Heima server/hýsing

Svara
Skjámynd

Höfundur
Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Heima server/hýsing

Póstur af Urri »

Þá er loksins komið að því að gera þetta að veruleika þo svo að þetta verða kanski ghetto server...

Er einfalflega að nota gömlu tölvuna í þetta sem er:
I7-950
6x 4gb hyperx ddr3 minni(24gb total)
eithvað skjákort sem ég fann
120gb intel ssd (fyrir OS eða freenas etc)
zalman 700W psu

Spurningar mínar eru þær.
Hvaða OS finnst ykkur best að nota og er mest "notvænlegt" fyrir þá sem eru t.d. ekki inní linux og þess háttar.
Hvernig hdd ætti ég að fá mér ? og stærð ?

Aðal notkun í þessu verður:
Örugg hýsing (raid 5 eða eithvað svoleiðis),
Plex server (eða álíka)
Cloud fyrir mynda upload frá t.d. síma.
og hægt að nota torrent ef ég nenni því

Er að pæla í uppundir 10 tb total use space.
Væri vel þegið ábengingar um hvaða diska væri æskilegt að nota, er alveg dottinn úr þessu sem dæmi hvað er intellipower?
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

cartman
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af cartman »

Ég er að keyra openmediavault linux distroið (Debian based) og finnst það bara mjög þægilegt. Það er hægt að gera nánast allt í vefviðmóti ef þú ert eitthvað smeykur við linux skeljarnar.
Ég er með:
Plex Server,
OwnCloud,
Sabnzbd,
SickBeard,
Couch Potato,
Subsonic,
Headphones.
Keyrandi á honum.
WD Red diskarnir hafa verið að koma vel út hjá mér og einnig Seagate Archive (Venjulegu barracuda diskarnir hafa verið að faila nokkuð)
Er með 38TB á honum currently.

Ég mæli með að þú hendir upp openmediavault í virtualbox fyrst til að prófa það.

Svo er freenas líka mjög fínt.

Einnig, ég myndi ekki fara í raid pælingar nema bara með þau gögn sem þú þarft nauðsynlega að eiga afrit af. Eins og t.d. kvikmyndir og þættir er eitthvað sem er yfirleitt hægt að græja aftur ef þú ert eitthvað í þeim pælingum.

Annað, passaðu þig að hafa "off-site" backup af ljósmyndum og þess háttar. Raid 5 eða raid 10 er ekki bulletproof :)
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

Get mælt með Freenas og WD Red diskum (ef þú ferð í sata diska), myndi persónulega sleppa því að nota SSD disk undir OS ef þú setur upp freenas og setja frekar OS-ið á 2-3 stk af 32 gb usb lyklum (ef einn klikkar þá geturu notað næsta og skipt út þeim sem klikkar).

Myndi segja að Raid-z2 væri hentugt og hérna er þæginlegur Raid Calculator: https://www.servethehome.com/raid-calculator/
Myndi alla daga mæla með 1gbit+ Netkorti (jafnvel fleiri en eitt t.d ef þú villt hafa vélar beintengdar við netkort til að fá hámarks hraða).

Ég fýla t.d perodic snapshot fídusin á Freenas (þá ertu með read only copy af öllum gögnum t.d ef þú lendir í cryptolocker) eða getur bakkað til baka og restore-að afriti á mjög einfaldan máta). Ég er t.d með það stillt á 6 klst fresti og ef ég er t.d að vinna Live í forritskóða og sé eftir einhverjum breytingum þá get ég restore-að snapshoti 6 klst aftur í tímann.

Það eru Alls konar plugin sem er hægt að installa , ég hef reyndar aðallega verið að nota Nexcloud og crashplan.

I7 cpu er reyndar overkill fyrir þetta setup (edit: gæti hugsanlega skipt máli ef þú setur upp Plex media server)

Mynd
Last edited by Hjaltiatla on Mið 21. Des 2016 23:14, edited 1 time in total.
Just do IT
  √
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

Eflaust er Windows server samt einfaldast í uppsetningu :) , maður þarf að nenna að læra á Freenas
Just do IT
  √
Skjámynd

Höfundur
Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Urri »

Hehe já i7 er líklega overkill en hann er nú þegar til hjá mér þannig að ég mun nota hann. góð hugmynd um þetta með snapshot dæmið yrði frekar pissed ef að maður myndi missa allar myndirnar sem maður hefur tekið í gegnum árin.
Ætli maður fari þá ekki í 4x 3tb WDR

long term er hugmyndin líka að hafa offsite hýsingu.

En ætlunin hjá mér er að setja þetta allt í 12U skáp sem ég er þegar kominn með og setja patch panel, switch og svoleiðis í hann (á bara eftir að draga í öll herbergin með cat6) þá er mjög einfalt að bæta við netkortum í serverinn og hafa fleiri kapla í.
Hjaltiatla skrifaði:myndi persónulega sleppa því að nota SSD disk undir OS ef þú setur upp freenas og setja frekar OS-ið á 2-3 stk af 32 gb usb lyklum (ef einn klikkar þá geturu notað næsta og skipt út þeim sem klikkar).
Er það eithvað verra að nota ssd ? svona fyrir utan það að það tekur upp sata tengi ?
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af andribolla »

Ég mæli með að þú skoðir UnRaid
https://lime-technology.com/

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af asgeirbjarnason »

Hjaltiatla skrifaði:ef ég er t.d að vinna Live í forritskóða og sé eftir einhverjum breytingum þá get ég restore-að snapshoti 6 klst aftur í tímann.
Almennt séð eru snapshot mjög fínn hlutur, en þegar kemur að kóða eru version control kerfi oftast betri hugmynd. Hefurðu eitthvað kíkt á að setja forritunarverkefni í git eða mercurial repository?

(kannski óþarflega off-topic hjá mér)

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af asgeirbjarnason »

Urri skrifaði:Ætli maður fari þá ekki í 4x 3tb WDR
4 tb diskar voru síðast þegar ég tékkaði ódýrastir per terabyte. Það er spurning að hækka sig upp í þá, til að fá sem mest fyrir peninginn.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

asgeirbjarnason skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:ef ég er t.d að vinna Live í forritskóða og sé eftir einhverjum breytingum þá get ég restore-að snapshoti 6 klst aftur í tímann.
Almennt séð eru snapshot mjög fínn hlutur, en þegar kemur að kóða eru version control kerfi oftast betri hugmynd. Hefurðu eitthvað kíkt á að setja forritunarverkefni í git eða mercurial repository?

(kannski óþarflega off-topic hjá mér)

Nota t.d Gitlab í hópavinnu sem ég tek þátt í til að halda utan um forritunarverkefni , ég nota samt Snapshot fídusinn (þykir það stundum einfaldara en að þurfa að pusha kóða í Git þegar ég vinn einn í verkefni).
Just do IT
  √
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

Urri skrifaði:Hehe já i7 er líklega overkill en hann er nú þegar til hjá mér þannig að ég mun nota hann. góð hugmynd um þetta með snapshot dæmið yrði frekar pissed ef að maður myndi missa allar myndirnar sem maður hefur tekið í gegnum árin.
Ætli maður fari þá ekki í 4x 3tb WDR

long term er hugmyndin líka að hafa offsite hýsingu.

En ætlunin hjá mér er að setja þetta allt í 12U skáp sem ég er þegar kominn með og setja patch panel, switch og svoleiðis í hann (á bara eftir að draga í öll herbergin með cat6) þá er mjög einfalt að bæta við netkortum í serverinn og hafa fleiri kapla í.
Hjaltiatla skrifaði:myndi persónulega sleppa því að nota SSD disk undir OS ef þú setur upp freenas og setja frekar OS-ið á 2-3 stk af 32 gb usb lyklum (ef einn klikkar þá geturu notað næsta og skipt út þeim sem klikkar).
Er það eithvað verra að nota ssd ? svona fyrir utan það að það tekur upp sata tengi ?
Nei það er ekkert að því að nota SSD (að mörgu leyti betra en samt dýrara). Myndi eflaust nota SSD diska í production umhverfi.

Það er t.d alveg hægt að skala lita Freenas servera upp í eitthvað mun stærra :
https://www.servethehome.com/building-n ... h-freenas/
Just do IT
  √
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af dori »

Hjaltiatla skrifaði:Nota t.d Gitlab í hópavinnu sem ég tek þátt í til að halda utan um forritunarverkefni , ég nota samt Snapshot fídusinn (þykir það stundum einfaldara en að þurfa að pusha kóða í Git þegar ég vinn einn í verkefni).
Snapshot eru góð backup en hafðu í huga að VCS er ekki bara til að passa uppá kóðann (þó svo að með DVCS séu nánast engar líkur á að glata öllum kóða þá er það ekki beint backup strategy). Það er líka til að þekkja söguna. T.d. ef þú ert með breytingum sem virkaði ekki alveg eins og skyldi og þú fattar það ekki fyrr en nokkrum dögum/vikum/mánuðum eftir að hún var gerð þá er gott að geta rúllað til baka í þekkt gott ástand. Og til að geta unnið í fítusum og lagað bug á sama tíma.

Ég set alltaf upp git repo um leið og ég er kominn með grófan uppdrátt.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

Manni finnst maður vera svo mikill rebel að vinna í live kóða :) En ég þekki sjálfan mig ágætlega vel og veit að ég nenni ekki alltaf að Git-a þegar ég vinn einn í kóða og fer frekar þessa leið (nota Git annars í stærri verkefnum). Fæ þá það besta úr báðum heimum (án þess að stressa mig of mikið yfir hlutunum).
Just do IT
  √
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Squinchy »

Ég er að nota Freenas, mjög notendavænt og helling af fídusum, á eftir að prófa unraid en þessi tvö kerfi virðast vinsælust og hafa stórann user base til að leita til.

i7 er bara flott val myndi ég segja ef þú villt streima HD efni af plex

WD Red er the way to go
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af nidur »

Er ekki Vmware með plex server á windows server. og unraid fileserver á diskana í vélinni málið fyrir þig.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

nidur skrifaði:Er ekki Vmware með plex server á windows server. og unraid fileserver á diskana í vélinni málið fyrir þig.
Núna ætla ég að spurja eins og bjáni (þar sem ég þekki ekki Unraid næginlega vel) . Hvað bíður það uppá það sem Freenas bíður ekki uppá ?

Ég hef allavegana tekið niður ákveðna punkta (braindump , yfir atriði sem skipta mig máli) í Freenas uppsetningu (efast um að allir skilja það sem ég lista upp en ég læt það flakka ef það getur útskýrt eitthvað af feature-s sem Freenas bíður uppá).




* Freenas er í raun bara Webgui sem situr ofaná mörgun Open source lausnum (s.s Open-ZFS) AFP,NFS,SMB , ISCSI etc

* Pools = volume og volume = pools

* Active directroy box á networkinu (directory í Freenas) - Enable-ar með að gefa DNS name og admin account og velur check box enable (nær tengingu við all user-a úr AD).Active directory domain controllerinn þarf að vita af Freenas servernum, annað hvort í DNS eða vera Object í Active directory domaininu.

*Set up one dataset as a home share and it will auto poulate home directorys for every user in active directory (þessi feature er í boði í AD integraded umhverfi).

*Yfirleitt er aðeins búin til Eitt Storage pool (nema að það sé mjög góð ástæða fyrir því að gera það ekki)

* Þegar maður hefur búið til stóra storage pool-ið þá býr maður til ákveðin Areas í mismunandi tilgangi, þessi Area kallast "Datasets" (Sets of data eða nokkurs konar smart folder), maður þarf dataset fyrir Share.

* 2 diskar eru hraðari en einn diskur (einn diskur í ZFS er sirka 100mbps) og til að fullnýta 10 gb NIC (1250 mbps) þá þarf maður 12 diska.
* Meðalaldur diska er sirka 5 ár

*rsync replication þá þarftu að fara í gegnum hverja einustu möppu og athuga hvort möppur eru eins. ZFS replication , þá er athugað hvenær seinasta afrit var tekið (t.d 1.nóv 2016) og í stað þess að fara í gegnum allar möppur og athuga hvað hefur breyst þá athugar ZFS hvaða Block hefur verið
Modified frá seinasta afriti (sækir og backar upp) - https://youtu.be/1IHRilnLcCg?t=2693

*Snapshot,Maður getur Rollback-að filesystem-ið t.d eftir Cryptolocker (farið aftur í tímann).

*Maður þarf að vita hvaða storage controller virkar fyrir ZFS (t.d fyrir hvaða útgáfu af distro).

*lz4 transperent compression (skoða) , hægt að ná meiri performance með að enbable-a compression (var áður feature sem þú notaðir til að fá meira pláss og varst tilbúin að skipta performance í staðinn). Skiptir miklu máli þar sem latency skiptir máli.
Just do IT
  √
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af nidur »

Hjaltiatla skrifaði:Hvað bíður það uppá það sem Freenas bíður ekki uppá ?
Freenas er að mínu mati best..

En OP talar um að hafa þetta sem "notvænlegast ekki linux.." Þannig að Unraid er klárlega einfaldari kosturinn af þessum tveimur.

Ef þú ert bara based on webgui og lendir í vandamálum með gögnin þá þarf oft að fara í command line.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

nidur skrifaði: Freenas er að mínu mati best..

En OP talar um að hafa þetta sem "notvænlegast ekki linux.." Þannig að Unraid er klárlega einfaldari kosturinn af þessum tveimur.

Ef þú ert bara based on webgui og lendir í vandamálum með gögnin þá þarf oft að fara í command line.
All right , bara að reyna að átta mig á því hvað fólk er að leita eftir þegar það velur Unraid. Einfaldleiki er þá svarið reikna ég með.
Just do IT
  √
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heima server/hýsing

Póstur af Hjaltiatla »

nidur skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Hvað bíður það uppá það sem Freenas bíður ekki uppá ?
Freenas er að mínu mati best..

En OP talar um að hafa þetta sem "notvænlegast ekki linux.." Þannig að Unraid er klárlega einfaldari kosturinn af þessum tveimur.

Ef þú ert bara based on webgui og lendir í vandamálum með gögnin þá þarf oft að fara í command line.

Var að prófa að henda upp Proxmox í dag (setti upp Raid-z1 ZFS pooli á 3X 1tb diska ). Virkar mjög vel á reyndar eftir að fínpússa hvernig er best að tengjast console. MJÖG einfalt í uppsetningu.

Mynd

Mynd
Just do IT
  √
Svara