Tbot skrifaði:
Þessi lífsgæði sem alltaf er verið að hamra á, hvernig heldur þú að þau hafi komið til. Með því að einhver veifaði töfrasprota?!
Þau eru tilkomin vegna ákveðinnar heppni og síðan gríðarlegar vinnu og dugnaði íbúa þessa lands, þar sem fyrri kynslóðir hafa byggt upp.
Ég skil ekki þessi rök, ætlum við að gefa okkur að forfeður þessara flóttamanna hafi ekki verið duglegir og ekki lagt inn gríðarlega vinnu?
Tbot skrifaði:Ef það er skoðað c.a. 150 ár aftur í tímann þá sérðu gríðarlega fátækt hér á landi. Ásamt reglulegum skipssköðum langt fram á 20 öldina. Heldur þú virkilega að það mannfall hafi ekki haft áhrif hér á landi.
það eru ekki nema 71. ár síðan seinni heimstyrjöldin lauk. Og við íslendingar urðum fyrir manntjóni þar ásamt því að hagnast líka.
Ekki nema 71. ár... það er nákvæmlega það sem ég er að tala um, það eru 71 ár og við látum eins og við getum skilið hvað þetta fólk er að ganga í gegnum og sagt því að það geti bara haldið sig heima.
Tbot skrifaði:
Það sem margir eru að reyna að benda á, er ákveðin varúð í sambandi við allan þennan fjölda af velferðartúristum því þeir hafa ansi misjafnan bakgrunn og ástæður.
Ert þú með gögn sem segja til um hversu stór hópur þeirra sem hér sækja um hæli eru "velferðartúristar"?
Tbot skrifaði:
Því það er auðvelt að eyðileggja á örfáum árum það sem hefur tekið tugi ára að byggja upp.
En samt finnst okkur sjálfsagt að Íslendingar flýji land útaf efnahagshruni eða betri kjörum annars staðar, skreppi til Noregs eða Danmerkur á meðan Ísland jafnar sig.
Tbot skrifaði:
Og að sjálfssöguðu hef ég rétt til að hafa skoðun á þessu máli eins og aðrir.
Því það eru meðal annars mínir skattar og annarra sem er ætlað að reka þetta þjóðfélag. En allt of margir eru til í að sólunda eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég bað þig aldrei um að halda þinni skoðun fyrir þig.
Mínir skattar fara líka í þessi málefni, en ég tel ekki að þetta séu af megninu afætur sem eru að leita hingað, heldur fólk sem vill vinna og byrja hér nýtt líf. Held að það séu fáir sem hafi þann draum að lifa á kerfinu í ókunnugu landi.