Moldvarpan skrifaði:En þú hefur sagt að við séum litlir kassar, við verðum að lesa kóraninn.
Ég sagði eftirfarandi um litla kassa
nidur skrifaði:Svona umræður minna mig alltaf á lagið "litlir kassar á lækjarbakka"
Fólk er almennt svo fast í sínu umhverfi, hefur lítið lagt á sig til að kynna sér hlutina og ræðir samfélagsleg vandamál einungis út frá sínu eigin sjónarhorni án þess að pæla meira í því. (nú er ég ekki að tala beint til einhvers hérna heldur almennt)
Þarna er ég ekki að tala um þig eða neinn á þessu spjalli. Og það er allt í lagi að vera lítill kassi, fólk lifir mjög góðu lífi þannig. Ég er ekki að gagnrýna það. Mér finnst fínt að byrja alla umræðu á því að minna sig á að allir eru öðruvísi og með mismunandi sjónarhorn á hlutina.
Moldvarpan skrifaði:mér þykir fáranlegt að gera kröfu á að fólk lesi kóraninn
Ég var búinn að svara þessu en ég sagði upprunalega
nidur skrifaði:Ég myndi aldrei ræða þessa hluti án þess að vera búinn að kynna mér þá persónulega eins og t.d. með því að lesa Kóraninn
Þarna er ég alls ekki að setja þessa kröfu á aðra en sjálfan mig.
Moldvarpan skrifaði:En, hver er þá þín skoðun á Búrku banninu, og hvers vegna?
Þrátt fyrir að við séum sammála um að banna búrkuna þá erum við kannski ekki með sama sjónarhorn á þetta.
Mér finnst það sem talað er um í On Liberty eftir John Stuart Mill mjög áhugavert, en hann talar um frelsi þegna.
Og ég er á móti því að takmarka frelsi einstaklingsins.
En það er alltaf verið að stíga á frelsi einstaklings eða hópa til að gera samfélagið okkar betra, eitt dæmi er áfengis og tóbaksskattur.
Og fyrst við gerum það hvort sem er, af hverju má þá ekki banna það að hylja andlit sitt út frá öryggisástæðum fyrir samfélagið. alveg sama hver það er sem hylur andlit sitt. Og banna það þá bara á opinberum stofnunum, þar sem fólk safnast saman, verslunum, leikskólum o.s.frv
Ég sagði það í pósti nr. 4 á þessum þræði að Burkan er tákn islam útávið um eignarhald á konum, það yrði aldrei samþykkt af okkar samfélagi ef við bönnuðum hana út af því, en ef við bönnum fólki að hylja andlit sitt á vissum stöðum út af öryggisástæðum þá gæti samfélagið okkar sætt sig við það.