Kosningaspjallið
Kosningaspjallið
Jæja, 3 dagar í kosningar og eins og sjá má í kosningakönnuninni sem er i gangi hérna á vaktinni eru lang flestir að fara að kjósa Pírata á laugardaginn. Er samt raunhæfur möguleiki að Píratar eru að fara að komast í stjórn með meirihluta ?
Skv könnun sem var birt á vísi í dag eru Píratar með 20.3% atkvæða á meðan hinir stærstu flokkarnir eru með:
Sjálfstæðisflokkurinn: 25.1%
Vinstri grænir: 16.4%
Framsókn: 11.2%
Viðreisn: 10.8%
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn saman eru með 47% atkvæða og mér finnst nú líklegast að þessir flokkar reyni að mynda stjórn.
Hvaða valmöguleika hafa Píratar til að mynda stjórn ? Teljiði það líklegt að Píratar nái meirihluta með einhverjum flokkum ?
Ég er ekki alveg búinn að fylgjast með öllu síðustu vikur og er ekki enn búinn að mynda mér endanlega skoðun þannig ég er forvitinn að heyra hvað þið segið um flokka sem þið kjósið ekki, hver eru helstu mótrök ykkar gegn öðrum flokkum ?
Hvað eru Píratar að fara að gera sem T.d Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að gera og öfugt. Langar að sjá almennilega umræðu um þetta.
Skv könnun sem var birt á vísi í dag eru Píratar með 20.3% atkvæða á meðan hinir stærstu flokkarnir eru með:
Sjálfstæðisflokkurinn: 25.1%
Vinstri grænir: 16.4%
Framsókn: 11.2%
Viðreisn: 10.8%
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn saman eru með 47% atkvæða og mér finnst nú líklegast að þessir flokkar reyni að mynda stjórn.
Hvaða valmöguleika hafa Píratar til að mynda stjórn ? Teljiði það líklegt að Píratar nái meirihluta með einhverjum flokkum ?
Ég er ekki alveg búinn að fylgjast með öllu síðustu vikur og er ekki enn búinn að mynda mér endanlega skoðun þannig ég er forvitinn að heyra hvað þið segið um flokka sem þið kjósið ekki, hver eru helstu mótrök ykkar gegn öðrum flokkum ?
Hvað eru Píratar að fara að gera sem T.d Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að gera og öfugt. Langar að sjá almennilega umræðu um þetta.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Það eru því miður ekki prósentin sem ráða heldur fjöldi þingmanna sem flokkarnir fá og vægi þeirra er misjafnt eftir kjördæmum.
Ég held að margir sem yfirgáfu xD í könnunum muni kjósa þá á kjördag, það er venjan.
Á móti kemur að ungt fólk er ólíklegra til að mæta á kjörstað.
Ef allt fer á versta veg þá verður þetta "Brexit" þar sem gömul og gróin íhaldssemi fær að ráða.
En það breytri því ekki að þetta verður líklega seinasta kjörtímabilið sem xD á séns.
2020 verða aldraðir orðnir hátt í 50% fleiri en í dag og ef þeir gera ekki eitthvað rosalega sósíalískt fyrir kerfið, þá munu þeir tapa atkvæðunum og líklega aldrei fá þau aftur.
Held að þeir séu í raun að strilla öllu upp með það að markmiði að vera í stjórnarandstöðu því að þeirra stefna er bara ekki viðeigandi í núverandi ástandi.
Ég held að margir sem yfirgáfu xD í könnunum muni kjósa þá á kjördag, það er venjan.
Á móti kemur að ungt fólk er ólíklegra til að mæta á kjörstað.
Ef allt fer á versta veg þá verður þetta "Brexit" þar sem gömul og gróin íhaldssemi fær að ráða.
En það breytri því ekki að þetta verður líklega seinasta kjörtímabilið sem xD á séns.
2020 verða aldraðir orðnir hátt í 50% fleiri en í dag og ef þeir gera ekki eitthvað rosalega sósíalískt fyrir kerfið, þá munu þeir tapa atkvæðunum og líklega aldrei fá þau aftur.
Held að þeir séu í raun að strilla öllu upp með það að markmiði að vera í stjórnarandstöðu því að þeirra stefna er bara ekki viðeigandi í núverandi ástandi.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Vandamál Pírata er að stuðningsmenn þeirra mæta ekki á kjörstað :/
Ég vil gjarnan sjá Viðreisn í stjórn, hlakka til að sjá hvernig þeim mun ganga í kosningum.
Ég vil gjarnan sjá Viðreisn í stjórn, hlakka til að sjá hvernig þeim mun ganga í kosningum.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Mín upplifun á Pírötum (t.d núverandi/fyrrverandi þingmönnum) - Eru virkir í því að tala við okkur svartan almúgann inná Pírataspjallinu. Eru ekki að koma rétt fyrir kosningar úr kastalanum sínum til að herja á almúgann og biðja um atkvæðið mitt. Vilja frekar vera í stjórnaranstöðu en að láta valta yfir sig og sínar stefnur. Kaus þá seinast og var það í fyrsta skipti sem ég sá ekki eftir atkvæðinu mínu.
Just do IT
√
√
Re: Kosningaspjallið
þessi sem dó á lista VG á eftir að mæta betur og gera minni þvælu en Sigmundur Davíð.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Þorgerði Katrínu? Really?Sallarólegur skrifaði:Vandamál Pírata er að stuðningsmenn þeirra mæta ekki á kjörstað :/
Ég vil gjarnan sjá Viðreisn í stjórn, hlakka til að sjá hvernig þeim mun ganga í kosningum.
http://kjarninn.is/skyring/2016-10-26-6 ... eirihluta/
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Nei, ég er í Reykjavík Suður og get ekki fyrir mitt litla líf kosið Ástu Pírata.rapport skrifaði:Þorgerði Katrínu? Really?Sallarólegur skrifaði:Vandamál Pírata er að stuðningsmenn þeirra mæta ekki á kjörstað :/
Ég vil gjarnan sjá Viðreisn í stjórn, hlakka til að sjá hvernig þeim mun ganga í kosningum.
http://kjarninn.is/skyring/2016-10-26-6 ... eirihluta/
Hefði með glöðu geði kosið Helga Hrafn.
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR
Viðreisn
1. Hanna Katrín Friðriksson - framkvæmdastjóri
2. Pawel Bartoszek - stærðfræðingur
3. Dóra Sif Tynes - héraðsdómslögmaður
4. Geir Finnsson - enskufræðingur og verkefnastjóri
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
WTF
Ásta er svo frábær...
Ásta er svo frábær...
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Er ekki örugglega eftirspurn eftir þessum?
- Viðhengi
-
- taxman.jpg (27.21 KiB) Skoðað 1626 sinnum
Re: Kosningaspjallið
Vaðlaheiðargöng v2.0?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 294
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
rapport skrifaði:WTF
Ásta er svo frábær...
https://www.facebook.com/kjartan.vido/v ... 012329347/
Er hún frábær? hún hefur svo sannarlega ekki hitt í mark í þeim viðtölum sem hún hefur verið í undanfarið.
massabon.is
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Benedikt hefur gefið þetta mjög skýrt útsiggibk skrifaði:
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn saman eru með 47% atkvæða og mér finnst nú líklegast að þessir flokkar reyni að mynda stjórn.
Það verður ekki slík ríkisstjórn. Það verður ekki ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, og Viðreisnar eftir kosningar,
Þó ég held að Sjáflstæðisflokkur og Viðreisn geti mögulega farið saman eftir kosningar, held ég að Framsókn geti engan vegin starfað með Viðreisn, né Viðreisn með þeim. Framsóknarflokkur er upp til hópa afturhaldsseggir og mjög margir bara bullandi rasistar.
Ennfremur verður að vissuleyti erfitt fyrir Viðreisn að starfa með sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks ( Ásmundur Friðriksson er í alvöru að fara komast inná þing aftur, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Haraldur Benediktsson og fleirri ) þar sem stefnumál Viðreisnar hafa verið soldið langt frá sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks.
Að mörgu leyti finnst mér Píratar og Viðreisn töluvert líklegri til þess að eiga samleið heldur en núverandi stjórnarflokkar, enda hafa þeir flokkur oft verið ágætlega sammála.
Ég ætla allavega að setja x við C á Laugardag, þar virðist vera flott fólk og ég er til í að gefa öllum séns. Sérstaklega ef þeir segjast ekki ætla að vinna með Framsókn.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Hvaða flokkur hefur C ??depill skrifaði:Ég ætla allavega að setja x við C á Laugardag, þar virðist vera flott fólk og ég er til í að gefa öllum séns. Sérstaklega ef þeir segjast ekki ætla að vinna með Framsókn.
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
ViðreisnGuðjónR skrifaði:Hvaða flokkur hefur C ??depill skrifaði:Ég ætla allavega að setja x við C á Laugardag, þar virðist vera flott fólk og ég er til í að gefa öllum séns. Sérstaklega ef þeir segjast ekki ætla að vinna með Framsókn.
massabon.is
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Aight, það er eitt í þessari kosningabaráttu sem stendur upp úr en það var þegar Inga Sæland flengdi hina frambjóðendurnar í kappræðum hjá RUV.vesley skrifaði:ViðreisnGuðjónR skrifaði:Hvaða flokkur hefur C ??depill skrifaði:Ég ætla allavega að setja x við C á Laugardag, þar virðist vera flott fólk og ég er til í að gefa öllum séns. Sérstaklega ef þeir segjast ekki ætla að vinna með Framsókn.
Hún á eiginlega skilið atkvæði fyrir það. Hefði viljað sjá hana á þing en á ekki von á því að hún nái því enda umdir 5% og lítið í umræðunni.
Re: Kosningaspjallið
Kúkur Vs. Skítur
Ég þoli ekki PC menninguna og lýst illa á reynsluleysið í Pírötum.
Ég þoli ekki spillinguna í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.
Spillingin fer meira í mig og þess vegna ætla ég að kjósa Pírata.
Ég er hræddur við Viðreisn því þeir munu fara í rúmið með Sjálfstæðisflokknum.
Ég þoli ekki PC menninguna og lýst illa á reynsluleysið í Pírötum.
Ég þoli ekki spillinguna í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.
Spillingin fer meira í mig og þess vegna ætla ég að kjósa Pírata.
Ég er hræddur við Viðreisn því þeir munu fara í rúmið með Sjálfstæðisflokknum.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Tesli skrifaði:Kúkur Vs. Skítur
Ég þoli ekki PC menninguna og lýst illa á reynsluleysið í Pírötum.
Ég þoli ekki spillinguna í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.
Spillingin fer meira í mig og þess vegna ætla ég að kjósa Pírata.
Ég er hræddur við Viðreisn því þeir munu fara í rúmið með Sjálfstæðisflokknum.
m.v. hversu margir þingmenn Pírata eru að sækjast aftur eftir kosningu, þá eru þeir einn af þeim flokkum sem líklegast er að komi með sem mesta reynslu aftur inn á þing.
Endurnýjanir og hreinsanir í öðrum flokkum hafa verið gríðarlega miklar.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Mér heyrðist freka á Benedikt að hann vildi ekki styðja þá stjórn til að halda áfram, þeas. að Viðreisn myndi ekki vera þessi auka-prósent sem vantar upp á 50% hjá XB og XD. Það verður þó að teljast líklegra að það verði XD XA XC.depill skrifaði:Benedikt hefur gefið þetta mjög skýrt útsiggibk skrifaði:
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn saman eru með 47% atkvæða og mér finnst nú líklegast að þessir flokkar reyni að mynda stjórn.
Það verður ekki slík ríkisstjórn. Það verður ekki ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, og Viðreisnar eftir kosningar,
Þó ég held að Sjáflstæðisflokkur og Viðreisn geti mögulega farið saman eftir kosningar, held ég að Framsókn geti engan vegin starfað með Viðreisn, né Viðreisn með þeim. Framsóknarflokkur er upp til hópa afturhaldsseggir og mjög margir bara bullandi rasistar.
Ennfremur verður að vissuleyti erfitt fyrir Viðreisn að starfa með sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks ( Ásmundur Friðriksson er í alvöru að fara komast inná þing aftur, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Haraldur Benediktsson og fleirri ) þar sem stefnumál Viðreisnar hafa verið soldið langt frá sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks.
Að mörgu leyti finnst mér Píratar og Viðreisn töluvert líklegri til þess að eiga samleið heldur en núverandi stjórnarflokkar, enda hafa þeir flokkur oft verið ágætlega sammála.
Ég ætla allavega að setja x við C á Laugardag, þar virðist vera flott fólk og ég er til í að gefa öllum séns. Sérstaklega ef þeir segjast ekki ætla að vinna með Framsókn.
Ég er skíthræddur við kommúnistakosningabandalag Pírata, þó það séu margir frambærilegir þar á bæ. Jón Þór er hrikalega flottur karakter.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Ég held að Ísland verði nú minna "kommúnískt" þegar auðlindir eru settar á markað og hætt að niðurgreiða innlenda framleiðslu í bæði landbúnaði og fjármálageiranum.Sallarólegur skrifaði: Ég er skíthræddur við kommúnistakosningabandalag Pírata, þó það séu margir frambærilegir þar á bæ. Jón Þór er hrikalega flottur karakter.
Það gleymist alltaf að "hægri" flokkarnir hér heima eru virkilega "vinstri" í alþjóðlegu samhengi við meðhöndlun á eigum ríkisins og skilgreiningu sinni á réttindum þegnana.
Þeirra hugsjón er eins og Rússland nútímans, kommúnisminn lífir góðu lífi þar, hann er bara með fölsk skilríki.
Og vinstri flokkarnir hér, allir eru þeir frjálslyndir og markaðshneigðir en munurinn á þeim og xD og xB er að þeir vilja skilgreina réttindi fólks betur svo að það verði erfiðara að hundsa þau í framtíðinni.
Í stað þess að markmið ríkisins séu fjárhagsleg, þá verða þau mannúðleg, í skilningi heilbrigðis, menntunar og velferðar.
Ef að xD og xB hefði ekki eytt peningunum sem fengust fyrir Landsímann í sjálfa sig, þá ættum við Hátæknisjúkrahús en ekki LSH.
Síðan þá hefur verið sagt "við þrufum að fjármagna það"... en það er bara bull, ríkið fann peninga og eyddi á einu bretti tvöfallt á við hvað nýr spítali kostar á nýjum stað... en peningurinn fór í leiðréttinguna, þar sem meirihlutinn af peningnum endaði í vasa fólks sem átti miklu meira en nóg af peningum.
Það tók ekki langan tíma að redda því en það tók 20 ár að geta sagt "við eigum pening fyrir uppbyggingu á LSH".
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Afhverju telur þú það vera kommúnisstabandalag?Sallarólegur skrifaði:Mér heyrðist freka á Benedikt að hann vildi ekki styðja þá stjórn til að halda áfram, þeas. að Viðreisn myndi ekki vera þessi auka-prósent sem vantar upp á 50% hjá XB og XD. Það verður þó að teljast líklegra að það verði XD XA XC.depill skrifaði:Benedikt hefur gefið þetta mjög skýrt útsiggibk skrifaði:
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Viðreisn saman eru með 47% atkvæða og mér finnst nú líklegast að þessir flokkar reyni að mynda stjórn.
Það verður ekki slík ríkisstjórn. Það verður ekki ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, og Viðreisnar eftir kosningar,
Þó ég held að Sjáflstæðisflokkur og Viðreisn geti mögulega farið saman eftir kosningar, held ég að Framsókn geti engan vegin starfað með Viðreisn, né Viðreisn með þeim. Framsóknarflokkur er upp til hópa afturhaldsseggir og mjög margir bara bullandi rasistar.
Ennfremur verður að vissuleyti erfitt fyrir Viðreisn að starfa með sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks ( Ásmundur Friðriksson er í alvöru að fara komast inná þing aftur, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Haraldur Benediktsson og fleirri ) þar sem stefnumál Viðreisnar hafa verið soldið langt frá sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokks.
Að mörgu leyti finnst mér Píratar og Viðreisn töluvert líklegri til þess að eiga samleið heldur en núverandi stjórnarflokkar, enda hafa þeir flokkur oft verið ágætlega sammála.
Ég ætla allavega að setja x við C á Laugardag, þar virðist vera flott fólk og ég er til í að gefa öllum séns. Sérstaklega ef þeir segjast ekki ætla að vinna með Framsókn.
Ég er skíthræddur við kommúnistakosningabandalag Pírata, þó það séu margir frambærilegir þar á bæ. Jón Þór er hrikalega flottur karakter.
Hvað er að vera hægri? Að hugsa um hag fjármálafyrirtækja?
Og er þá það orðið vinstri stjórn að hugsa um hag borgaranna?
Held að hræðslu áróðurinn sé byrjaður að skila sér.
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Kosningaspjallið
Jæja , ein svona Axel Péturs pæling í tilefni kosninga: Þetta er allt eitt stórt samsæri , það eiga allir þingmenn að fá að vera forsætisráðherrar einu sinni yfir mannsævina (svona eins og þegar yngri börnin taka þátt í íþróttum). Fyrst Sigmundur Davíð , síðan Sigurður Ingi , með stuttu kjörtímabili þá væri eflaust hægt að redda tveimur þingmönnum til viðbótar forsætisráðherrastólnum :Þ
Var að kjósa , þrátt fyrir rigninguna Efast um að margt ungt fólk nenni því í dag.
Var að kjósa , þrátt fyrir rigninguna Efast um að margt ungt fólk nenni því í dag.
Just do IT
√
√
Re: Kosningaspjallið
Kaup Pírata í dag, sáttur við það val.