
Annars þá er ég að leita að lappa sem er nógu öflugur fyrir flesta nýjustu leikina í dag og gott betur en það. Ég mun ekki koma til með að nota tölvuna neitt rosalega mikið á ferðinni svo batteríið skiptir minnstu máli og svo hef ég svosem litlar áhyggjur af þyngdinni, vil frekar öfluga og góða vél frekar en létta og netta. Í raun og veru þá er ég alveg pottþéttur á að kaupa þessa vél en það eina sem er vafamál í þessu er merkið og kanski líka verslunin ef út í það er farið. Einhver sem þekkir til Issam eða laptop.is?
Með fyrirfram þökk, DoofuZ