Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Virkar gamall Nokia sími sem öryggistæki? Er gagnlegt að taka með gamlan spjallsíma, fullhlaðinn en án SIM korts, sem bakkupp ef aðalsíminn týnist eða skemmist?
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Hvernig var það, er hægt að hringja í neyðarnúmer úr síma þó að hann sé ekki með SIM kort? Ef svo er þá myndi ég ætla að hann sé "á networkinu" og þ.a.l. trackable. En ég veit svosem ekkert um þetta.
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
hagur skrifaði:Hvernig var það, er hægt að hringja í neyðarnúmer úr síma þó að hann sé ekki með SIM kort? Ef svo er þá myndi ég ætla að hann sé "á networkinu" og þ.a.l. trackable. En ég veit svosem ekkert um þetta.
Miðað við það litla sem ég "googlaði" þá eru símar yfirleitt með getuna til þess að geta hringt í neyðarnúmer þó ekkert símkort sé í símanum, auðvelt á að vera að komast að því með því einfaldlega að kveikja á honum og ætti síminn að gefa upp hvort hann geti hringt í neyðarnúmer.
massabon.is
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Já það er hægt að hringja í neyðarnúmer án korts. Fyrsta tilkynningin sem þú færð ef þú tekur kortið úr og kveikir á símanum.
Hvað varðar upphaflegu spurninguna, þá eru alveg örugglega til betri og öruggari samskiptamátar en gamlir símar. Sérstaklega fyrir fólk á fjöllum.
Hinsvegar ætti síminn að vera betri en ekkert.
Þess utan eru til fyrirbæri sem kallast GPS tæki. Sbr ef þú nærð sambandi við björgunaraðila geturðu látið þá vita NÁKVÆMLEGA hvar þú ert á þeim tímapunkti.
Hvað varðar upphaflegu spurninguna, þá eru alveg örugglega til betri og öruggari samskiptamátar en gamlir símar. Sérstaklega fyrir fólk á fjöllum.
Hinsvegar ætti síminn að vera betri en ekkert.
Þess utan eru til fyrirbæri sem kallast GPS tæki. Sbr ef þú nærð sambandi við björgunaraðila geturðu látið þá vita NÁKVÆMLEGA hvar þú ert á þeim tímapunkti.
-
- Gúrú
- Póstar: 556
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Afhverju ekki að leigja neyðarsendi, 1200 kr/dag. 1200 kall á dag er ekki mikið, tala nú ekki um ef fólk er saman í hóp og getur sameinast um einn sendi.
http://safetravel.is/rent-a-plb/
http://safetravel.is/rent-a-plb/
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
ég veit að það er mögulegt að hringja í 112 án SIM korts. spurningin er bara hvort þyrlan getur miðað SIMlausan síma út, ef ekkert samband er á svæðinu?
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Ég held að sim kortið tengist þessu ekki neitt (síminn kemst inná net án þess og ætti þess vegna að finnast). Annars tek ég undir með öðrum hérna að þetta hljómar eins og afleit ráðstöfun sem "default öryggi". Frábært ef þú ert í vandræðum og bara gamli Nokia 5110 og ekkert símkort á staðnum en ekki eitthvað sem maður undirbýr sig með sem aðal öryggisbúnað.Hizzman skrifaði:ég veit að það er mögulegt að hringja í 112 án SIM korts. spurningin er bara hvort þyrlan getur miðað SIMlausan síma út, ef ekkert samband er á svæðinu?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 356
- Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
held að sim kortið sé einungis til að auðkenna notanda inná kerfi og fá aðgang að notkunen mér gæti skjátlast.
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
ef þú læsir FP sæirðu etv orðið 'bakkupp'dori skrifaði:Ég held að sim kortið tengist þessu ekki neitt (síminn kemst inná net án þess og ætti þess vegna að finnast). Annars tek ég undir með öðrum hérna að þetta hljómar eins og afleit ráðstöfun sem "default öryggi". Frábært ef þú ert í vandræðum og bara gamli Nokia 5110 og ekkert símkort á staðnum en ekki eitthvað sem maður undirbýr sig með sem aðal öryggisbúnað.Hizzman skrifaði:ég veit að það er mögulegt að hringja í 112 án SIM korts. spurningin er bara hvort þyrlan getur miðað SIMlausan síma út, ef ekkert samband er á svæðinu?
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Ef síminn nær sambandi við cellu, þá ætti að vera hægt að njörva niður hvar viðkomandi er miðað við drægni cellunnar, og augum notandans.
Og sími nær alltaf að hringja í 112/911 ef hann nær sambandi, ef ekekrt samband þá augljóslega ekkert samband til að hringja.
Og sími nær alltaf að hringja í 112/911 ef hann nær sambandi, ef ekekrt samband þá augljóslega ekkert samband til að hringja.
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Gamli nokia síminn virkar ekki á nýrri úthlutuðum tíðnum eða samskiptamáta, eða á "langdrægu" gsm sambandi.
Betra væri að hafa snjallsíma til vara með a.m.k. 3G og gps. Sjá til þess að gpsið hafi nýlega skilað réttu miði, svo hann sé fljótur að miða aftur eftir að hann er ræstur.
Enn nýrri símar geta svo nýtt fleiri tungl til að miða.
Betra væri að hafa snjallsíma til vara með a.m.k. 3G og gps. Sjá til þess að gpsið hafi nýlega skilað réttu miði, svo hann sé fljótur að miða aftur eftir að hann er ræstur.
Enn nýrri símar geta svo nýtt fleiri tungl til að miða.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
hfwf skrifaði:Ef síminn nær sambandi við cellu, þá ætti að vera hægt að njörva niður hvar viðkomandi er miðað við drægni cellunnar, og augum notandans.
Og sími nær alltaf að hringja í 112/911 ef hann nær sambandi, ef ekekrt samband þá augljóslega ekkert samband til að hringja.
í þessu tilviki sem að er verið að spá í skiptir það svo sem minna máli.frr skrifaði:Betra væri að hafa snjallsíma til vara með a.m.k. 3G og gps. Sjá til þess að gpsið hafi nýlega skilað réttu miði, svo hann sé fljótur að miða aftur eftir að hann er ræstur.
Enn nýrri símar geta svo nýtt fleiri tungl til að miða.
Einfaldleg þar sem að gsm sellan er jú um borð í þyrlunni sjálfri og þeir miða hann út þannig.
Út frá því og að það sé klárlega hægt að hringja úr síma sem að hefur ekki SIM kort, þá myndi ég halda að það væri alltaf öruggara að hafa hann með en að sleppa því.
En einsog búið er að koma inná þá er þetta náttúrulega hugsað sem last resort þegar að annar sími er t.d. batteríislaus eða glataður.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2755
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Staðsetning: Flight level 100
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Smá off topic rant:
Ef fólk er tilbúið að kaupa vopn á hundruðir þúsunda, skotfæri, veiðifatnað, gervigæsir, flug útá land, veiðileyfi....
...en tímir svo ekki að kaupa PLB neyðarsendi á 30-50þ.kr. skil ég ekki
Ef fólk er tilbúið að kaupa vopn á hundruðir þúsunda, skotfæri, veiðifatnað, gervigæsir, flug útá land, veiðileyfi....
...en tímir svo ekki að kaupa PLB neyðarsendi á 30-50þ.kr. skil ég ekki
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
LOKSINS kom einhver á þráðinn sem er ekki að spjalla með afturendanum!!urban skrifaði:
í þessu tilviki sem að er verið að spá í skiptir það svo sem minna máli.
Einfaldleg þar sem að gsm sellan er jú um borð í þyrlunni sjálfri og þeir miða hann út þannig.
Út frá því og að það sé klárlega hægt að hringja úr síma sem að hefur ekki SIM kort, þá myndi ég halda að það væri alltaf öruggara að hafa hann með en að sleppa því.
En einsog búið er að koma inná þá er þetta náttúrulega hugsað sem last resort þegar að annar sími er t.d. batteríislaus eða glataður.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Fólk getur verið að koma sér upp búnaði.zedro skrifaði:Smá off topic rant:
Ef fólk er tilbúið að kaupa vopn á hundruðir þúsunda, skotfæri, veiðifatnað, gervigæsir, flug útá land, veiðileyfi....
...en tímir svo ekki að kaupa PLB neyðarsendi á 30-50þ.kr. skil ég ekki
Nú er ég t.d. nýfarinn að hafa áhuga á stangveiði í á og er að koma mér upp búnaði í það hægt og rólega.
Ég veit það að ég er öruggastur í góðum og öflugum vöðlum og í góðum vöðlujakka.
Ég hef bara ekki efni á því að koma mér upp þeim búnaði í hvelli, því leita ég mér leiða til þess að vera þó eins öruggur og ég get.
Sem að OP virðist einmitt vera að gera með þessum pælingum hjá sér.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2755
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Staðsetning: Flight level 100
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Það er eitt að keyra upp að á og veiða þar en að labba á hreindýr til dæmis.urban skrifaði:Fólk getur verið að koma sér upp búnaði.zedro skrifaði:Smá off topic rant:
Ef fólk er tilbúið að kaupa vopn á hundruðir þúsunda, skotfæri, veiðifatnað, gervigæsir, flug útá land, veiðileyfi....
...en tímir svo ekki að kaupa PLB neyðarsendi á 30-50þ.kr. skil ég ekki
Nú er ég t.d. nýfarinn að hafa áhuga á stangveiði í á og er að koma mér upp búnaði í það hægt og rólega.
Ég veit það að ég er öruggastur í góðum og öflugum vöðlum og í góðum vöðlujakka.
Ég hef bara ekki efni á því að koma mér upp þeim búnaði í hvelli, því leita ég mér leiða til þess að vera þó eins öruggur og ég get.
Sem að OP virðist einmitt vera að gera með þessum pælingum hjá sér.
Ef þú spyrð mig þá ætti PLB að vera það fyrsta sem þú kaupir í settið!
Ef þú hefur ekki efni á því ættirðu sennilega ekki að vera borga 100k í veiðileyfi.
Þetta er bara tossaskapur og "kemur ekki fyrir mig" hugsun! 30þ.kr. vs kostnaður af jarðaför því þú varst of nískur...
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Já það er heilmikill munur á því að fara í hreindýr og borga hundruði þúsunda, en það eru ekki allir á leið í hreindýr að borga hundruði þúsunda.zedro skrifaði:Það er eitt að keyra upp að á og veiða þar en að labba á hreindýr til dæmis.urban skrifaði:Fólk getur verið að koma sér upp búnaði.zedro skrifaði:Smá off topic rant:
Ef fólk er tilbúið að kaupa vopn á hundruðir þúsunda, skotfæri, veiðifatnað, gervigæsir, flug útá land, veiðileyfi....
...en tímir svo ekki að kaupa PLB neyðarsendi á 30-50þ.kr. skil ég ekki
Nú er ég t.d. nýfarinn að hafa áhuga á stangveiði í á og er að koma mér upp búnaði í það hægt og rólega.
Ég veit það að ég er öruggastur í góðum og öflugum vöðlum og í góðum vöðlujakka.
Ég hef bara ekki efni á því að koma mér upp þeim búnaði í hvelli, því leita ég mér leiða til þess að vera þó eins öruggur og ég get.
Sem að OP virðist einmitt vera að gera með þessum pælingum hjá sér.
Ef þú spyrð mig þá ætti PLB að vera það fyrsta sem þú kaupir í settið!
Ef þú hefur ekki efni á því ættirðu sennilega ekki að vera borga 100k í veiðileyfi.
Þetta er bara tossaskapur og "kemur ekki fyrir mig" hugsun! 30þ.kr. vs kostnaður af jarðaför því þú varst of nískur...
En það er ekkert mikill munur á því að keyra upp að á og fara að veiða eða keyra upp að heiði og fara að skjóta rjúpu.
Einsog ég sagði, menn geta verið að koma sér upp búnaði, þú segir að þetta væri eitt það fyrsta, ég myndi t.d. fyrr fá mér góðan galla áður en ég færi í neyðarsendinn, Einnig fengi ég mér fyrr gott gps tæki ásamt auðvitað að vera vel símaður.
OP er að hugsa út í öryggið, hann er að vita hvort að það sé ekki betra að vera með þetta eða ekki.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Akkúrat! Spurningin er bara hvort gamli nokia síminn gæti bjargað manni ef allt er farið á versta veg. Á maður að taka hann með hlaðinn og pakkaðan í plastfilmu þó hann sé ekki með SIM kort? Eða hefur það engan tilgang vegna þess að það er ekkert SIM kort í honum? Er þetta flókin pæling?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 632
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
IMEI númer símans er það sem skráist fyrst inná sellurnar áður en kort skráist inná kerfið, það gerir þér kleift að hringja í neyðarnúmer.
Ef þú ert með IMEI númerið á hreinu og getur gefið það upp til einhvers í fjölskyldu sem kemur því áfram ef þú ert það óheppinn að það þurfi að leita að þér, þá mun það hjálpa til og þrengja leitar hring væntanlega
Ef þú ert með IMEI númerið á hreinu og getur gefið það upp til einhvers í fjölskyldu sem kemur því áfram ef þú ert það óheppinn að það þurfi að leita að þér, þá mun það hjálpa til og þrengja leitar hring væntanlega
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Það sem flestir eru að meina, að e-ð nýrra en gamli nokia síminn sem backup, t.d. gamli, úrelti snjallsíminn, er alltaf betra.
Gamli Nokia síminn ætti að vera mjög neðarlega, þó víst sé hann skárri en ekkert.
Miðun með einni þyrlu er tímafrek, nema ef til eru upplýsingar um merkið frá öðrum stöðum.
Gamli Nokia síminn ætti að vera mjög neðarlega, þó víst sé hann skárri en ekkert.
Miðun með einni þyrlu er tímafrek, nema ef til eru upplýsingar um merkið frá öðrum stöðum.
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Að fara að veiða í á er ansi ólíkt því að fara á fjöll til veiða. Ásamt því að árstíminn er mismunandi.urban skrifaði:Já það er heilmikill munur á því að fara í hreindýr og borga hundruði þúsunda, en það eru ekki allir á leið í hreindýr að borga hundruði þúsunda.zedro skrifaði:Það er eitt að keyra upp að á og veiða þar en að labba á hreindýr til dæmis.urban skrifaði:Fólk getur verið að koma sér upp búnaði.zedro skrifaði:Smá off topic rant:
Ef fólk er tilbúið að kaupa vopn á hundruðir þúsunda, skotfæri, veiðifatnað, gervigæsir, flug útá land, veiðileyfi....
...en tímir svo ekki að kaupa PLB neyðarsendi á 30-50þ.kr. skil ég ekki
Nú er ég t.d. nýfarinn að hafa áhuga á stangveiði í á og er að koma mér upp búnaði í það hægt og rólega.
Ég veit það að ég er öruggastur í góðum og öflugum vöðlum og í góðum vöðlujakka.
Ég hef bara ekki efni á því að koma mér upp þeim búnaði í hvelli, því leita ég mér leiða til þess að vera þó eins öruggur og ég get.
Sem að OP virðist einmitt vera að gera með þessum pælingum hjá sér.
Ef þú spyrð mig þá ætti PLB að vera það fyrsta sem þú kaupir í settið!
Ef þú hefur ekki efni á því ættirðu sennilega ekki að vera borga 100k í veiðileyfi.
Þetta er bara tossaskapur og "kemur ekki fyrir mig" hugsun! 30þ.kr. vs kostnaður af jarðaför því þú varst of nískur...
En það er ekkert mikill munur á því að keyra upp að á og fara að veiða eða keyra upp að heiði og fara að skjóta rjúpu.
Einsog ég sagði, menn geta verið að koma sér upp búnaði, þú segir að þetta væri eitt það fyrsta, ég myndi t.d. fyrr fá mér góðan galla áður en ég færi í neyðarsendinn, Einnig fengi ég mér fyrr gott gps tæki ásamt auðvitað að vera vel símaður.
OP er að hugsa út í öryggið, hann er að vita hvort að það sé ekki betra að vera með þetta eða ekki.
En þér finnst sjálfsagt að fjöldi fólks (100 til 200 manns) eyði bæði tíma og fjármunum í að leita að þér því þú týmdir ekki að fjárfesta í neyðarsendi. Sem sæi til þessi að það þyrfti "bara nokkra tugi" leitarmanna.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Það að fara á veiðar með stöng, þarf alls ekki í fyrsta lagi að ég keyri bílnum mínum niður að á.
En hvar í ósköpunum tók ég fram að mér þætti í lagi að láta leita af mér ?
Ekki ákveða hvað ég er að segja, lestu bara það sem að ég skrifaði.
En hvar í ósköpunum tók ég fram að mér þætti í lagi að láta leita af mér ?
Ekki ákveða hvað ég er að segja, lestu bara það sem að ég skrifaði.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Þetta eru þín orð nákvæmlega:urban skrifaði:Það að fara á veiðar með stöng, þarf alls ekki í fyrsta lagi að ég keyri bílnum mínum niður að á.
En hvar í ósköpunum tók ég fram að mér þætti í lagi að láta leita af mér ?
Ekki ákveða hvað ég er að segja, lestu bara það sem að ég skrifaði.
Einsog ég sagði, menn geta verið að koma sér upp búnaði, þú segir að þetta væri eitt það fyrsta, ég myndi t.d. fyrr fá mér góðan galla áður en ég færi í neyðarsendinn, Einnig fengi ég mér fyrr gott gps tæki ásamt auðvitað að vera vel símaður.
OP er að hugsa út í öryggið, hann er að vita hvort að það sé ekki betra að vera með þetta eða ekki.
Ég les hvað þú skrifar og þar sem þú segir orðrétt að svona neyðartæki sé ekki fremst á lista þínum.
En þessi orð þín hljóma ansi líkt og játningar þeirra sem hefur þurft að leita að.
Þar sem þeim finnst þetta tæki ekki hafa þurft að vera í forgangi hjá þeim.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Já og ég spyr þá aftur, hvar stendur þarna að mér þyki í lagi að leita af mér ?
Ég sagði að ég færi fyrr í góðan galla, þar sem að ég vill vera vel búin þegar að ég geng á fjöll.
Ég sagði líka að ég færi fyrr í góðan gps og góðan síma, þá veit ég hvar ég er og hvert ég er að fara.
Hvar í ósköpunum kemur fram í þessum texta að mér þyki allt í lagi að láta leita af mér ?
Hvernig í ósköpunum tekst þér að fá það útúr þessu ??
Hvernig getur það staðist, að ég fái mér ekki neyðarsendi áður en ég fæ mér góðan kuldagalla eða gps og síma saman sem merki með að mér þyki bara allt í lagi að láta hundruði manna leita af mér ?
Hvernig stennst það, að ég vilji vera vel búin teljist samþykki á það að mér þyki í lagi að láta leita af mér ?
Lestu bara það sem að ég skrifaði og náðu þér í lesskilning ef að þú skilur þetta ekki.
Ég sagði bara akkurat ekki neitt um það að mér þætti í lagi að láta leita af mér og gerðu mér bara greiða að ekki ákveða hvað ég skrifa þegar að það er nokkuð augljós fyrir framan þig.
Ég sagði að ég færi fyrr í góðan galla, þar sem að ég vill vera vel búin þegar að ég geng á fjöll.
Ég sagði líka að ég færi fyrr í góðan gps og góðan síma, þá veit ég hvar ég er og hvert ég er að fara.
Hvar í ósköpunum kemur fram í þessum texta að mér þyki allt í lagi að láta leita af mér ?
Hvernig í ósköpunum tekst þér að fá það útúr þessu ??
Hvernig getur það staðist, að ég fái mér ekki neyðarsendi áður en ég fæ mér góðan kuldagalla eða gps og síma saman sem merki með að mér þyki bara allt í lagi að láta hundruði manna leita af mér ?
Hvernig stennst það, að ég vilji vera vel búin teljist samþykki á það að mér þyki í lagi að láta leita af mér ?
Lestu bara það sem að ég skrifaði og náðu þér í lesskilning ef að þú skilur þetta ekki.
Ég sagði bara akkurat ekki neitt um það að mér þætti í lagi að láta leita af mér og gerðu mér bara greiða að ekki ákveða hvað ég skrifa þegar að það er nokkuð augljós fyrir framan þig.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Finnur þyrlan síma án SIM korts?
Ég var einmitt að forvitnast með þetta eftir útkallið á egs um daginn. Hérna er svarið sem kom við minni fyrirspurn til LHG. Annars finnst mér reyndar neyðar sendir þó hann sé sniðugur kannski ekki nauðsynlegur samt. gps, sími vara rafhlöður og auðvitað átta vití og kunnátta á þetta allt saman er mun mikilvægari.Sæll. Við sendum þér hér með svar frá okkar sérfræðing í málinu. GSM leitarkerfi LHG getur staðsett síma þó hann hafi ekki SIM kort. Það takmarkar hins vegar möguleika áhafnarinnar að hafa samband við viðkomandi þar sem ekki er hægt að senda SMS skilaboð beint á símann og ekki er hægt að hringja til baka í hann ef samband rofnar. Símtalið þarf s.s. alltaf að hefjast í símtækinu. Og þeir símar sem við höfum skoðað eru þannig að ekki er hægt að senda SMS úr þeim nema með SIM korti.
Að auki er rétt að nefna að leit miðast að jafnaði við símanúmer þess týnda og kerfið er sett upp til að einbeita sér að honum sérstaklega. Þetta ferli lágmarkar áhrif leitar á aðra síma sem hugsanlega ná merki þyrlunnar og hjálpar áhöfninni við að greina týnda einstaklinginn frá öðrum sem varða ekki leitina.
Loks er vert að minnast á að leitarkerfið notast við 2G samband við símann. Það er því ástæða til að forðast að stilla síma með þeim hætti að þeir séu fastsettir á að nota aðeins 3G eða 4G (LTE) net sé ferðast utan alfaraleiðar.