Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Svara
Skjámynd

Höfundur
reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af reyniraron »

Sælir.
Ég er að spá í að panta mér fartölvu, skjá og aukahluti frá Bandaríkjunum. Hins vegar er ekki sent beint til Íslands svo þetta þarf að fara í gegn um einhverja milliliði sem koma pökkum áfram. Þessi pakki kemur til með að kosta $3382 og ég vil því helst ekki taka mikla áhættu. Ég var búinn að skoða Viabox og leist vel á þá, en svo las ég eitthvað um að þeir hefðu áður fengið margar kvartanir og að þeir hefðu verið undir rannsókn og eitthvað, svo ég fór að leita annað. MyUS virkar mjög traustvekjandi en þar sem að þeir eru staðsettir í Flórída þarf að borga 7% söluskatt af því sem keypt er. Shipito, NYBox og Stackry eru öll með vöruhús í fylkjum þar sem að það er ekki rukkaður söluskattur af pöntunum á netinu, en það virðast alltaf vera til hryllingssögur um öll þessi fyrirtæki. Annars þá virðist Stackry vera að bjóða besta verðið. Ég kíkti líka á ShopUSA, en eins og venjulega er langdýrast að flytja inn í gegn um þá.
Spurningin mín til ykkar er þessi: Hafið þið nýtt ykkur þjónustu einhverra þessarra eða annarra svipaðra fyrirtækja? Og ef svo er, hvernig reyndist hún? Sérstaklega ef þið keyptuð eitthvað dýrt eins og þetta.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af brain »

Hef notað NYBox í um 2 ár. Hef sent um 23 pakka.

Aldrei klikkað, bjóða uppá tryggingar á sendingar.
Senda allt með DHL. Hefur yfirleitt tekið 3-5 daga

Endurpakka og taka reikninga úr sendingum, geta sett nýjan reikning í pakka.

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af einarn »

Notaði shopusa dáldið mikið fyrir nokkrum árum. Þá voru þeir með skrifstofu hérna heima og alles. Miðað við þjónustuna sem ég fékk þá, þá get mælt með þeim, enn eins og ég segi ég hef ekki notað þá dáldið lengi.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af arons4 »

Notaði myus um daginn, virkaði líka svona feikivel, hef notað pantadu.is og þeir voru ágætir til að byrja með, núna virðast pakkarnir hjá þeim taka langan tíma að skila sér. Shopusa hefur alltaf verið áberandi dýrara en allt annað sem í boði er.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af urban »

áttu ekki að fá söluskattinn endurgreiddann þegar að þetta fer úr landi ?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af Sam »

Pantadu.is.PNG
Pantadu.is.PNG (72.13 KiB) Skoðað 910 sinnum
Þetta er kannski athugandi http://pantadu.is/

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af arons4 »

Sam skrifaði:Pantadu.is.PNGÞetta er kannski athugandi http://pantadu.is/
Hef tvisvar pantað með pantadu.is á undanförnum 6 mánuðum, í bæði skiptin var varan meira en 6 vikur að skila sér.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af Sultukrukka »

Ég hef einmitt pantað 4 pakka í gegnum pantadu.is

Hefur alltaf skilað sér á endanum en ómögulegt að ná í einhvern á þeirra vegum og tekur oft langan tíma að fá vörur í hendurnar.

Ég er hættur að panta þaðan.

birgirb13
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Þri 25. Des 2012 17:39
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af birgirb13 »

Hef mikið notað Shopusa og það hefur aldrei klikkað. Flugsendingar hjá þeim eru alla laugardaga og þá þarf sending að hafa borist í vöruhúsið hjá þeim í seinasta lagi á miðvikudegi. Nota svo póstinn hérna heima fyrir heimsendingar. Hef yfirleitt verið að fá sendingar á þriðjudegi eða miðvikudegi.
Skjámynd

Höfundur
reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Shipping aðilar í Bandaríkjunum

Póstur af reyniraron »

Takk kærlega fyrir svörin. Eftir að ég komst að því að NYBox og fleiri myndu rukka mig talsvert meira en ég hafði gert ráð fyrir vegna stærðar pakkans (sem ég er þó ekki 100% viss um hver yrði) fann ég út að það borgar sig ekki lengur að kaupa vélina úti. Ef ég myndi kaupa aukahlutina með MyUS, sem rukka bara eftir þyngd, og tölvuna með NYBox, þá væri ég ekki lengur að spara vegna þess að ég þyrfti að borga sendingarkostnaðinn af báðum, plús söluskatt af þeim vörum sem færu í gegn um MyUS. Ég keypti samt sem áður skjáinn og aukahlutina og ég valdi MyUS í það. Það munar miklu vegna þess að það er rukkað eftir þyngd og ekki stærð, þannig að flutningskostnaðurinn er $48.65 í stað einhverra tæpra $300 sem NYBox vildi rukka mig fyrir það. Það er auðvitað söluskattur en hann er ekki nema $40 eða svo, svo það er samt ódýrara.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Svara