Góða kvöldið.
Við skulum ekkert hafa þetta of langt
Ég er búinn að nota pfSense í mörg ár á VDSL 100Mb. Aldrei vesen og aldrei pakkatap
Fékk tækifæri á að setja pfSense á Gigabit fyrir tæplega 3 vikum.
Fyrir sirka 2 vikum þá slökkti ég á pfSense. Specið á tölvunni var Asus P8P67 Móðurborð, i5 2500K, 4GB Ram og 120GB SSD.
Powerið í pfSense vélinni ætti að vera þvílíkt overkill fyrir gigabit tengingu með ekkert NAT í gangi. En það var virkilega mikið pakkatap.
Prófaði allavega svona 6 mismunandi netkort og allt með mismunandi árangri. Eitt Trendnet kort sem koma best út en samt ekki ásættanlegt.
Er búinn að vera lesa mig um þetta vandamál og þetta liggur allt í netkortunum. það eru þau sem hafa ekki undan. Ég gafst upp á pfSense í bili.
Er kominn með Ubiquiti Edgerouter Lite og það er smá pakkatap ennþá en mikið mikið minna. Sætti mig við það allavega.
Hef skoðað línurit í EdgeRouternum og það maxar 1000Mb á Wan portinu. Gott að prófa 2 speedtest servera á sama tíma og sjá hvað Wan netkortið er að maxa í. Velja samt ekki sama serverinn. Velja t.d. Simann og Nova á sama tíma.
Mér er allveg sama kvort ég nái bara 800 af 1000. Ég sætti mig bara ekki við pakkatap
Hérna er gott dæmi á gigabit tengingu. Mynd frá mér á EdgeRouter Lite
En það er alltaf gaman að þessu
