Fyrir um ári brotnaði Apple 27" Widescreen skjárinn minn. Mjög líklega þessi gerð en sirka 3ja til 4ja ára.

Það beyglaðist smá undir honum en hann virðist virka.. hefur gert það fram á þennan dag. Var að semja við Tryggingarnar og þeir greiddu mér hann út, svo nú get ég reynt að laga kvikyndið. Ætla ekki skipta um rammann en glerið framan á.
Svo, einhverjar hugmyndir hvar ég nálgast gler framan á hann. Þetta er gler, ekki plast. Jafnvel eitthvað litað svo venjulegt gler kemur væntanlega ekki til greina þótt einhver gæti slípað það ávalt í hornum.
En endilega.. komið með hugmyndir eins ef einhver veit um svona bilaðan skjá, þá væri ég til í að kaupa í það minnsta glerið af þeim skjá.
kv. Garrinn