæst hækka verðið á degi 1. Plús stærsta málið er að hér er vaxtastig gífurlega hátt, og með háu vaxtastigi kemur gífurlega há arðsemiskrafa fyrirtækja, hlutabréf eru áhættu fjárfesting svo fjárfestar vilja fá mjög ríflega álagningu á féið sitt ef þeir setja það í áhættu fjárfestingu vs ef þeir setja það hreinlega inná bankabók.
...skulum alveg róa okkur í því að 0% verðmunur sér eðlilegt. Ísland er lítill markður, vaxtastig er hátt ( sem gerir allt lagerhald ótrúlega dýrt ) og flutningskostnaður er mjög hár.
Ég er alveg byrjaður að æla yfir svona afsakanir og réttlætingar fyrir okri.
Ekki gleyma að neytendur búa líka við háa vexti og verðtryggingu, er sanngjarnt að verslunin velti sínum byrgðum af fullum þunga alltaf á neytendur?
Ég keypti þurrkara í ELKO fyrir einu og hálfu ári síðan á 119k, í dag kostar hann 130k þrátt fyrir að gengið hafi lagast yfir 20% á tímabilinu.
Maður sem ég þekki ætlaði að kaupa sér 200k rafmangspíanó og gefa sér og fjölskyldunni í jólagjöf, það var ekki til á lager og hefði tekið 3-6 vikur að panta. Hann pantaði það sjálfur frá UK og það var komið heim til hans 2 dögum síðar á 140k MEÐ flutningsgjöldum og virðisaukaskatti! Verslunar og þjónustufyrirtæki verða að átta sig á þessu! Og auðvitað er miklu dýrara að flytja eitt stykki með DHL á tveim dögum en að taka gám sjóleiðina og gefa sér 6 vikur!
depill skrifaði:Getum við farið að drepa þessa tvöföldu laun pælingu í Noregi. Þetta VAR kannski satt en er allavega ekki lengur satt. Enda er orðið bærilegt að heimsækja Noreg. Alveg byrjaður að æla yfir þessa staðhæfingu Meðalheildarlaun fullvinnandi manneskja í Noregi 2015 voru 45.000 kr samkv SSB eða 609.717 kr. Meðalheildarlaun á Íslandi voru 612 þúsund krónur
Nei hættu nú alveg, meðallaun á íslandi 612k?? Það finnst mér mjööööög ólíklegt. Það var kona sem býr í Noregi að blogga fyrir stuttu um þetta topic, hún sagði að þrátt fyrir gengisbreytingar þá væri hún að fá um það bil 2x meira fyrir peninginn í Noregi en á Íslandi.

p.s. taxtar rafiðnarðarmanna:
http://www.rafis.is/images/stories/pdf_ ... 5_2018.pdf
taxtar húsasmiða:
http://www.samidn.is/forsida/kjarasamni ... ngaridnadi
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Sama móðurfélag og á BYKO, en fyrir nokkrum dögum var verið að dæma fullt af starfsmönnum þeirra í fangelsi fyrir svívirðilegt samráð með það að leiðarljósi að halda uppi fáránlega háu verði á byggingarvörum.
Nei, í dag eru þetta sitt hvor félögin
Ekki meðan á samráðni stóð, þá amk. var þetta í eigu sömu aðila (Norvik). Og þó svona fyrirtæki skipti um kennitölur þá eru það ekki kennitölurnar sem stjórna heldur fólkið og það vinnur áfram (nema þeir sem eru settir í steininn).
Rétt að það var sama félag, en hins vegar mikið af fólki farið. Rétt skal vera rétt að það er sami framkvæmarstjóri ELKO, en hann tengdist samt ekkert BYKO ( beint allavega ) samráðinu.
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Verðmunur að einhverju leyti er eðlilegur. Þurfum að muna A) markaðurinn er lítill, það hefur áhrif. Greiðsluskilmálar íslenskra fyrirtæka eru yfirleitt hræðilegir og skil í raun og veru óþekkt B) Fyrirtæki eiga yfirleitt einhvern lager og taka ekki á sig gengistapið á degi 1, frekar en fæst hækka verðið á degi 1. Plús stærsta málið er að hér er vaxtastig gífurlega hátt, og með háu vaxtastigi kemur gífurlega há arðsemiskrafa fyrirtækja, hlutabréf eru áhættu fjárfesting svo fjárfestar vilja fá mjög ríflega álagningu á féið sitt ef þeir setja það í áhættu fjárfestingu vs ef þeir setja það hreinlega inná bankabók.
...skulum alveg róa okkur í því að 0% verðmunur sér eðlilegt. Ísland er lítill markður, vaxtastig er hátt ( sem gerir allt lagerhald ótrúlega dýrt ) og flutningskostnaður er mjög hár.
Ég er alveg byrjaður að æla yfir svona afsakanir og réttlætingar fyrir okri.
Ekki gleyma að neytendur búa líka við háa vexti og verðtryggingu, er sanngjarnt að verslunin velti sínum byrgðum af fullum þunga alltaf á neytendur?
Ég keypti þurrkara í ELKO fyrir einu og hálfu ári síðan á 119k, í dag kostar hann 130k þrátt fyrir að gengið hafi lagast yfir 20% á tímabilinu.
Maður sem ég þekki ætlaði að kaupa sér 200k rafmangspíanó og gefa sér og fjölskyldunni í jólagjöf, það var ekki til á lager og hefði tekið 3-6 vikur að panta. Hann pantaði það sjálfur frá UK og það var komið heim til hans 2 dögum síðar á 140k MEÐ flutningsgjöldum og virðisaukaskatti! Verslunar og þjónustufyrirtæki verða að átta sig á þessu! Og auðvitað er miklu dýrara að flytja eitt stykki með DHL á tveim dögum en að taka gám sjóleiðina og gefa sér 6 vikur!
Ég er ekki að segja að einhver tvöfaldur, þrefaldur verðmunur sé eðlilegur. Langt því frá. En 5 - 15% verðmunur finnst mér eðlilegur á Íslandi vs Noreg/Danmörk/Svíþjóð þar sem arðsemiskrafa á þessi félög er bara algjör vængefni. Og ég er 100% sammála þér að vaxtastig sé vont fyrir alla, en það kemur fram á mörgum framendum. Afhverju ætti ég að reka verslun ef ég minni arðsemi af því heldur en ef ég bíð bara eftir því að ríki gefi mér peninga ( sem svona hátt vaxtastig er að gera, lífeyrissjóðir velja kósý inni hjá ríkinu eða áhættusamt út á hlutabréfamarkaði ). Vegna hás vaxtastig VERÐUR há arðsemiskrafa. Lægri vextir, lægra vöruverð, þannig er það bara.
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Getum við farið að drepa þessa tvöföldu laun pælingu í Noregi. Þetta VAR kannski satt en er allavega ekki lengur satt. Enda er orðið bærilegt að heimsækja Noreg. Alveg byrjaður að æla yfir þessa staðhæfingu Meðalheildarlaun fullvinnandi manneskja í Noregi 2015 voru 45.000 kr samkv SSB eða 609.717 kr. Meðalheildarlaun á Íslandi voru 612 þúsund krónur
Nei hættu nú alveg, meðallaun á íslandi 612k?? Það finnst mér mjööööög ólíklegt. Það var kona sem býr í Noregi að blogga fyrir stuttu um þetta topic, hún sagði að þrátt fyrir gengisbreytingar þá væri hún að fá um það bil 2x meira fyrir peninginn í Noregi en á Íslandi.

p.s. taxtar rafiðnarðarmanna:
http://www.rafis.is/images/stories/pdf_ ... 5_2018.pdf
taxtar húsasmiða:
http://www.samidn.is/forsida/kjarasamni ... ngaridnadi
Hér varla nenni ég að fara í rökræðuna. Ég vitna beint í Hagstofuna á Íslandi, og sambærilega stofnun í Noregi. Veit ekkert um þessa launatöflu SART, en hins vegar vitna ég í launakönnun RAFÍS, þar sem fólki sem eru á vinnumarkaði er frjálst að semja um sín laun sjálf.

Það að einstakar atvinnugreinar borgi 2x betur í Noregi, getur vel verið að almennt séð er þetta byrjað að dragast verulega saman. Ég veit til dæmis í minni atvinnugrein, er enn munur en hann er LANGT frá því að vera 2x.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af GuðjónR »

Færeyingar heppnir, PS4 20% ódýrari en á Íslandi.
Skýringin er kannski sú að það er engin flutningskostnaður til Færeyja?
Gæti líka verið að þar séu hvorki tollar né virðisaukaskattur?
Eða að krafti þess hve færeyingar eru margir þá er hægt að ná niður verði í magninnkaupum.
http://www.dv.is/neytendur/2016/12/17/p ... faereyjum/
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:Færeyingar heppnir, PS4 20% ódýrari en á Íslandi.
Skýringin er kannski sú að það er engin flutningskostnaður til Færeyja?
Gæti líka verið að þar séu hvorki tollar né virðisaukaskattur?
Eða að krafti þess hve færeyingar eru margir þá er hægt að ná niður verði í magninnkaupum.
http://www.dv.is/neytendur/2016/12/17/p ... faereyjum/
Nei klárlega er PS4 fáranlega dýr hérna heima. Skal gefa að í Færeyjum þarftu að panta hana ( hún er ekki til á lager) en verðmunurinn er fáranlegur.

http://expert.fo/playstation-4-pro-1tb.html
https://www.expert.dk/spil-og-underhold ... %204%20pro

Hefði kannski verið gott að halda í Expert á sínum tíma ?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:Fyrir mér finnst við líka soldið vera grimm í því að væla yfir öllu hérna heima en aldrei segja neitt gott um neinn aðila. Virðist vera komin einhver keppni í neikvæði hérna, hefur reyndar fundist þetta í lengri tíma en þetta er alveg að toppa sig í ár.
Fólki finnst það svikið, auðvitað eru ekki allir framleiðendur vondir og ekki allar verslanir vondar en fólk er búið að upplifa hrun sem varð vegna spillingar, græðgi og svika á svo stórum skala að réttast væri að kalla það landráð og flestir eru tortryggnir og allt traust er farið.

Í kjölfarið koma upp allskonar mál, t.d. iðnaðarsalt í matvælum, kjötbökur sem innihalda ekkert kjöt, spínat sem var ekki spínat heldur spínatkál, tolla og skattalækkanir ásamt styrkingu krónu skila sér að litlu eða engu leiti til neytenda, vistvæn framleiðsla er seld dýru verði en reynist svo ekki vistvæn, samanber Brúnegg, íslenskt kjúklinagjöt sem reyndist svo ekki íslenskt, dekk sem kosta á íslandi 400k er hægt að flytja inn fyrir 140k með hraðsendingu alla leið heim að dyrum, lego kubbar sem kosta 27k á íslandi kosta 6k í UK og svona væri lengi hægt að telja. Já og meðan ég man, ríkið vill verja 100 milljónum af skattfé til að niðurgreiða lambakjöt til útlanda til þess að halda uppi háu verði hérna heima!

Svo til að strá salt í sárin þá fáum við reglulega fréttir á þessa leið; "Tvöfaldur verðmunur á dekkjum", "Reiðhjól 40% dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum", MacBook 38% dýrari á Íslandi", "Nike hlaupaskór þriðjungi dýrari á Íslandi", "Tripp Trapp stóllinn helmingi dýrari á Íslandi", "Sláandi verðmundur á sjónvarpstækjum hér og í nágrannalöndunum, munurinn á milli 80% - 112%", "IKEA 30% dýrari hér en í nágrannalöndunum" og meira að segja Playstation er 20% dýrari hér en í Færeyjum af öllum stöðum.

Íslensk verslunar, þjónstu og framleiðslufyrirtæki standa frammi fyrir því að traustið er farið og það kemur ekki til baka af sjálfu sér, það þarf að hafa fyrir því að vinna það til baka en það er hægt.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Svo ég taki dæmi, að þá hef ég verið ágætlega heitur fyrir því að kaupa mér Espresso vél svona síðustu 2 ár ( á örugglega aldrei eftir að gera neitt í því ), og ég hef oft hugsað um að kaupa þessa hérna vél http://elko.is/siemens-surpresso-espressovel. Hún kostar í Noregi 41.000 kr en 64.995 kr.

Það er 58% meira heldur en í Noregi. Hins vegar hef ég núna séð í 2x Janúar útsölum, 2x Kaffidögum hjá ELKO, haustútsölu, Cyber-Monday og næstum því hvaða afsökun sem ELKO gefur sér að þá dettur þessi vél á svona 44 - 48 þúsund. Þessi vél fer ALLTAF á útsölu, sem lætur mig til að hugsa að ELKO eru sáttir við að selja þessa vél á 44 þúsund krónur. Þessi afsláttarmenning Íslendinga er gjörsamlega óþolandi.
Sammála með þetta afsláttar bull, af hverju er verðið ekki alltaf 44k? Af hverju að hækka í 68k? Þeir eru pottþétt ekki að borga með vélinni þegar hún fer á 44k en myndu án efa selja miklu meira. Plús það að Norðmaðurinn (með amk. 2x hærri laun) þarf helmingi færri vinnustundir til að vinna fyrir vélinni ef hún væri á sama verði á báðum stöðm, kaupmáttur hvað. Eitt verður þó ekki af ELKO tekið, þar er framúrskarandi ábyrgðarþjónusta.
http://elko.is/siemens-surpresso-espressovel. Jæja þá er útsalan byrjuð hjá ELKO 44.995
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af vesley »

GuðjónR skrifaði: Nei hættu nú alveg, meðallaun á íslandi 612k?? Það finnst mér mjööööög ólíklegt. Það var kona sem býr í Noregi að blogga fyrir stuttu um þetta topic, hún sagði að þrátt fyrir gengisbreytingar þá væri hún að fá um það bil 2x meira fyrir peninginn í Noregi en á Íslandi.

p.s. taxtar rafiðnarðarmanna:
http://www.rafis.is/images/stories/pdf_ ... 5_2018.pdf
taxtar húsasmiða:
http://www.samidn.is/forsida/kjarasamni ... ngaridnadi

Það hefur verið mikil umræða í gangi meðal rafiðnaðarmanna varðandi launataxta, enda vinna ansi fáir á þessum taxta í dag og því nánast ekki neitt hægt að marka hann. Þessi meðallaun á Íslandi eru ekki neitt skot út í loftið heldur er þetta útreikningar miðað við launatölur og meðaltal tekið af því.
massabon.is
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:http://elko.is/siemens-surpresso-espressovel. Jæja þá er útsalan byrjuð hjá ELKO 44.995
Nú hló ég upphátt, þetta er nú meiri vitleysan. Mæli með því, ef þú átt pening eftir jólatörnina, að þú látir eftir þér að kaupa þessa vél.
Mér finnst þú eiga það skilið.

Ég keypti sjálfvirka kaffivél í ágúst 2006, hún er því orðið 10.5 ára og búið að hella 23.388.- sinnum upp á, yfirleitt tvo bolla í hvert sinn þannig að bollarnir eru orðnir yfir 40 þúsund talsins. Vélin kostaði handlegg á sínum tíma en ég hef aldrei séð eftir að hafa keypt hana og þetta er eitt af þeim tækjum sem ég get ekki verið án. Hef tekið hana með mér í sumarbústað.
Viðhengi
kaffivél.JPG
kaffivél.JPG (431.59 KiB) Skoðað 1723 sinnum
nokkrir bollar.jpeg
nokkrir bollar.jpeg (534.78 KiB) Skoðað 1723 sinnum
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verðlagning í ELKO vs Elkjop.

Póstur af jonsig »

Elko er oft notað sem dæmi þegar talað er um hátt verð á Íslandi vegna smæðar markaðarins ,til að afsanna þá mítu þar sem þeir eru hluti af þessari innkaupa samvinnu elkjop.

Íslenska viðskipamódelið er að kaupa allt á 100% láni ,og ef fyrirtækið fer undir þá er bara byrjað uppá nýtt á kostnað skattgreiðenda. Startkosnaðurinn fæst með einhverju ryksugi úr gamla félaginu og ef næsta fyrirtækið mallar með okur álagningu þá er bara haldið áfram þangað til að lánið er greitt niður . Svo er hugsað "hey ,þessir heimsku Íslendingar vilja það í ósmurt ! Höldum áfram að okra ,hvort sem er fákeppni :megasmile "

þessvegna versla ég nánast allt á netinu ,nema sérhæfðan búnað.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara