Er nýja Macbook Pro einnota?

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af GuðjónR »

SSD og RAM er lóðað á móðurborið, sem þýðir ef eitt af þessu þremur, þ.e. vinnsluminni, ssd eða móðurborð bilar þá er tölvan ónýt, það myndi líklega aldrei borga sig að kaupa nýtt sett sem varahlut. Og það er vonlaust að stækka RAM eða SSD eftirá. Svo kalla þeir þetta Pro?? Meira segja batteríið er límt í boxið með einhverju superglue. Ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég myndi eyða 724k í fartölvu sem væri límd og lóðuð saman og ónýt ef eitthvað klikkar.

Þetta er alveg epic:
Interestingly, however, the teardown finds the new MacBook Pro has a connector that leads to "nowhere," which iFixit speculates could be for Apple to access the soldered-in SSD for data recovery. iFixit suggests there might at least be a chance of recovering data with Apple's help should the logic board experience hardware failure.
http://forums.macrumors.com/threads/tea ... s.2015954/
Viðhengi
mbp.PNG
mbp.PNG (459.64 KiB) Skoðað 2857 sinnum
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af worghal »

Eitt stórt stökk afturábak.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af rbe »

var að kaupa borðtölvu á 260k með betri specca en þetta.

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Viggi »

Sá sem kaupir fartölvu á þessu verði hlýtur að vera með lausa skrúfu :roll:
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af nidur »

Kommon, hún er með TOUCHBAR!!!! og hún var búin til af Apple
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af hagur »

Fullkomin bilun.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af vesley »

Losa sig við öll tengi nema það sem þeir eiga einkarétt á sem eykur hagnað þar sem þeir taka prósentu af hagnað á ÖLLUM dongle sem eru framleidd.

Festa bókstaflega allt varanlega við tölvuna til að næstum útiloka að önnur verkstæði en á þeirra vegum geta gert við tölvuna til að gera vélina enn meira "exclusive"

Það er ástæða fyrir því að þeir fjarlægðu 3.5mm jack tengið á Iphone t.d. Og það kemur því nákvæmlega ekkert við að gera símann einfaldari eða "þynnri" eða hvaða ástæðu þeir gefa upp, það er bara sama trixið, þeir eiga réttin á eina tenginu sem er eftir og gerir það að verkum að þeir hagnast enn meira útaf allri "dongle" framleiðslu.
massabon.is
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Xovius »

Vona bara að markaðurinn átti sig á þessu og refsi þeim með því að kaupa þetta ekki. En það hefur svosem ekki sýnt sig hingað til.

baldurgauti
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af baldurgauti »

Sama hversu slæmar þessar vörur verða, ég held að aðdáendur þeirra finni alltaf eitthvað heillandi við þær og "góða" ástæðu til þess að kaupa þær á uppsprengdu verði.
| Core i7 10700k @ 4.5Ghz | Gigabyte Z490M | 16gb DDR4 2400Mhz | Gigabyte GTX 1080 G1 gaming | Corsair AX760 | Corsair H100i |
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Hjaltiatla »

Haha , þetta er brutal. Kannski ágætt að ég er búinn að selja Iphone-inn og ipadinn og kominn yfir í Android menninguna , þ.e ef þetta er þróunin í epla heiminum. Maður er eflaust soldið sado maso ef maður lætur bjóða sér þetta.
Just do IT
  √
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Gunnar »

Hérna kaupir casey neistat sé þessa tölvu og gerir ekkert nema gagrína hana.
Ég skil ekki tilganginn með þessari tölvu.
Hönnuð smá fyrir myndvinnslu en engin port...


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af codec »

Mandatory
Mynd

Sam
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Sam »

Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af russi »

Þetta er auðvitað fáranlegur samanburður hjá þér GudjonR, í raun barnalegur, þú ert búin að taka saman sérsmíðaða útgáfu af þessari vél, velur allra dýrustu útgáfu sem völ er og ferð að dissa verðið.

Það eru ekki margir að sækja í 2TB SSD, sér í lagi þegar hann kostar 204k, ok það er fáranlegt verð þegar þú getur fengið slíkan erlendis frá á tæp 100k, 1TB SSD í Tölvutek er þó á 99k.

Stækkar örran, það kostar 42k, stækkar skjákort, sem er reyndar good thing, það er 18k.

Óbreytt útgáfa af þessari vél kostar 460k, sem er jú slatti, en HP vélar t.d. á þessu kaliberi eru ekkert ódýrari, dýrari ef eitthvað er.
Sjá þessa á 480k, minni SSD í þessari t.d. En hey hún hefur þó USB-A tengi.

En ef við pælum í þessum tengjum, USB-C mun eftir nokkur ár verða það sem allir fara í, það eru fáar vörur í því eins og er, en eftir 2-3ár munu flestar ef ekki allar vörur koma með USB-C og þið munið ekki vilja neitt annað en USB-C.
Þegar kemur að tengjum hafa Apple alltaf riðið á vaðið, stundum vel heppnað(eins og með USB) og stundum íllaheppnað eins og með FireWire.

En vissulega má dissa það múv hjá Apple að brenna allt í móðurborðið, ástæðan fyrir þvi er þessi eltingaleikur að hafa þunnar og léttar vélar og svo batterý sem smellpassar inní vélina og fá útúr því max endingu. Það eru ekki margar vélar sem geta státað af þessari endingu.

Finnst bara svona villandi framsetning alls ekki góð, sama hvað fólki finnst um Apple, HP, Lenovo eða aðra töffara í þessum bransa, það verður að horfa á allar hliðar, ekki bara þá sem hentar þér, því annars er þetta bara pólítík og ég er viss um að það eitthvað sem þú varst ekki hugsa þegar þessi þráður byrjaðir.

LUV.

PS. Þetta dongle-joke er samt fáranlega fyndið, en mun fjara út þegar fleira af stuffi dettur í USB-3
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Tiger »

Hver í veröldinni vill síma án takka.......
Mynd
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af GullMoli »

Tiger skrifaði:Hver í veröldinni vill síma án takka.......
Sem eigandi iPhone 5s með bilaðan home takka þá.. ég! Fingrafaraskynjarinn á takkanum virkar ennþá fínt, nema bara takkinn sjálfur fúnkerar ekki. Þessi takki þarf að þola svo gífurlega mikið álag, og með þessu eru þeir að framlengja líf hans verulega. En svo heyrir maður " en mímímí ég get ekki notað takkann í hönskum!" .. já okey, ekki heldur skjáinn svo af hverju ættirðu að vilja aflæsa honum í höskum? Ef þig vantar að líta á klukkuna þá er power takkinn alltaf til staðar.

Annars með tölvuna.. þetta er ekkert nýtt. Eini munurinn á þessari og eldri er að núna er SSD'inn lóðaður. Í eldri vélinni var vinnsluminnið lóðað á og batteríið límt í.

Finnst samt þessi USB tengja skortur fáránlegur, er svosum drull með kortalesarann en skil vel vælið. Ég gæti alveg hugsað mér að eiga eldri vélina en ekki þessa, amk ekki eins og er.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Tiger »

GullMoli skrifaði:
Tiger skrifaði:Hver í veröldinni vill síma án takka.......
Sem eigandi iPhone 5s með bilaðan home takka þá.. ég! Fingrafaraskynjarinn á takkanum virkar ennþá fínt, nema bara takkinn sjálfur fúnkerar ekki. Þessi takki þarf að þola svo gífurlega mikið álag, og með þessu eru þeir að framlengja líf hans verulega. En svo heyrir maður " en mímímí ég get ekki notað takkann í hönskum!" .. já okey, ekki heldur skjáinn svo af hverju ættirðu að vilja aflæsa honum í höskum? Ef þig vantar að líta á klukkuna þá er power takkinn alltaf til staðar.

Annars með tölvuna.. þetta er ekkert nýtt. Eini munurinn á þessari og eldri er að núna er SSD'inn lóðaður. Í eldri vélinni var vinnsluminnið lóðað á og batteríið límt í.

Finnst samt þessi USB tengja skortur fáránlegur, er svosum drull með kortalesarann en skil vel vælið. Ég gæti alveg hugsað mér að eiga eldri vélina en ekki þessa, amk ekki eins og er.
Þetta var nú tilvísun í Steve Balmer þegar hann skellti uppúr þegar hann talaði um fyrsta iPhone símann.... ekki að 1 home takki sé overboard :)

Eins sem ég set útá þessa nýju vél er að geta ekki stækkað minnið >16 GB....
Mynd
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af GuðjónR »

russi skrifaði:Þetta er auðvitað fáranlegur samanburður hjá þér GudjonR, í raun barnalegur, þú ert búin að taka saman sérsmíðaða útgáfu af þessari vél, velur allra dýrustu útgáfu sem völ er og ferð að dissa verðið.
Ég er alls ekki að dissa verðið, gerði það að ganni að velja dýrustu útfærsluna, hver fer annars að kaupa svona vél með 8GB ram og 256GB SSD án möguleika á uppfærslu? Ef þú ert að leita að vél til að surfa netið þá geturðu fengið afbragðs uppfæranlegar vélar á 100k+ Apple rangnefnir þessar vélar "Pro" en það fer engin professional notandi að kaupa minimal útgáfuna. Og þessar tölvur eru ekki sérsmíðaðar, þetta er allt fjöldaframleitt en það er ákvörðun söluaðila hvaða útfærslur hann ákveður að hafa á lager. Það sem ég er að "dissa" er að það er allt lóðað saman í eina klessu, þú getur ekkert uppfært og ef eitt bilar þá er allt ónýtt.
russi skrifaði:En ef við pælum í þessum tengjum, USB-C mun eftir nokkur ár verða það sem allir fara í, það eru fáar vörur í því eins og er, en eftir 2-3ár munu flestar ef ekki allar vörur koma með USB-C og þið munið ekki vilja neitt annað en USB-C.
Þegar kemur að tengjum hafa Apple alltaf riðið á vaðið, stundum vel heppnað(eins og með USB) og stundum íllaheppnað eins og með FireWire.
USB kom út fyrir þrjátiu árum síðan og USB fyrir tæpum 17 árum, flestir eiga ennþá slatta af USB2-3 græjum, þ.e. mýs lyklaborð, minnislykla eða flakkara. Það hefði verið flott að bæta við 1 eða 2 USB-C en galið að slátra öllum öðrum portum á einu bretti. Það tekur miklu meira en 2 ár að endurnýja allt USB2-3 dótið sem er í umferð. Þetta eru sömu rök og voru þegar thunderbolt tengin komu, þá átti allt að verða thunderbolt innan tveggja ára.
russi skrifaði:En vissulega má dissa það múv hjá Apple að brenna allt í móðurborðið, ástæðan fyrir þvi er þessi eltingaleikur að hafa þunnar og léttar vélar og svo batterý sem smellpassar inní vélina og fá útúr því max endingu. Það eru ekki margar vélar sem geta státað af þessari endingu.
Hvernig færðu út úr því að þynna vélar og létta þær, lóða og líma allt saman í litlu plassi auki endingu þeirra? Minna pláss og samþjappaðra ætti þvert á móti að auka hitamyndun sem væntanlega minnkar endingu. Svo eru þetta tölvur en ekki dömubindi, þetta þarf ekkert að vera næfurþunnt...og þægilegt.
russi skrifaði:Finnst bara svona villandi framsetning alls ekki góð, sama hvað fólki finnst um Apple, HP, Lenovo eða aðra töffara í þessum bransa, það verður að horfa á allar hliðar, ekki bara þá sem hentar þér.
Hentar mér? Ég hef engra hagsmuna að gæta, á sjálfur iPad, iPhone, iMac, Macbook Pro og AppleTV, á sama tíma á ég Lenovo Yoga og Intel Skull. Hef almenn verði mjög ánægður með Apple, amk. meðan hugsjónamaðurinn Steve rak skútuna, núna er Apple rekið á allt öðrum forsendum, eða maxa hagnað með öllum tiltækum ráðum. Ekkert nýtt bara þynnra og þynnra og þynnra...
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af russi »

GuðjónR skrifaði: Ég er alls ekki að dissa verðið, gerði það að ganni að velja dýrustu útfærsluna, hver fer annars að kaupa svona vél með 8GB ram og 256GB SSD án möguleika á uppfærslu?

Tja þessi vél kemur default með 16GB í ram og 512GB SS, það er glatað að geta ekki stækkað það eftir á.

GuðjónR skrifaði:USB kom út fyrir þrjátiu árum síðan og USB fyrir tæpum 17 árum, flestir eiga ennþá slatta af USB2-3 græjum, þ.e. mýs lyklaborð, minnislykla eða flakkara. Það hefði verið flott að bæta við 1 eða 2 USB-C en galið að slátra öllum öðrum portum á einu bretti. Það tekur miklu meira en 2 ár að endurnýja allt USB2-3 dótið sem er í umferð. Þetta eru sömu rök og voru þegar thunderbolt tengin komu, þá átti allt að verða thunderbolt innan tveggja ára.


USB kom á markað 1996, svo það verða 21 ár á næsta ári. Thunderbolt er mikið notað af pro-fólki, syndin við það tengi er að allt er svo dýrt í gegnum það, snildar tengi þó.
Er alveg sammála því að það er undarlegt múv að slátra öllum USB tengjum á kostnað þess að hafa fleirri USB-C og mögulega þynna vélina, skil sjálfur ekki þennan eltingarleik að hafa hana sem þynnsta, þær eru alveg nógu þunnar og léttar í dag.
GuðjónR skrifaði: Hvernig færðu út úr því að þynna vélar og létta þær, lóða og líma allt saman í litlu plassi auki endingu þeirra? Minna pláss og samþjappaðra ætti þvert á móti að auka hitamyndun sem væntanlega minnkar endingu.


Þarna ertu kominn á level þar sem allt er útreiknað í tætlur , álboddýið hjálpar til við kælingu og auðvitað viftur. Lega álboddýs að innan er þannig hannað, þetta er ekki bara tóm skel. Aukin hitamyndun hefur auðvitað áhrif á lóðningu, nú hafa hippsteranir í Cupertino ágætis reynslu í þessu að nýta boddýinn sem kælingu. Á ekki von á því að þetta hafi stór áhrif, en tíminn leiðir það í ljós. Með endingu átti ég við batterýs-endingu. Apple eru allavega að standa sig vel þar þegar kemur að fartölvum, þeir geta farið til fjandans með batteríslíf á síminum hjá sér.
GuðjónR skrifaði:Hentar mér? Ég hef engra hagsmuna að gæta, á sjálfur iPad, iPhone, iMac, Macbook Pro og AppleTV, á sama tíma á ég Lenovo Yoga og Intel Skull. Hef almenn verði mjög ánægður með Apple, amk. meðan hugsjónamaðurinn Steve rak skútuna, núna er Apple rekið á allt öðrum forsendum, eða maxa hagnað með öllum tiltækum ráðum. Ekkert nýtt bara þynnra og þynnra og þynnra...
Apple hafa alltaf verið að hugsa um að maxa hagnað, þetta var betra þegar SJ var við völd, enda hafði hann framboð einfalt og tækin framúrstefnuleg. Þegar hann tók við aftur árið 1997 þá var framboðið hjá þeim alltof flókið, hann einfaldaði það og við sjáum hvaða flug þetta fór á þá.
"Hentar þér", segiru, þarna er átt við það hentar rantinu, ekki endilega þér sjálfum.

Mín reynsla af Apple fartölvum er að þær eru nokkað fínar, helsti kosturinn við þær er að í mínu tilfelli endast þær betur og lengur en aðrar vélar sem ég hef átt. Það er til dæmis ágæt ástæða að eyða kannski 50k meira í tölvu og hún endist þér ári lengur, jafnvel meira.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af GuðjónR »

russi skrifaði:Tja þessi vél kemur default með 16GB í ram og 512GB SS, það er glatað að geta ekki stækkað það eftir á.
15" kemur default með 16GB en það er ekkert default varðandi SSD...þú getur fengið hana með 256G SSD. 13" er default með 8GB ram samt er hún kölluð "Pro". :)
https://www.epli.is/mac/macbookpro/macb ... -gray.html

Bottomline og "on-topic" ... það sem þú getur ekki lagað er einnota. Ef móðurborðið bilar og þú þarft að henda ram og ssd í leiðinni þá er ekki hægt kalla það annað ein einnota, því miður.
Hér á heimilinu er 2010 árgerð af 17" MBP, er búinn að uppfæra SSD þrisvar og að maxað vinnsluminnið (8GB) plús auka 2TB hdd, lyklaborðið bilaði og var ábyrgðarmál á sínum tíma og núna er batteríið nánast ónýtt, dugar í 20 mín en það get ég skipt um sjálfur með 3d. party rafhlöðu þar sem Apple setti tölvuna á úreldislista fyrr á árinu. Myndi ekki græða neitt á því að uppfæra í nýjustu tölvuna, ekkert.
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af hfwf »

Steve Jobs sneri sér í gröfinni.

Sent from my SM-G925F using Tapatalk
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af Orri »

I-JohnMatrix-I skrifaði:
Skylake CPU controllerinn sem er í tölvunum styður ekki meira en 16GB af LPDDR3 minni.
Ástæðan afhverju Apple kaus að vera með LPDDR3 í stað DDR4 er að LPDDR3 á víst að vera meira power efficient (þó einhverjir sem vilja meina annað).

Margir sem bentu LTT á þetta, og þeir báðust afsökunar á þessu klúðri.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Orri skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:
Skylake CPU controllerinn sem er í tölvunum styður ekki meira en 16GB af LPDDR3 minni.
Ástæðan afhverju Apple kaus að vera með LPDDR3 í stað DDR4 er að LPDDR3 á víst að vera meira power efficient (þó einhverjir sem vilja meina annað).

Margir sem bentu LTT á þetta, og þeir báðust afsökunar á þessu klúðri.
Ef þú ert að vísa í þennan póst frá LTT, þá er þetta nú ekki mikil afsökunarbeiðni að mínu mati. Þykir nú mun meira klúður hjá Apple að nota örgjörva/memory controller sem styður ekki meira en 16gb LPDDR3 í "Pro" vélunum sínum. :)
Phil Schiller's response is a "half-explanation"

"We couldn't because the Skylake CPU memory controller we're using doesn't support more than 16GB of LPDDR3..." - he left off the part after that that goes "... and while we could have easily added a a slightly bigger battery to counter the effects of using DDR4, we thought it was more important for our professional line of notebooks to be super super thin than for them to have the hardware specs that power users demand"

Apple could have easily offered a "professional" laptop with support for 32GB of RAM. They just didn't think it was as important to their users as size and weight.

Edit: And if the sales numbers are anything to go by, they were evidently 100% correct. But I don't have to agree with it.

So, bottom line - could we have done a better job of this video? Yes. We outright missed the detail that Skylake's memory controller is limited to 16GB if you're using LPDDR3, and Phil Schiller's statement hadn't come out yet at the time we wrote/shot this video.

Furthermore, I'm not aware of any swappable LPDDR3 modules, so YES we were stuck with a non-ideal apples to oranges comparison.

But it DOESN'T change the reason we were upset, or the fundamental disagreement we have with Apple's obsession with thin at the cost of better usability and performance. Our conclusion - they did it for space savings - is still correct even if we arrived there without a key piece of the puzzle.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er nýja Macbook Pro einnota?

Póstur af GuðjónR »

I-JohnMatrix-I skrifaði: Ef þú ert að vísa í þennan póst frá LTT, þá er þetta nú ekki mikil afsökunarbeiðni að mínu mati. Þykir nú mun meira klúður hjá Apple að nota örgjörva/memory controller sem styður ekki meira en 16gb LPDDR3 í "Pro" vélunum sínum. :)
Klúður? ..það tók þá hvað ... 3 - 4 ár að uppfæra MBP...setja síðan DDR3 er ekkert annað en níska. Örugglega fullkomlega meðvituð ákvörðun hjá "hluthöfum" en hingað til hafa þeir komist upp með að bera litla sem enga virðingu fyrir viðskiptavinum sínum og miðað við alla þá umfjöllun sem maður les á fanboy síðunum þá virðist það vera að breytast. Þeir fóru gróflega yfir strikið núna.
Svara