Ég er að spá í að selja tölvu.
Turn og psu keypt sl föstudag.
ssd 1 mán.
Örrinn og mobo eins árs.
Skjákort ca 2ja ára.
Minnin ókeypt en kaupi það besta legg sama á þau, því ekki sel ég hana minnislausa.
Einhver þumalputta regla??
Að verðleggja hardware?
-
- Vaktari
- Póstar: 2257
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Staðsetning: 109 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að verðleggja hardware?
70% af raunverði i dag. sirka
Re: Að verðleggja hardware?
Líka það sem er splunku nýtt? Svolítið hart en ber að líta að fólk ræður þá ekki kassa og psu, kaupi sko ekki minni bara til að selja þau með á 70%
Best að fara að reikna.
Best að fara að reikna.
Re: Að verðleggja hardware?
Þetta fer allt svoldið eftir ábyrgðarstöðu, notkun og slíku. Nýjir íhlutir geta oft selst á 80+% af lægsta söluverði í dag. Aðrir hlutir sem eru í ábyrgð um 70% og svo kannski eitthvað lægra eftir því hvað annað hefur komið út í millitíðinni.
Til dæmis með skjákortið. Ef það er hægt að fá skjákort í dag með sama performance á lægra verði þá geturðu náttúrlega ekki búist við að einhver kjósi frekar notað skjákort sem er ekki í ábyrgð.
Til dæmis með skjákortið. Ef það er hægt að fá skjákort í dag með sama performance á lægra verði þá geturðu náttúrlega ekki búist við að einhver kjósi frekar notað skjákort sem er ekki í ábyrgð.