Mér langar að halda þessari umræðu aðeins gangandi því ég er að leita mér að dekkjum og það snjóaði smá í morgun

.
Ég er með 17" felgur og vill eingöngu nagladekk.
Málið er að mér langar í góð nagladekk en þau eru svo svívirðilega dýr á 17" dekk.
Nokian HAKKAPELIITTA 8 dekk kosta til dæmis 50.000kr meira í 17" en í 16". (með afslætti)
Því spyr ég ykkur bílanörda:
Ætti ég að kaupa
a) 16" felgur + 16" Nokian = sirka 40.000kr + 100.000kr =140.000kr
b) 17" Nokian = 150.000kr
Veit að ég spara umfelgun með öðru felgusetti. Nýju felgurnar væru ljótar, en mér er svosem sama.
Eða ætti ég kanski að fara í önnur dekk eða einhverjar aðrar pælingar?
Eru svona dýr og góð dekk þess virði miðað við ódýrari?
Er betra/verra/þæginlegra/óþæginlegra að vera á einu eða tveim felgu settum?
Ég er alveg tvístígandi og næ ekki að klára dæmið
