Hefur alltaf betri dekkin að framan. Snýst um að halda stjórn á bílnum.Klemmi skrifaði:Tek undir með því... það eru framdekkinn sem stýra bílnum og meira álag á þau þegar bremsað er, mikilvægast að þau séu með gott veggrip.GuðjónR skrifaði: Ég myndi ALLTAF hafa betri dekkin að framan, hvort sem bíllinn er aftur eða framjóladrifinn.
Ég sparaði í dekkjum þangað til ég renndi mér á vegrið eftir eitt af fyrstu frostunum 2013, gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil hálka var og byrjaði bara allt í einu að skauta. Engar skemmdir eða meiðsli á neinu nema bílnum, hefði geta farið mikið verr ef ég hefði rennt mér á ljósastaur, framan á einhvern eða bara gangandi vegfarenda.
Eftir þetta atvik hef ég keypt vandaðari dekk og ekki reynt að láta dekkin "endast einn vetur enn".
Gæti verið ein af ástæðunum að lámarks mynsturdýpt var aukin í 3 mm fyrir vetrardekk, vegna þessarar tilhneygingar að láta dekkin duga einn vetur enn.